Skipulagsmál kynningu lokið

Hér fyrir neðan eru þau skipulagsmál sem hafa verið í kynningu en kynningartími er útrunninn.

Strandvegur 44 (Klettur) - Tillaga að breyttu deiliskipulagi Hafnarsvæðis H-1 Vestmannaeyjum

Bæjarstjórn vestmannaeyja samþykkti þann 9. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulag Hafnarsvæðis H-1 og Miðsvæðis M-1 norðan Strandvegar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Strandveg 44. Tillaga að breyttu deiliskipulagi er auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur í sér að núverandi bygging verði rifin og þess í stað reist nýbygging á fjórum hæðum ásamt bílakjallara með allt að 12 stæðum.

Hlutverk jarðhæðar mun vera þjónustutengdur atvinnurekstur en núverandi bensínstöð er víkjandi. Á annarri til fjórðu hæð verða íbúðir og mun bílakjallari þjóna íbúðum með innkeyrslu frá Skólavegi.

Áætlaður fjöldi íbúða er 10-12. Gert er ráð fyrir bílastæðum í bílakjallara og á lóð auk samnýtingu almennra bílastæða á miðsvæði. Stærð byggingarreitar eykst frá 56 m2 í 450 m2 og heildar byggingarmagn ofanjarðar verður 1700 m2.

Breyting þessi mun hafa jákvæð áhrif á heildarásýnd svæðisins þar útlit á Strandvegi 44 mun eftir breytinguna vera í betra samræmi við nálægar byggingar. Einnig mun öryggi gangandi vegfarenda aukast en gert er ráð fyrir gangstétt sunnan við húsið.

Skipulagsgögn má nálgast hér að neðan:

TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI STRANDVEGUR 44 - UPPDRÁTTUR
TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI STRANDVEGUR 44 - GREINARGERÐ

Skipulagsgögn verða einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar . Einnig er hægt að hafa samband við skipulagsfulltrúa vegna málsins í gegnum tölvupósfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882530.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 28. maí 2025 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt .


Athafnasvæði AT-1 - Strandvegur 89-97 heimild til íbúða á efri hæðum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 13. Janúar 2025 að auglýsa tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 -2035 fyrir landnotkunarreit athafnasvæðis AT-1 vegna heimildar til íbúða á efri hæðum við Strandveg 89-97 skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir breyttum skilmálum athafnasvæði AT-1 sem á við um lóðir við Strandveg 89- 97 þar sem heimild verður fyrir íbúðarhúsnæði á efri hæðum. Gert er ráð fyrir allt að 30 íbúðum á svæðinu. Áfram er kvöð um athafnastarfsemi á fyrstu hæð.

Kvöð eru um að núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst að starfsemi á og við svæðið fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um.

Skipulagsgöng má sjá hér að neðan:

STRANDVEGUR 89-97 - TILLAGA AÐ BREYTTU AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035

Skipulagsgögn verða einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar . Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 27. maí 2025 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

A1690-002-U03-Strandvegur-89-97-ASK-breyting-auglyst-tillaga


Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Áshamars 1-75 - Breyting fyrirkomulagi lóða við Áshmar 75 og 77 og byggingarákvæðum við Áshmar 77

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 18. mars 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Áshamars 1-75 vegna fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulagi lóða fjölbýlishúsa við Áshamar 75 og 77 og breytinga á byggingarákvæðum við Áshamar 77. Gögnin eru auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að breyttu skipulagi gerir ráð fyrir að lóðir fjölbýlishúsa við Áshamar 75 og Áshamar 77 verði aðskildar og að bærinn leysi til sín land á milli fjölbýlishúsanna þar sem gert er ráð fyrir aðkomuvegi að inngangi fjölbýlishúsanna og að vesturhlið Hamarskóla.

Við Áshamar 77 er gert ráð fyrir að gerður verður bílakjallari með 27 bílastæðum. Þess í stað fellur út byggingarreitur fyrir bílskúra á lóð og fyrirkomulag bílastæðisins breytis. Hámarksfjölda íbúða er aukinn úr 18 íbúðum í 27 íbúðir. Gerð eru útskotum á byggingarreit til að auka uppbrot og gera ráð fyrir lyftuhúsi. Við þetta stækkar grunnflötur byggingar ofanjarðar um 95 fermetra og verður 810 fermetrar og grunnflötur kjallar verður 940 fermetrar. Svalir eru heimilar allt að 2 metra út fyrir byggingarreit.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi Áshamars 75-77 er í samræmi við Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 þar sem svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði og fellur ennþá að sömu markmiðum um íbúðabyggð. Þar sem ytra byrði Áshmars 77 breytist lítið í umfangi og uppbrot byggingarinnar er aukið, auk þess sem bílar eru færðir í bílakjallara er breytingin talin hafa jákvæð grenndaráhrif. Vegna breyttrar vegtengingar við Hamarskóla gæti umferð meðfram lóðunum tveimur þó aukist lítillega.

Skipulagsgögnin má sjá hér að neðan:

ÁSHAMAR 75-77 – DEILISKIPULAGSBREYTING – UPPDRÁTTUR

ÁSHAMAR 75-77 – DEILISKIPULAGSBREYTING – GREINARGERÐ

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 21. mars til 2. maí 2025.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin.  Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu þarf að skila skriflega í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar til og með 2. maí 2025. 


Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Austurbæjar vegna breytinga á skipulagi við Miðgerði

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 18. mars 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Austurbæjar vegna breytinga á skipulagi við Miðgerði. Skipulagsgögnin eru auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið Vestmannaeyjabæjar er að ný byggð myndi samfellt og eðlilegt framhald af aðliggjandi byggð og bjóði upp á eftirsóknarverða íbúðarreiti. Vanda skal sérstaklega til verka við hönnun bygginga á svæðinu þar sem verið er að byggja inn í rótgróið hverfi.

Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 11 íbúðum í 13 íbúðir. Ger er ráð fyrir lóðum fyrir raðhús við Helgafellsbraut, tveim lóðum fyrir parhús og sex lóðum fyrir einbýlishús í nýrri götu Miðgerði. Byggingarmagn er eftirfarandi:

  • Raðhús = Þrjár einingar, hámarks byggingarmagn 170 m2 hver íbúð, 1 hæð,
  • Tvíbýli = 2 hús, tvær einingar hvert, hámarks byggingarmagn 180 m2 hver eining, 2 hæðir,
  • Einbýlishús = 6 hús, hámarksbyggingarmagn 280 m2, 2 hæðir (sunnan við veg) eða hæð og kjallari (norðan við veg).

