Jafnlaunavottun
Vestmannaeyjabær hefur hlotið jafnlaunavottun sem nær til allra stofnana og starfsfólks Vestmannaeyjabæjar. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að launajafnrétti. Jafnlaunavottun felur í sér vottun á jafnlaunakerfi (stjórnunarkerfi) sem Vestmannaeyjabær hefur innleitt og tryggir að málsmeðferð og launaákvarðanir byggi á málefnalegum sjónarmiðum. Við ákvörðun launa er tekið mið af verðmætamati starfa, sem felur m.a. í sér að starfsfólki hjá Vestmannaeyjabæ skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni hvers og eins. Jafnlaunakerfi Vestmannaeyjabæjar byggir á alþjóðlegum jafnlaunastaðli ÍST 85:2012
Hægt er að senda ábendingar eða fyrirspurnir varðandi jafnlaunavottun á netfangið
jafnlaunakerfi@vestmannaeyjar.