Fráveitukerfi Vestmannaeyjabæjar
Umsjón með fráveitukerfi Vestmannaeyjabæjar hefur umhverfis- og framkvæmdasvið.
Hér að neðan er hluti greinargerðar um fráveitumál sem var gerð í apríl 2004 og lögð fyrir Umhverfis-og skipulagsráð.
Yfirlit
fyrir framkvæmdir eftir gos
Árið 1975 vann Þórhallur Jónsson, verkfræðingur endurskoðun
að fráveitukerfi Vestmannaeyjabæjar. Megintilgangur þeirrar áætlunar var að
minnka og helst hindra alveg rennsli fráveituvatns í Vestmannaeyjahöfn.
Tilögur Þórhalls um úrbætur á fráveitukerfi bæjarins voru:
Leggja sjálfrennandi sniðræsi (blandræsi) frá mið- og efsta hluta bæjarins með útrás norður úr vestasta hluta Eiðisins. Neðri hluti sniðræsisins frá mótum Strandvegar og Garðavegar upp að stjórnsýsluhúsi við Heiðarveg var lagður. Efri hluti sniðræsisins skyldi liggja frá stjórnsýsluhúsi um Hásteinsveg, um Boðaslóð, um Bessastíg, gegnum lóð Barnaskólans og tengjast í Kirkjuvegi við blandræsi frá Dalavegi og Framhaldsskóla. Efri hlutinn var aldrei lagður. Þar af leiðandi er of mikið álag á vissum lögnum neðar í bænum og dælustöðinni við Brattagarð. Framkvæmdum við útrásina sem leggja átti 2 metra niður fyrir meðal stórstraumsfjöruborð er ekki lokið.
Byggja sjálfrennandi blandræsi með útrás í vestur af Hamrinum við golfvöllinn. Lögnin tekur við skolpi frá nýja vesturbænum ásamt efsta hluta bæjarins vestan Illugagötu ofan Kirkjuvegar. Gerð lagnarinnar er að mestu lokið að undanskildum framkvæmdum við lagningu útrásarinnar 2 metra niður fyrir meðalstórstraumsfjöruborð.
Tengja miðbæjarsvæðið og austurbæ dælustöð við Brattagarð með þrýstilögnum undir höfnina. Þar tekur við sjálfrennandi blandræsi til vesturs með útrás vestast á Eiðinu, 2 metra niður fyrir meðalstórstraumsfjöruborð. Framkvæmdum er að hluta til lokið, eftir er að leggja útrásina til norðurs út af Eiðinu.
Byggja dælustöð við Friðarhöfn og tengja með þrýstilögn við sjálfrennandi sniðræsið út á Eiði sem fram kemur í lið 1. Dælustöðin tekur við blönduðu skolpi frá Vinnslustöðinni, Fiskimjölsverksmiðjunni, og suðurkanti Friðarhafnabryggju. Framkvæmdum er lokið. Vegna aukinna umsvífa fiskvinnslufyrirtækja er tengjast dælustöðinni er nauðsynlegt að endurhanna og stækka stöðina. Árið 2002 var byggð önnur dælustöð sem dælir fráveituvatni frá Ísfélaginu við Strandveg 102 inn á sömu þrýstilögn og dælustöðin við Friðarhöfn.
Breytingar á eldri lagnakerfum í austur- og mið- og efsta hluta bæjarins. Víkka átti lagnir þar sem þær voru ofhlaðnar og ekki nægilega víðar. Leggja átti tvöfalt kerfi þegar endurnýjun færir fram í eldri götum. Við hönnun dælustöðvanna við Brattagarð og Friðarhöfn var gert ráð fyrir lágum stofnkostnaði (lámarks dælubúnaði) í byrjun. Síðar átti að fara út í ýmsar breytingar á eldri frárennslislögnum bæjarins til að létta á dælingunni, sbr lið 1 að ofan. Lögð hafa verið á seinustu 10 árum tvöföld kerfi í Skildingaveg, neðri hluta Heiðarvegar, Tangagötu, Græðisbraut og Norðursund, neðri hluta Kirkjuvegar og hluta af Goðahrauni. Stærsti hluti af þessum nauðsynlegu breytingum er enn í dag óunninn. Þar af leiðandi er of mikið álag á vissum lögnum og á dælustöðinni við Brattagarð. Afleiðingar eru að yfirföll eru of oft virk í rigningum og valda mengun í höfninni.