Legu á götunnar er breytt til að sneiða hjá fornminjum á svæðinu.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi hefur grenndaráhrif fyrir núverandi íbúðir við Litlagerði og Stóragerði en til að draga úr þeim áhrifum hefur umfang byggingarreita verið minnkað, leitast við að tryggja fjarlægð á milli bygginga og settir hámarks þakkkótar. Leikvöllur sem gert er ráð fyrir á svæðinu minnkar en þess í stað verður grænt svæði þar sem grafnar eru húsminjar sem Minjastofnun Íslands metur að hafi hátt verndargildi.

Skipulagsgögnin má sjá í eftirfarandi skjölum:

DEILISKIPULAG AUSTURBÆJAR, BREYTING ÁDEILISKIPULAGI VEGNA MIÐGERÐIS

DEILISKIPULAG AUSTURBÆJAR - SKÝRINGARMYNDIR

Skipulagsgögn eru aðgengileg einnig aðgengileg í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 21. mars til 2. maí 2025.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu þarf að skila skriflega í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar til og með 2. maí 2025.


Skipulagsáætlanir vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára gosloka afmælis

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. janúar 2025 að auglýsa tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni að 50 ára gosloka afmæli og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Eldfell, ásamt sameiginlegu umhverfismati. Skipulagstillögurnar eru kynntar skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.

Listaverkið samanstendur af tveimur, að því er virðist, sjálfstæðum hlutum: litlu skjóli, eða skála, og göngustíg sem liggur upp og niður hlíðar Eldfell. Útsýnis punktur staðsettur í miðju skálans býður upp á ákveðið sjónarhorn til að skoða verkið í heild sinni. Frá þessum útsýnis punkti mætast hringlaga göngustígur fjallsins og þak skálans og mynda fullkominn hring um Eldfellsgíginn. Þessi sjónrænu áhrif nást með myndleysi (anamorphosis), gömlu sjónarhornsbragð þar sem ílangt form virðist öðruvísi þegar það er skoðað frá ákveðnu sjónarhorni.

Listaverkið dregur fram tvær mikilvægustu dagsetningum eldgossins: 23. janúar, daginn sem eldgosið hófst og 3. júlí, daginn sem lokum eldgossins og sigri yfir hrauninu var lýst yfir. Sýndarhringurinn sem umlykur norður hlið fjallsins gefur til kynna suður átt og rammar inn sólina á hæsta punkti 23. janúar. Hvolft loft skálans er með röð af hringlaga holum sem fylgja feril sólarinnar 3. júlí.

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna listaverks Ólafs Elíassonar við Eldfell

Auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að breyttu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að skilmálum landnotkunarreita Óbyggðs svæðis ÓB-3 og Hverfisverndarsvæðis H-9 er breytt til að gera ráð fyrir nýjum gönguleiðum og útsýnisstað.

Tillaga að nýju Deiliskipulagi Eldfells

Auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 . Í tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað á Eldfellshrauni þar sem horft er í átt til Eldfells auk tröppulögðum 1,5-2,5 breiðum göngustíg frá hrauninu og á topp Eldfells sem myndar hringlaga form séð frá útsýnisstaðnum. Deiliskipulag gerir einnig ráð fyrir bílastæðum, göngustígum og áningarstöðum auk frekari verndun hraunsins.

Umhverfismatsskýrsla

Sameiginleg umhverfismatsskýrsla unnin fyrir skipulagsáætlanirnar og er hún birt sem kafli greinargerð um tillögu að breyttu aðalskipulagi. Helstu niðurstöður umhverfismatsskýrslu er að ef vandað er til verks og passað að göngustígar raski ekki sérstæðum jarðmyndunum verði umhverfisáhrif af skipulagsbreytingunni og fyrirhuguðum framkvæmdum fyrst og fremst jákvæð borið er saman við núverandi

ástand. Þannig verður aðgengi bætt að útivistarperlu og náttúruupplifun þeirra sem heimsækja svæðið auðguð.

Skipulagsgögn má sjá hér að neðan:

LISTAVERK ÓLAFS ELÍASSONAR VIÐELDFELL – BREYTING Á AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035

DEILISKIPULAGELDFELLS– GREINARGERÐ

DEILISKIPULAGELDFELLS– UPPDRÁTTUR

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 10. mars til 21. apríl 2025.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 21. apríl 2025 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.

_____________________________________________________________

Athafnasvæði við Ofanleiti – deiliskipulag og nýir byggingarreitir


Tillaga á vinnslustigi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. janúar 2025 að kynna á á vinnslustigi skipulagsáætlanir í Ofanleiti skv. Skipulagslögum 123/2010.

Samhliða er kynnt á vinnslustigi breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna breyttra marka landnotkunarreita við Ofanleiti, nýtt Deiliskipulag athafnasvæðis við Ofanleiti og breyting á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti, ásamt umhverfissmatsskýrslu.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Ofanleiti

Helstu breytingar sem fyrirhugaðar eru á Aðalskipulagi Vestmannaeyja, er að gert er ráð fyrir breyttum skipulagsmörkum Athafnasvæðis (AT-4) þar sem lóð við Ofanleitisveg 26 sem nú tilheyrir Frístundabyggð (F-1) og syðsti partur Landbúnaðarsvæða (L-4) færast yfir á landnotkunarreit AT-4. Skilmálar aðalskipulags breytast í samræmi við nýjar lóðir og byggingarreiti sem gerð er grein fyrir í Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleiti.

Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi er lögð fram sameiginleg umhverfismatsskýrsla fyrir skipulagsáætlanirnar.

Tillaga að nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofaneleitisveg

Tillaga að nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleitisveg gerir ráð fyrir að lóð við Ofanleitisveg 26 færist út fyrir mörk Deiliskipulags frístundabyggðar við Ofanleiti og verði hluti af Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleiti. Einnig verða stofnaðar tvær nýjar lóðir í suður enda svæðisins á landi sem nú tilheyrir Landbúnaðarsvæði (L-4).

Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreitum fyrir athafnasvæði sem hér segir:

  • Ofanleitisvegur 25 (Heildverslun Karls Kristmanns) - Gert ráð fyrir einum nýjum byggingarreitum, hámarks byggingarmagn samtals 464 m2 og hámarkshæð 5,0 m.
  • Ofanleitisvegur 26 (Emmuskemma/Friðarból) – Lóð færð af landnotkunarreit F-1 yfir á AT-4. Gert ráð fyrir fjórum nýjum byggingarreitum fyrir geymsluhúsnæði, hámarks byggingarmagn samtals 910 m2 og hámarkshæð 4,0 m.
  • Nýjar lóðir við Ofanleitisveg 30 og 30a – Landnotkun færist frá L-4 yfir á AT-4. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum byggingarreitum. Hámarksbyggingarmagn samtals 468 m2 og hámarkshæð 4,0 m.

Settir eru fram skilmálar varðandi umhverfisfrágang, svo sem manir, lýsingu, geymslu lausamuna og byggingarefni.

