Goslokahátíð
Fyrstu helgina í júlí ár hvert, stendur Vestmannaeyjabær fyrir myndarlegri Goslokahátíð, til minningar um lok eldgossins sumarið 1973.
Um er að ræða fjögurra daga hátíð fulla af viðburðum. Sem dæmi má nefna tónleika, lista- og hönnunarsýingar, fyrirlestra, barna- og fjölskylduhátíð í samstarfi við Landsbankann og Ísfélagið, leiksýningar, skipulagðar göngur, golfmót og ýmist frumkvæði fyrirtækja og einstaklinga í Vestmannaeyjum. Þúsundir gesta leggja leið sína til Vestmannaeyja til þess að taka þátt í hátíðinni og fjölgar gestum með hverju árinu sem líður. Þetta er önnur tveggja stærstu hátíða sem haldnar eru i Vestmannaeyjum árlega.
Goslokanefnd 2019:
Drífa Þöll Arnardóttir,
Kristín Jóhannsdóttir,
Sigurhanna Þórðardóttir,
Tinna Tómasdóttir.
Angantýr Einarsson starfaði með nefndinni
Jóhann Jónsson starfaði með nefndinni
Goslokanefnd 2020:
Erna Georgsdóttir
Grétar Eyþórsson
Sigurhanna Friðþjófsdóttir
Þórarinn Ólason