Skólaskrifstofa
Skólaskrifstofa starfar í umboði fræðsluráðs. Helstu verkefni skólaskrifstofu taka til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, frístundavers, daggæslu í heimahúsum og málefni gæsluvallar á vegum Vestmannaeyjabæjar.
Helga Sigrún Þórsdóttir deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála hefur faglega umsjón með fræðslumálum fjölskyldu- og fræðslusviðs í umboði framkvæmdastjóra sviðs. Starfar í umboði fræðsluráðs.
Helstu verkefni byggja á:
Skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar og fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar á hverjum tíma. Verkefni skólaskrifstofu taka til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, frístundavers, daggæslu í heimahúsum og málefna gæsluvallar á vegum Vestmannaeyjabæjar.
Starfsfólk:
-
Jón Pétursson framkvæmdastjóri, fjölskyldu- og fræðslusviðs. jonp@vestmannaeyjar.is
-
Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála. helgasigrun@vestmannaeyjar.is
-
Guðrún Benónýsdóttir, sérkennsluráðgjafi leikskóla. serdeild@vestmannaeyjar.is
-
Björg Ólöf Bragadóttir, umsjónarþroskaþjálfi. bjorg@vestmannaeyjar.is
-
Eva Rut Gunnlaugsdóttir, ráðgjafi. eva@vestmannaeyjar.is
- Sigurlaug Vilbergsdóttir, ráðgjafi. sigurlaug@vestmannaeyjar.is
Jafnframt hefur sérfræðiþjónustan aðgang að ráðgjöf frá félagsráðgjöfum og ráðgjöfum félagsþjónustu sem og aðkeyptri þjónustu talmeinafræðings.
Hlutverk og verkefni skólaskrifstofu:
-
Annast stjórnsýslu, rekstur og þjónustu vegna uppeldis- og menntamála bæjarfélagsins
-
Sinnir mati og eftirliti með gæðum skólastarfs sbr lög nr. 91/2008 , og fylgir matinu eftir þannig að það leiði til umbóta í skólastarfi
-
Hefur umsjón með rekstri, áætlanagerð og sérfræðiþjónustu fyrir leikskóla, grunnskóla og Tónlistarskóla Vestmannaeyja.
-
Sér um rekstur, eftirlit og mat á starfsemi frístundavers, sumarúrræða, gæsluvallar og eftirlit með daggæsluúrræðum.
-
Annast sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla Vestmannaeyja og aðstoðar skólana við þróunarstarf, að skipuleggja fræðslufundi, kennaranámskeið o.fl.
Eineltisferlar skólaþjónustu:
- Tilkynning til skólaþjónustu vegna eineltismáls í skóla
- Eineltismál í skóla sem vísað er til skólaþjónustu
Ýmsir verkferlar :
- Leiðbeinandi verklagsreglur vegna brottvísunar úr skóla
- Reglur um sjúkrakennslu við Grunnskóla Vestmannaeyja
Grunnskóli og leikskólar í Vestmannaeyjum eiga kost á sérfræðiþjónustu í samræmi við ákvæði grunnskólalaga nr. 91/2008 og reglugerð um sérfræðiþjónustu nr. 584/2010 sérfræðiþjónustu í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 og lögð er áhersla á að sálfræðileg og kennslufræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.