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti gerir ráð fyrir að lóð við Ofanelitisveg 26 færist út fyrir mörk Deiliskipulags frístundabyggðar í Ofaneliti og verði hluti af nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis í Ofanleiti. Auk þess eru fjarlægð svæði fyrir rotþró, sorp og sparkvöll.

Hér má sjá gögn vegna ofangreindra skipulagsáætlana:

TILLAGA AÐ BREYTTU AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035 VIÐ OFANLEITISVEG ÁSAMT UMHVERFISMATSSKÝRSLU – GREINARGERÐ

TILLAGA AÐ NÝJU DEILISKIPULAGI ATHAFNASVÆÐIS VIÐ OFANLEITI – GREINARGERÐ

TILLAGA AÐ NÝJU DEILISKIPULAGI ATHAFNASVÆÐIS VIÐ OFANLEITI – UPPDRÁTTUR

VIÐAUKI ÁSÝNDARMYNDIR VEGNA TILLÖGU AÐ NÝJU DEILISKIPULAGI ATHAFNASVÆÐIS VIÐ OFANLEITI

TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI FRÍSTUNDABYGGÐAR VIÐ OFANLEITI - UPPDRÁTTUR

Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og má einnig finna á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 10. – 27. febrúar 2025.

Opið hús verður hjá Skipulagsfulltrúa í Ráðhúsi Vestmannaeyja klukkan 10-12, dagna 17. - 20. febrúar 2025. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málið og hafa samband vegna málsins vakni spurningar.

Umsögnum við tillöguna skal skila skriflega í Skipulagsgátt eða með bréfi í Ráðhús Vestmannaeyja eigi síðar en 27. febrúar 2025.

  • Asyndarmynd-ad-ofan
  • Asyndarmynd-sud-vestur
  • Deiliskipulagsuppdrattur-skyringarmynd


Skipulagsáætlanir vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára gosloka afmælis

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi vegna listaverks eftir Ólafs Elíassonar í tilefni að 50 ára gosloka afmælis. Skipulagstillögurnar eru kynntar skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Listaverkið samanstendur af tveimur, að því er virðist, sjálfstæðum hlutum: litlu skjóli, eða skála, og göngustíg sem liggur upp og niður hlíðar Eldfell. Útsýnis punktur staðsettur í miðju skálans býður upp á ákveðið sjónarhorn til að skoða verkið í heild sinni. Frá þessum útsýnis punkti mætast hringlaga göngustígur fjallsins og þak skálans og mynda fullkominn hring um Eldfellsgíginn. Þessi sjónrænu áhrif nást með myndleysi (anamorphosis), gömlu sjónarhornsbragð þar sem ílangt form virðist öðruvísi þegar það er skoðað frá ákveðnu sjónarhorni.

Listaverkið dregur fram tvær mikilvægustu dagsetningum eldgossins: 23. janúar, daginn sem eldgosið hófst og 3. júlí, daginn sem lokum eldgossins og sigri yfir hrauninu var lýst yfir. Sýndarhringurinn sem umlykur norður hlið fjallsins gefur til kynna suður átt og rammar inn sólina á hæsta punkti 23. janúar. Hvolft loft skálans er með röð af hringlaga holum sem fylgja feril sólarinnar 3. júlí.

Tillaga að breyttu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að skilmálum landnotkunarreita Óbyggðs svæðis ÓB-3 og Hverfisverndarsvæðis H-9 er breytt til að gera ráð fyrir nýjum gönguleiðum og útsýnisstað. Í tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað á Eldfellshrauni þar sem horft er í átt til Eldfells auk tröppulögðum 1,5-2,5 breiðum göngustíg frá hrauninu og á topp Eldfells sem myndar hringlaga form séð frá útsýnisstaðnum. Deiliskipulag gerir einnig ráð fyrir bílastæðum, göngustígum og áningarstöðum auk frekari verndun hraunsins.

Skipulagsgögn má sjá hér að neðan:

LISTAVERK ÓLAFS ELÍASSONAR VIÐ ELDFELL – BREYTING Á AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035– TILLAGA Á VINNSLUSTIGI

DEILISKIPULAGELDFELLS – GREINARGERÐ - TILLAGA Á VINNSUSTIGI

DEILISKIPULAGELDFELLS – UPPDRÁTTUR – TILLAGA Á VINNSLUSTIGI

Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals á opnu húsi þann 26.-28. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.

Skipulagsgögn verða einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar . Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 11. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.


Miðgerði – nýjar lóðir fyrir íbúðarhúsnæði

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu deiliskipulagi Austurbæjar vegna breytinga á fyrirkomulagi íbúðarlóða við götuna Miðgerði skv. 3. mgr. 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir lóð fyrir raðhús við Helgafellsbraut, tveim lóðum fyrir parhús og sex lóðum fyrir einbýlishús í nýrri götu Miðgerði.

· Raðhús = Þrjár einingar, hámarks byggingarmagn 220 m2 hver eining, 2 hæðir

· Tvíbýli = 2 hús, hámarks byggingarmagn 180 m2 hver eining, 2 hæðir

· Einbýlishús = 6 hús, hámarksbyggingarmagn 240 m2, 2 hæðir (sunnan við veg) eða hæð og kjallari (norðan við veg).

Legu á götu er breytt til að sneiða hjá fornminjum á svæðinu.

Tillögu á vinnslustigi fyrir deiliskipulag í Miðgerði má sjá hér að neðan:

MIÐGERÐI NÝTT DEILISKIPULAG – TILLAGA Á VINNSLUSTIGI

MIÐGERÐI– SKÝRINGARMYNDIR

SKUGGAVARPSGREINING

Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals í opnu húsi þann 19.-21. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 4. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt .

Midgerdi-tillaga-a-vinnsustigi-Skyringarmynd


Baðlón og hótel við Skansinn

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 6. Nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 ásamt umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi við Skans og Skanshöfða vegna áforma um uppbyggingu baðlóns og hótels.
Gert er ráð fyrir allt að 1.500 m2 baðlóni ásamt 2.300 m2 þjónustubyggingu með veitingastað fyrir allt að 50 gesti. Einnig er gert ráð fyrir allt að 90 herbergja hóteli á 4 hæðum sem snýr að Klettsvík í hlíðum Skanshöfða. Gert er ráð fyrir að lónið verði hitað með varmadælum sem nýta jarðsjó.
Gert er ráð fyrir að notkun jarðsjávar vegna vökvaendurnýjunar í lóninu verði að meðaltali 15 l/s og fyrir varmadælur allt að 400 l/s. Gert er ráð fyrir að 2 - 5 l/s þurfi af neysluvatni til viðbótar við jarðsjóinn. Miðað við 1.500 fermetra baðlón er áætluð varmaorkunotkun 21 GWhth á ári. Topp álag rafmagnsnotkun fyrir lónið er 2.100 kWe.


