Gönguleiðir
Skýringar á táknum
Tákn | Skýringar |
---|---|
Áætlaður göngutími | |
Lóðrétt hækkun |
|
Vegalengd | |
Hringleið | |
A - B | Gefin leið er frá A til B |
Fjölskylduvæn | |
Erfiðleikastig ( 1 - 4 skór ) |
|
Lundi gæti sést |
Skansinn
20 mín. | 40 m | 1.4 km |
Gangan á Skansinn er auðveld og er tilvalin fyrir fjölskyldufólk eða óvana.
Á Skansinum er margt að sjá, t.a.m. Stafkirkjuna, Landlyst, fallbyssu frá 1586 o.fl.
Nýja hraun
45 mín. | 200 m | 1.7 km |
Nýja hraunið varð til í eldgosinu á Heimaey 1973. Á gönguleiðinni um nýja hraunið er meðal annars minnisvarði um húsin sem fóru undir hraun.
Lesa meiraStórhöfði
30 mín. | 155 m | 3 km |
Stórhöfði myndaðist í gosi fyrir um 6 þúsund árum og er syðsti hlutinn á eyjunni. Efst á Stórhöfða er veðurstöð og er hún ein sú vindsamasta í Evrópu.
Lesa meiraSæfell/Sæfjall
30 mín. | 125 m | 1.4 km |
Gangan upp á Sæfell er tilvalin gönguleið fyrir fjölskyldufólk með útsýni yfir Ræningjatanga, Lyngfellsdal o.fl.
Lesa meiraHelgafell
30 mín. | 140 m | 1 km |
Helgafell er óvirkt eldfjall og er 227 m á hæð. Tilvalin ganga fyrir fjölskylduna með flott útsýni og áhugaverðum jarðveg á leiðinni.
Lesa meiraOfanleitishamar / Hamarinn
1,5 klst. | 15 m | 3.5 km |
Ofanleitishamar eða Hamarinn liggur meðfram vesturströnd Heimaeyjar frá Kaplagjótu að Klauf. Gangan er talsvert löng en lítil hækkun er á leiðinni.
Lesa meiraEldfell
45 mín. | 120 m | 1.7 km |
Eldfell er eldfjall sem myndaðist í Heimaeyjargosinu árið 1973. Gönguleiðin upp á Eldfell er fjölskylduvæn og þaðan er gott útsýni yfir allan bæinn.
Lesa meira
Ræningjatangi - Lyngfellisdalur - Sæfell
2 klst. | 300 m | 5.5 km |
Gönguleið sem fer með þig um sögulegar slóðir með góðu útsýni yfir alla eyjuna frá toppnum á Sæfelli.
Lesa meira
Heimaey hringur
4-6 klst. | 500 m | 20 km |
Heimaeyja hringurinn er 20 km ganga sem tekur þig hringinn í kringum Heimaey með fjölbreyttu útsýni alla leiðina
Lesa meira
Tyrkjaránsganga
3-4 klst. | 480 m | 12 km |
Tyrkjaránsgangan leiðir göngufólk á sögufræga staði þar sem ýmsir atburðir áttu sér stað í Tyrkjaráninu árið 1627.
Lesa meira
Dalfjall og Eggjarnar
1 klst. | 220 m | 2.3 km |
Skemmtileg fjallganga á Dalfjall og Eggjarnar með fallegt útsýni yfir Herjólfsdal og Heimaey alla.
Lesa meira
Heimaklettur
1 klst. | 280 m | 1.8 km |
Heimaklettur er hæsta fjall í Vestmannaeyjum. Gangan upp á klettinn er skemmtileg en þó ekki þrautarlaus.
Lesa meira
7 tinda gangan
3-5 klst. | 1150 m | 17 km |
7 tinda gangan er eins og nafnið gefur til kynna ganga á 7 tinda í Vestmannaeyjum. Gangan er aðeins fyrir reynda göngugarpa.