Íbúafundur verður haldinn 11. desember 2024 klukkan 17:30 í Ráðhúsi Vestmannaeyja.

Skipulagsgöng á vinnslustigi má sjá hér að neðan:

AÐALSKIPULAGSBREYTING FYRIR SKANSHÖFÐANN TILKYNNINGAR Á VINNSUSTIGI
DEILISKIPULAG SKANSINN OG SKANSHÖGÐA –UPPDRÁTTUR TIL KYNNINGAR Á VINNSLUSTIGI
DEILISKIPULAG SKANSINN OG SKANSHÖFÐA – GREINARGERÐTIL KYNNINGAR Á VINNSLUSTIGI
UMHVERFISMATSSKÝRSLA SKANSINN, HÓTEL OGBAÐLÓN – TILLAGA TIL KYNNINGAR Á VINNSLUSTIGI


Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyjabæjar, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Umsögnum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 19. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.


Athafnasvæði AT-2 verði iðnaðarsvæði I-4

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 fyrir landnotkunarreit athafnasvæðis AT-2 skv. 2. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir að skilgreining landnotkunarreitsins verði breytt frá því að vera athafnasvæði í að verða iðnaðarsvæði. Mörkum landnokunarreitsins er breytt þannig að hann falli betur að aðliggjandi landsnlagi og stækkar við það úr 15,4 ha í 16,6 ha.

Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals í opnu húsi þann 19.-21. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.
Skipulagsgögn má sjá hér neðan:

ATHAFNASVÆÐIAT-2 BREYTT AÐALSKIPULAG – TILLAGA Á VINNSLUSTIGI

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 4. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.

AT-2-breytt-skipulagsmork


Strandvegur 89-97 heimild til íbúða á efri hæðum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna sameiginlega lýsingu og tillögu á vinnslustigi vegna breytinga á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 -2035 fyrir landnotkunarreit athafnasvæðis AT-1 skv. 2. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir breyttum skilmálum athafnasvæði AT-1 sem á við um lóðir við Strandveg 89- 97 þar sem heimild verður fyrir íbúðarhúsnæði á efri hæðum. Áfram er kvöð um athafnastarfsemi á fyrstu hæð.

Kvöð eru um að núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst að starfsemi á og við svæðið fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um.

Skipulagsgögn má sjá hér að neðan:

TILLAGA AÐ BREYTTU AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035 – BREYTTIR SKILMÁLAR Á ATHAFNASVÆÐI AT-1

Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals í opnu húsi þann 19.- 21. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagssvefsjá sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 4. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar .

Strandvegur 89-97 mynd


Strandvegur 89-97 loftmynd


Deiliskipulagsbreying vegna spennustöðvar Ísfélags Vestmannaeyja við FES

Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 30. júlí 2024 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna spennustöðvar Ísfélags Vestmannaeyja hf. við Strandveg 14.

Tillagan gerir ráð fyrir að lóðamörk við Strandveg 16 færist að austurgafli tengivirkis sem er á lóðinni. Ný lóð fyrir spennistöð verða skráð austan við Strandveg 16 með húsnúmerið 16A. Stærð lóðar verður 255m2, nýtingarhlutfall 1,0 og hámarkshæð 7 m.

Sjá tillögu að breyttu deiliskipulagi hér að neðan:

TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI – UPPDRÁTTUR

Skipulagsgögn eru einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 16. ágúst 2024 til 27. september 2024.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 27. september 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Skipu7lags

Skipulags

 

 

 

 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2. áfangi við Strandveg 51 (Tölvun)

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. júlí 2024 að auglýsa tillögu að breyttu á Deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2 áfangi, aulgýst skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í meginatriðum í stækkun byggingarreits, auknu byggingarmagni og viðbættri 4. hæð á lóð við Strandveg 51. Grunnflötur byggingarreits stækkar frá 334,6 m2 í 456 m2 og hámark heildar byggingarmagns eykst frá 849,2 m2 í 1426 m2.

Hámarksfjöldi íbúða verður 8 íbúðir. Krafa er um atvinnustarfsemi á jarðhæð við Strandveg en við Herjólfsgötu er gert ráð fyrir bílastæðahúsi fyir allt að 4 bíla. Samkomulag hefur verið gert um almenna notkun af bílastæðum við Strandveg 50 utan dagtíma.

Þakform er með breyttum hætti, var mænisþak en verður hallandi eða flatt þak. Skilgreind er hámarks vegghæð 3. hæðar 9,5 m. Fjórða hæð skal vera inndregin um að lágmarki um 1,2 m og verður hámarkshæð 4. hæðar 14 en var 14,5. Gert er ráð fyrir inndregnum hliðum á suður- og austurhlið hússins, auk þess sem uppbrot verður skapað með útdregnum reitum á 2. og 3. hæð.

Uppdráttur gerir einnig grein fyrir áður samþykktum og þinglýstum breytingum á lóðarmörkum Strandvegar 55 og Miðstrætis 30. Skipulagsmörk upphaflegs deiliskipulags færast um 2 metra til norðurs frá Strandveg 43a til Strandvegs 63.

Skipulagsuppdrátt fyrir tillögu að breyttu deiliskipulagi má sjá í eftirfarandi skjali.

DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR

Deiliskipulag-Strandvegur-51

Strandvegur-51

Skipulagsgögn eru einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 18. júlí 2024 til 29. ágúst 2024.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 29. ágúst 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Tillaga að breyttu aðalskipulagi – nýir háspennustrengir Vestmannaeyjalínur 4 og 5


Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 13. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og umhverfismat áætlana, vegna lagningu tveggja nýrra háspennustrengja til Vestmannaeyja, sbr. 31. gr Skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir að tveir nýir 66 kV sæstrengir, Vestmannaeyjalínur 4 og 5 (VM4 og VM5) komi í land í gjábakkafjöru austan við þann stað þar sem Vestmannaeyjalína 3 (VM3) 

kemur nú í land. Eftir landtöku er gert ráð fyrir að strengirnir verði leiddir norður upp gil 

sem liggur í Gjábakkafjöru og áfram að Skansvegi.

Skansvegur verður þveraður og strengirnir þaðan leiddir í gegnum hraun að mestu um göngustíga sem eru þar fyrir. Því yfirborði sem verður raskað á þeim hluta leiðarinnar er að mestu þakið lúpínu sem er talið rýra verndargildi yfirborðs hraunsins. Strengjaleiðirnar verða nýttar til að búa til nýjar gönguleiðir.

  • VM4-VM5

Umhverfisáhrif sem hljótast af framkvæmd skipulagsins eiga að mestu við um rask á yfirborði lands sem er að hluta til ósnert hraun. Sértækir skilmálar hafa verið skilgreindir varðandi umgengni við framkvæmdir og endurnýjun umhverfis að þeim loknum.

 

 

 

Þó nokkrar leiðir að landi og að spennistöð voru skoðaðar og má sjá í skipulagsgögnum). Þótti leiðin sem lýst er að ofan fela í sér mest rekstraröryggi og minnst umhverfisrask, en leið semgerð var fyrir í tillögu á vinnslustigi reyndist ekki fýsileg vegna strengja sem fyrir eru. 

 


Skipulagsgögn má nálgast hér:


VESTMANNAEYJALÍNUR 4 OG 5 (VM4 OGVM5). TILLAGA UM BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035.

 


VM4 OG VM5 LEIÐARVAL SKÝRSLA
MINNISBLAÐ UM FRÁGANG JARÐSTRENGJA
Tillagan er auglýst á tímabilinu 28. júní – 9. ágúst 2024. Ábendingum og athugasemdum viðtillöguna skulu berast skriflega til og með 9. ágúst 2024 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.isSkipulagsgögn eru einnig aðgengileg í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

 

 

 

 


Stytting Hörgeyrargarðs – Tillaga að deiliskipulagi og umsókn um framkvæmdaleyfi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 7. maí 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hörgeyrargarð og umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 40 m styttingu garðsins. Gögnin eru auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Hörgaeyrargarður er grjótgarður sem teygir sig þvert á innsiglingu Vestmannaeyjahafnar. Stærsti hluti garðsins var byggður á árunum 1928 til 1929 en þá var höfnin töluvert opnari fyrir ágangi sjávar. Nú er svo komið að garðurinn þrengir að siglingu skipa um höfnina og þegar skip liggja við bryggju andspænis garðinum hafa myndast aðstæður þar sem tæpt hefur staðið á að skip rekist saman. Meginmarkmið skipulagsins er því að auka öryggi skipasiglinga um Vestmannaeyjahöfn.

Með tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir að heimilt sé að stytta garðinn um allt að 40 metra og nýta efnið eftir föngum til uppbyggingar í Vestmannaeyjabæ. Ekki skal raska sjávarbotn umfram nauðsyn og áhersla skal lögð á vandaðan frágang.

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir styttingu Hörgeyrargarðs er auglýst samhliða deiliskipulagstillögu. Gert er ráð fyrir að efni úr garðinum verði fjarlægt með gröfu á pramma svo ekki þurfi að leggja veg að garðinum. Gert er ráð fyrri að fjalægja þurfi 4.900 m3 og að framkvæmdin taki um tvær vikur utan varptíma æðarfugls. Nýtanlegt efni verður haugsett á efnistökusvæði við Skansinn en gerð verður nánari grein fyrir meðferð efnisins í framkvæmdaleyfi.

Gögnin má sjá hér að neðan:

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI

UMSÓKN UM FRAMKVÆMDALEYFI

Breytingin styður við meginmarkmið Aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 um áherslu á að aðstaða fyrir útgerð og fiskvinnslu í landi og í höfn verði eins og best getur orðið á hverjum tíma.

Sem stendur á sér stað vinna að breytingum á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 þar sem gert er ráð fyrir nýjum landnotkunarreitum fyrir Vestmannaeyjahöfn og breytingum á Hörgaeyrargarði. Gildandi aðalskipulag gefur svigrúm fyrri að innan hafnir sé unnt að gera óverulegar breyting á hafnarbakka en að gera skuli grein fyrir slíkum breytingum í deiliskipulagi. Þar sem stytting Hörgaeyrargarðs um 40 er metið brýnt verkefni af öryggisástæðum og breytingin talin hafa óveruleg áhrif er gerð tillaga að deiliskipulagi samhliða vinnu að breytingum á aðalskipulagi.

Skipulagsgögn eru aðgengileg á skipulagsvefsjá á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 21. maí 2024 til 2. júlí 2024

Framkvæmdaleyfi er auglýst á tímabilinu 21. maí 2024 til 18. júní 2024.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu og/eða framkvæmdaleyfi þarf að skila skriflega á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is, í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

 

Stytting Hörgeyrargarðs – Tillaga að deiliskipulagi og umsókn um framkvæmdaleyfi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 7. maí 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hörgeyrargarð og umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 40 m styttingu garðsins. Gögnin eru auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Hörgaeyrargarður er grjótgarður sem teygir sig þvert á innsiglingu Vestmannaeyjahafnar. Stærsti hluti garðsins var byggður á árunum 1928 til 1929 en þá var höfnin töluvert opnari fyrir ágangi sjávar. Nú er svo komið að garðurinn þrengir að siglingu skipa um höfnina og þegar skip liggja við bryggju andspænis garðinum hafa myndast aðstæður þar sem tæpt hefur staðið á að skip rekist saman. Meginmarkmið skipulagsins er því að auka öryggi skipasiglinga um Vestmannaeyjahöfn.

Með tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir að heimilt sé að stytta garðinn um allt að 40 metra og nýta efnið eftir föngum til uppbyggingar í Vestmannaeyjabæ. Ekki skal raska sjávarbotn umfram nauðsyn og áhersla skal lögð á vandaðan frágang.

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir styttingu Hörgeyrargarðs er auglýst samhliða deiliskipulagstillögu. Gert er ráð fyrir að efni úr garðinum verði fjarlægt með gröfu á pramma svo ekki þurfi að leggja veg að garðinum. Gert er ráð fyrri að fjalægja þurfi 4.900 m3 og að framkvæmdin taki um tvær vikur utan varptíma æðarfugls. Nýtanlegt efni verður haugsett á efnistökusvæði við Skansinn en gerð verður nánari grein fyrir meðferð efnisins í framkvæmdaleyfi.

Gögnin má sjá hér að neðan:

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI

UMSÓKN UM FRAMKVÆMDALEYFI

Breytingin styður við meginmarkmið Aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 um áherslu á að aðstaða fyrir útgerð og fiskvinnslu í landi og í höfn verði eins og best getur orðið á hverjum tíma.

Sem stendur á sér stað vinna að breytingum á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 þar sem gert er ráð fyrir nýjum landnotkunarreitum fyrir Vestmannaeyjahöfn og breytingum á Hörgaeyrargarði. Gildandi aðalskipulag gefur svigrúm fyrri að innan hafnir sé unnt að gera óverulegar breyting á hafnarbakka en að gera skuli grein fyrir slíkum breytingum í deiliskipulagi. Þar sem stytting Hörgaeyrargarðs um 40 er metið brýnt verkefni af öryggisástæðum og breytingin talin hafa óveruleg áhrif er gerð tillaga að deiliskipulagi samhliða vinnu að breytingum á aðalskipulagi.

Skipulagsgögn eru aðgengileg á skipulagsvefsjá á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 21. maí 2024 til 2. júlí 2024

Framkvæmdaleyfi er auglýst á tímabilinu 21. maí 2024 til 18. júní 2024.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu og/eða framkvæmdaleyfi þarf að skila skriflega á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is, í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

 

Íbúðabyggð og leikskóli við Malarvöll - Kynning á vinnslustigi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 7. maí 2024 að auglýsa á vinnslustigi tilögu að breytingu Aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð og leikskóla við Malarvöll.

Íbúafundur verður haldinn þann 11. júní 2024 kl. 17:30 í Ráðhúsi Vestmannaeyja við Kirkjuveg 50.

Aðalskipulagsmörk milli landnotkunarreita breytast og skilgreindur er nýr landnotkunarreitur Opið svæði OP-5L Langalág. Skilmálum fyrir Íbúðarsvæði ÍB-5 er breytt, þar er nú gert ráð fyrir allt að 110 íbúðum í stað 40 og hámarkshæð bygginga er hækkaður í hámarkshæð verður allt að 5 hæðir þar sem efsta hæð er upphækkað ris. Skilmálar Samfélagsþjónustu S-2 breytast þar sem gert er ráð fyrir 6-10 deilda leikskóla á svæðinu. Veitu- og helgunarsvæði VH-2 stækkar auk þess sem gert er ráð fyrir niðurgröfnum vatnstanki á Opnu svæði OP-5 til að gera ráð fyrir framtíðarþörf innviða.

Deiliskipulag gerir ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa, lítilla fjölbýla og stærri fjölbýlishúsa með lyftu. Gert er ráð fyrir bílakjallara fyrir raðhús og fjölbýli. Auk þess sem grænt svæði við Löngulág er varðveitt er hugað að skjólgóðum og sólríkum dvalarsvæðum í byggðinni. Deiliskipulagið gerir einnig ráð fyrir 6-10 deilda leikskóla sem mögulegt er að byggja upp í áföngum.

Skipulagsgögnin má sjá hér að neðan:

DEILISKIPULAGSTILLAGA Á VINNSLUSTIGI– GREINARGERÐ

DEILISKIPULAGSTILLAGA Á VINNSLUSTIGI– UPPDRÁTTUR


AÐALSKIPULAGSTILLAGA Á VINNSLUSTIGI

Athugasemdir og ábendingar skulu berast á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is eða í afgreiðslu ráðhúss til og með 26. júní 2024.

 

  • malarvollur
  • Malarvollur2

 

 

 

 

Breytt deiliskipulag Íþróttasvæðis við Hástein


Nýr byggingarreitur fyrir búningsklefa og skrifstofurými.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. febrúar 2024 að auglýsa breytingu á deiliskipulag Íþróttasvæði við Hástein, skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingareit, Þ3, að stærð 15x60m á allt að tveim hæðum fyrir búningsklefa og skrifstofurými norðan við fjölnota íþróttasal.

Viðbyggingin mun falla vel að landslagi og hugað verður að takmörkuðu raski á náttúrulega landslagi. Áhersla verður lögð á aðgengi fyrir alla og hugað verður að tilfærslu göngustíga og góðri aðkomu fyrir gangandi og hjólandi að íþróttahúsinu, auk aðstöðu fyrir hjól, rafskutlur og barnavagna.


Sjá deiliskipulagsuppdrátt:

DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR

Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 18. apríl 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.

 

 

 

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035; Nýir reitir fyrir hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir nýjum landnotkunarreitum fyrir hafnarsvæði.

Til að tryggja nægt athafnarými og viðlegukanta við höfnina hafa bæjaryfirvöld áformað að stækka hafnarsvæðið og breyta aðalskipulagi á þeim svæðum þar sem ákjósanlegustu aðstæður eru taldar fyrir hafnarbakka, m.a. með tilliti til mögulegrar legu og athafna fyrir stærri flutningaskip. Í Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 er nú þegar gert ráð fyrir stórskipakanti fyrir utan Eiðið sem og landfyllingu á því svæði. Er sú staðsetning enn talin fýsilegur kostur en kostnaðarsöm og umsvifamikil framkvæmd. Með tilkomu landeldis í Viðlagafjöru skapast forsendur fyrir að hafnarsvæði fyrir flutningaskip verði staðsett austar á eyjunni. Það er talinn fýsilegur kostur að stækka hafnarsvæðið við Skansfjöru til austurs út í Gjábakkafjöru og reisa svokallaðan Brimneskant. Mikil aukning hefur verið á gámaútflutningi á undanförnum árum og ljóst að þörf er fyrir stækkun á gámasvæði. Því eru áform um að byggja upp slíkt svæði við Brimneskantinn.

Fyrirhugaðar breytingar á höfninni snúa að:

Betri aðkoma að Vestmannaeyjahöfn með styttingu Hörgaeyrargarðs um allt að 40 m.

Lenging viðlegukanta hafnarinnar með gerð viðlegukants undir Kleifum, við Löngu. Gert er ráð fyrir að hafnarkanturinn verði lengdur frá Kleifum í átt að Hörgaeyrargarði.

Uppbyggingu stórskipakants, svokallaðs Brimneskants frá Skansfjöru yfir að Gjábakkafjöru, þar sem hægt verður að taka inn stærri flutningaskip, ekjuflutningaskip, auk farþegaskipa og góð aðstaða mun verða fyrir gáma.

Svæði í nálægð fyrirhugaðra hafnarreita eru hverfisvernduð og/eða á náttúruminjaskrá. Uppbygging stórskipakants við Gjábakkafjöru gerir ráð fyrir röskun Eldfellshrauns sem er verndað skv. 61. gr. náttúruverndarlaga. Við útfærslu skipulagsáætlana verður hugað að því að takmarka rask náttúru og samspil við útivistar og áningarsvæði.

SKIPULAGSLÝSING

Með fyrirhuguðum breytingum á Vestmannaeyjahöfn verður hægt að taka inn stærri skip, sem er nauðsynlegt til að þjónusta sjávarútveginn og aðra atvinnustarfsemi í Eyjum og viðhalda um leið samkeppnisstöðu hafnarinnar og samfélagsins.

Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja, á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skipulagsgátt sveitarfélagsins á tímabilinu 5. - 26. febrúar 2024.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 26. febrúar 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

 

 

 

 

 

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035; Skilgreining á landnotkunarreit athafnasvæðis AT-2 breytist og verður iðnaðarsvæði

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sýnum þann 25. janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að landnotkunarreit AT-2 verði breytt í iðnaðarsvæði.


Svæðið AT-2 liggur á Eldfellshrauni en yfirborð landsins er þó raskað þar sem það var áður nýtt til hitaveitu frá hrauninu. Brýn þörf er á iðnaðarlóðum í Vestmannaeyjum þar sem engin lóð á iðnaðarsvæði er laus. Samhliða gerð deiliskipulags verður gerð breyting á aðalskipulagi sem felst í að skilgreina reitinn sem iðnaðarsvæði.

Gert er ráð fyrir að lækka svæðið um allt að 6 m m.a. til þess að draga úr sýnileika þess frá nálægum útivistar og ferðamannasvæðum. Við gerð skipulagsáætlana verður sérstaklega hugað að varðveislu sérstæðra jarðmyndana og að takmarka sýnileika frá ferðamannasvæðum.
Efnisvinnsla bæjarins hefur verið staðsett í Viðlagafjöru og með uppbyggingu fiskeldis verður nauðsynlegt að finna henni nýjan stað. Er fyrirhugað iðnaðarsvæði á Eldfellshrauni talið besti kostur fyrir staðsetningu hennar og einnig er fyrirhugað að með tímanum muni steypustöðvar sem reknar eru í bænum einnig flytjast á iðnaðarsvæðið. Efni sem til fellur vegna landmótunar verður m.a. nýtt í uppbyggingu í Viðlagafjöru eða manir á nýja iðnaðarsvæðinu.


SKIPULAGSLÝSING

Við þróun svæðisins verður lögð áhersla á hringrásarhagkerfi og nýsköpun er varðar afleidda starfsemi. Helstu þættir umhverfismats fyrir skipulagsbreytingarnar eru áhrif varðandi ásýnd og náttúruvernd, fráveitu og losun, hljóð- og ljósmengun til nálægra svæða og samfélagsáhrif.
Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja, á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skipulagsgátt sveitarfélagsins á tímabilinu 5. - 26. febrúar 2024.
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 26. febrúar 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. 

 

 

Skipulagsáætlanir vegna Vestmannaeyjalínu 4 (VM4 og 5 (VM5)
Athafnasvæði við Ofanleitisveg (AT-4) - Skipulagslýsing

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 30. nóvember 2023 að kynna skipulagslýsingu samhliða kynningu á vinnslustigi, fyrir fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna lagningu nýrra sæstrengja, Vestmannaeyjalínu 4 (VM4) og 5 (VM5) .

Í valkostagreining Landsnets hefur fjöldi leiða fyrir landtöku rafstrengjanna og að spennustöð HS-Veitna verið metnar. Áætlað er að besti kostur fyrir landtöku rafstrengjanna verði austast í Gjábakkafjöru og að á landi verði þeir leiddir upp gil til suður og þaðan niður Skansveg.

Mikilvægi áreiðanlegrar raforkuafhendingar er ótvírætt og brýnt hagsmunamál fyrir samfélag Vestmannaeyja. Framkvæmdin gerir ráð fyrir röskun á yfirborði Eldfellshrauns sem nýtur sérstakrar verndar eldhrauna skv. 61. gr. náttúruverndarlaga. Útbreiðsla lúpínu hefur þegar breytt ásýnd hraunsins og dregið úr verndargildi þess. Vandað verður til hönnunar og verklags til að draga úr raski hraunmyndana og gerð göngustíga á röskuðu svæði verður skoðuð.

 

VALKOSTAGREINING

SKIPULAGSLÝSING OG KYNNING ÁVINNSLUSTIGI

Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja, á vefsíðu sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Gögnin eru auglýst frá 7. desember 2023 til . janúar 2024.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 4. janúar 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.

 

Athafnasvæði við Ofanleitisveg (AT-4) - Skipulagslýsing

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 30. Nóvember 2023 að kynna skipulagslýsingu fyrir fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og gerð deiliskipulags á landnotkunarreit athafnasvæðis (AT-4).

Helstu breytingar sem fyrirhugaðar eru, er að gert er ráð fyrir breyttum skipulagsmörkum AT-4 þar sem lóð við Ofanleitisveg 26 sem nú tilheyrir Frístundabyggð (F-1) og syðsti partur Landbúnaðarsvæði L-4 færast yfir á landnotkunarreit AT-4. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreitum á lóðum sem munu færast yfir á AT-4.

Skipulagslýsingu má finna í skjalinu hér að neðan.

SKIPULAGSLÝSING

Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og má finna á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 29. desember 2023 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is

  • Skipulagssvaedid-2
  • Skipulagssvaedid
  • Asyndarmynd-AT-4
  • Asyndarmynd-AT-4-fra-vegi

Íbúðabyggð við malarvöll og Löngulág – Skipulagslýsing

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 24. október 2023 að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð við malarvöll og Löngulág.

 

  • Malarv

 

Skipulagslýsingin gerir grein fyrir helstu markmiðum og áherslum við skipulag svæðisins. Fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum aðalskipulags fyrir landnotkunarreit íbúðabyggðar (ÍB-5) fela í sér að hámarks fjöldi íbúða er aukinn frá 40 í allt að 100 íbúðir og hámarkshæð er breytt frá að vera 2 hæðir í 3 hæðir með afmörkuðum reitum sem geta verið allt að 4 hæðir. Lögð er áhersla á að varðveita grænt útivistarsvæði í Löngulág.

SKIPULAGSLÝSING

Gert er ráð fyrir leikskóla á landnotkunarreit Samfélagsþjónustu (S-2) og munu skipulagsmörk milli landnotkunarreita ÍB-5 og S-2 því líklega taka breytingum. Mikilvæg veitumannvirki eru á svæðinu og tekið er tillit til framtíðarþróun þeirra.

Gerð er grein fyrir helstu umfjöllunarþáttum deiliskipulags og áherslum umhverfismats.

 

  • Malarv1

 

Skipulagsgögnin eru til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, frá og með 27. október 2023 til 20. nóvember 2023.

Umsagnir og ábendingar skulu berast skriflega til og með 20. nóvember 2023 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í Ráðhúsinu að Kirkjuvegi 50.

____________________________________________________________________________

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og Deiliskipulag Eldfells vegna minnisvarða í tilefni 50 ára gosloka afmælis Heimaeyjargoss.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 23. febrúar 2023 að auglýsa tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Eldfell vegna uppsetningar minnisvarða í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá lokum Heimaeyjargossins. Gögnin eru auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Með tillögu að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir uppsetningu minnisvarða og gerð grein fyrir staðsetningu hans á Óbyggðu svæði ÓB-3. Einnig er gert ráð fyrir nýjum gönguleiðum og útsýnisstöðum á Hverfisvernduðu svæði HV-9. Deiliskipulagið gerir grein fyrir byggingareit minnisvarðans, aðkomu gangandi og keyrandi vegfaranda og bílastæða. Einnig er gerð grein fyrir nýrri gönguleið á Eldfell sem skapar sjónrænt samspil við minnisvarðann sjálfan. Við uppsetningu nýrrar gönguleiðar verður lokað fyrir aðrar gönguleiðir og slóða. Auk þess er gert ráð fyrir takmörkun umferðar ökutækja á svæðinu.

Meginmarkmið uppsetningarinnar í heild er að skapa sjónarhorn og sýn á stórbrotna náttúruna, þar sem lögð verður áhersla á samspil gönguleiða og náttúrumynda.

Breytingin styður við meginmarkmið Aðalskipulags Vestmannaeyja um að sérkenni Vestmannaeyja, sem eru þeirra aðdráttarafl verði styrkt með því að draga enn frekar fram sérstöðu eyjanna í uppbyggingu aðstöðu, þróun afþreyingar og markaðssetningar auk þess að náttúruvernd verði í hávegum höfð.

Skipulagsgögn liggja í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja, að Kirkjuvegi 50 frá og með 14. mars til 25. apríl 2023 og má einnig finna hér að neðan.

Tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035

Tillaga að deiliskipulagi Eldfells

Deiliskipulagsuppdráttur

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 25. apríl 2023 í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.


Deiliskipulag Eldfells - Tillaga á vinnslustigi

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti þann 30. janúar að kynna á vinnslustigi, skv. skipulagslögum 123/2010, drög að deiliskipulagi Eldfells og Kirkjubæjarhrauns vegna minnisvarða í tilefni af 50 ára gosafmæli.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir minnisvarða sem verður settur upp á óbyggðu svæði sunnan við við Eldfellsveg. Einnig er gert nýjum gönguleiðum um Kirkjubæjarhraun og á Eldfell.

Meginmarkmið uppsetningarinnar í heild er að skapa sjónarhorn og sýn á stórbrotna náttúruna, þar sem lögð verður áhersla á samspil gönguleiða og náttúrumynda. Skilgreind eru svæði fyrir aðkomu gangandi og keyrandi gesta, bílastæði og aðkomu að verkinu. Einnig er lögð til breyting á vegslóðum á svæðinu og takmarkanir á umferð ökutækja.

Skipulagsgögnin eru til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, 10-17. febrúar 2023. Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér gögnin. Opið hús verður hjá skipulagsfulltrúa dagna 16-17 febrúar 2023 milli klukkan 10 og 12. Opið hús verður hjá skipulagsfulltrúa dagna 16-17 febrúar 2023 milli klukkan 10:00 og 12:00. Einnig er hægt að bóka viðræðu tíma, dagny@vetmannaeyjar.is.

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI GREINARGERÐ

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI UPPDRÁTTUR

Umsagnir og ábendingar berist skriflega til og með 17. febrúar 2023 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í Ráðhúsinu að Kirkjuvegi 50.

 


 

Stytting Hörgareyrargarðs - Skipulagslýsing

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 19. janúar 2023 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna styttingar Hörgaeyrargarðs.

Skipulagsbreytingin felur í sér að stytta Hörgaeyargarð um allt að 90 m. Ráðgert er að nýta efnið sem taka þarf úr garðinum við viðhald á núverandi hafnarmannvirkjum og aðra uppbyggingu á Heimaey eftir þörfum.

Á þeim tíma þegar garðurinn var gerður var höfnin berskjaldaðari fyrir ágangi sjávar. Nú er svo komið að garðurinn þrengir að siglingu stórra skipa um höfnina og þegar skip liggja við Nausthamarsbryggju hafa myndast aðstæður þar sem tæpt hefur staðið á árekstri.

 

  • Horgaeyrargardur1
  • Horgareyrargardur2
  • Horgaeyrargardur3

 

Skipulagsgögnin eru til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 24. janúar 2023 til 8. febrúar 2023 og má einnig sjá í viðhengi hér að neðan.

STYTTING HÖRGAEYRARGARÐS –SKIPULAGSLÝSING FYRIR BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035

Umsagnir og ábendingar berist skriflega til og með 8. febrúar 2023 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í Ráðhúsinu að Kirkjuvegi 50.


 

Skipulagstillögur vegna fiskeldis í Viðlagafjöru

Viðlagafjara, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, tillaga að deiliskipulagi og umhverfismat áætlana.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti þann 27. júlí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur í sér að skilgreina nýtt iðnaðarsvæði í Viðlagafjöru með auðkenni I3, sem fellur að mestu innan núverandi efnistöku- og efnislosunarsvæðis (E1).

Breytingin styður við meginmarkmið aðalskipulags Vestmannaeyja um öflugt atvinnusvæði þar sem sjávarútvegur er meginstoðin og er í samræmi við markmið um svæði fyrir fiskeldi á landi.

TILLAGA AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI

Tillaga að nýju deiliskipulagi vegna fiskeldis í Viðlagafjöru.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 15. september 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Viðlagafjöru í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir tveimur lóðum fyrir fiskeldi og svæði þar sem áfram verður sandvinnsla og efnistökusvæði. Gerð er grein fyrir aðkomuleiðum og helstu mannvirkjum ofanjarðar svo sem fiskeldistönkum, þjónustuhúsum, frágangi lóðar og ásýnd mannvirkja.

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI VIÐLAGAFJÖRU - GREINAGERÐ

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI VIÐLAGAFJÖRU - DEILISKIPULAGUPPDRÁTTUR

Umhverfismat Áætlana

Umhverfismat fyrir skipulagsáætlnair, metur áhrif breytts skipulags þ.e. breyttrar starfsemi og landnýtingar á umhverfið. Í Umhverfismatsskýrlsu vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags nýs iðnaðarsvæðis í Viðlagafjöru eru metin áhrif skipulagsbreytinganna á helstu umhverfisþætti.

UMHVERFISMATSSKÝRSLA SKIPULAGSÁTÆLANA

Skipulagsgögn

Skipulagsgögn, þ.á.m. umhverfismatsskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana og framkvæmda nr. 111/2021, sem er sameiginleg fyrir báðar tillögurnar, liggja frammi í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5, frá og með 21. september til og með 1. nóvember 2022.

Aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér gögnin. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 1. nóvember 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.

  • Skipulagsgogn
  • Skipulag-vidlagaf
  • Skipulag-vidlagafjoru

Kynningartími umhverfismatsskýrslu er til 4. október 2022
Icelandic Land Farmed Salmon hafa lagt fram umhverfismatsskýrslu um eldisstöð laxfiska á landi í Vestmannaeyjum.
Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.
Umhverfismatsskýrslan og viðaukaheftið er aðgengileg hér og á skrifstofu Vestmannaeyjabæjar og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík.
Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 4. október 2022 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is
Vakin er athygli á að niðurstöður umhverfismatsins verða kynntar af hálfu framkvæmdaraðila í Vestmannaeyjum á sameiginlegum kynningarfundi og fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Kynningarfundurinn verður auglýstur síðar.


Jafnlaunavottun Learncove