Reglugerðir
og kröfur
Vegna tilskipunar Evrópusambandsins vegna endurbóta á holræsakerfum
reglugerð nr-798/1999. Árið 1994 með síðari breytingum 1999 tóku gildi ný
ákvæði í mengunarvarnarreglugerð um fráveitur, hreinsun skolps, og flokkun
ferskvatns- og strandsvæða. Á sama tíma tók gildi tilskipun ESB nr. 13 um
frumhreinsun á frárennslisvatni..
Samkvæmt reglugerðinni var farið fram á að sveitarfélagið gerði áætlanir og setti tímamörk varðandi nýjar og endurbættar fráveitur, sem ætlað væri að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar. Ennfremur var krafist að sveitarfélagið í samráði við heilbrigðisnefnd, Náttúruverndarráð og Hollustuvernd ríkisins flokkaði vatna- og strandsvæði sín og færði niðurstöður inn á aðalskipulagsuppdrátt.
Tillögur að skilgreiningu á viðtaka, strandsvæðum og hreinsun fráveituvatns í Vestmannaeyjum sbr. IV. kafla, fylgiskjal 2 og viðauka II í mengunarvarnarreglugerð nr. 798/1999.
Í mengunarvarnareglugerð er gert ráð fyrir að strandsvæðum verði skipt í tvo flokka. Í flokki I eru svæði sem njóta verndar. Svæði í flokki II njóta ekki sérstakrar verndar. Svæðum í flokki II skal skipta í viðkvæm, þar sem beita skal tveggja þrepa hreinsun og síður viðkvæm, þar sem unnt er að beita eins þrepa hreinsun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að flokka strandsvæði á Heimaey sem hér segir:
Flokkur II / Viðkvæmur
viðtaki
Umhverfismörk fyrir saurmengun yfirborðsvatns vegna
holræsaútrása: Fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saurkólígerla eða saurkokka
skal vera utan þynningarsvæðis í a.m.k. 90% tilfella undir 100 pr. 100 ml miðað
við lámark 10 sýni.
- Strandsvæði: Eiðið að norðan, vegna stuttrar fjarlægða til fiskvinnslufyrirtækja
- Hamar/Torfmýri vegna golfvallar/útivistasvæðis við ströndina
- Höfnin, yfirfalls-útrásir, vegna fiskvinnslufyrirtækja á hafnarsvæðinu.
Flokkur II / Síður
viðkvæmur viðtaki
Umhverfismörk fyrir saurmengun yfirborðsvatns vegna
holræsaútrása: Fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saurkólígerla eða saurkokka
skal vera utan þynningarsvæðis í a.m.k. 90% tilfella undir 1000 pr. 100 ml
miðað við lámark 10 sýni.
- Strandsvæði: Öll önnur strandsvæði
Öllu skolpi sem veitt er til sjávar skal veitt minnst 5 metra niður fyrir meðalstórstraumsfjöruborð eða 20 metra út frá meðalstórstraumsfjörumörkum. Yfirföll skulu ekki virk lengur en 5% af tíma.
Áður en Hollustuvernd ríkisins gefur út yfirlýsingu um að strandsvæði sé í Flokki II / Síður viðkvæmur viðtaki, þarf að fara fram athugun á svæðinu, forkönnun og frekari rannsóknir. Hollustuvernd metur síðan út frá komnum upplýsingum frá bæjarfélaginu og heilbrigðisnefnd hvort svæðið telst síður viðkvæmt og hvaða viðbótargagna þurfi að afla til að staðfesta að svo sé.
Endurskoðun
fráveitukerfis Vestmannaeyjarbæjar .
Í beinu framhaldi af gildistöku nýrrar reglugerðar um
fráveitur og skólp ákvað umhverfis og tæknissvið Vestmannaeyjarbæjar bæjarins
að láta vinna nýja áætlun að skipulagi fyrir fráveitukerfi bæjarins og
hreinsimannvirki.
Áætlunin skyldi taka mið af núverandi kerfi og endurbættu kerfi. þannig að kröfum gildandi mengunarvarnareglugerðar yrði framfylgt. Henni var líka ætlað benda á að hluti kerfisins annaði ekki rennsli á álagstímum og mögulegum lausnum á slíkum málum.
Fyrst og fremst taka á mismunandi leiðum við úrbætur s.s. lagnaleiðum á landi og í sjó og staðsetningu hreinsimannvirkja, uppbyggingu þeirra og þeirri hreinsitækni sem beitt yrði.
Mikilvægur þáttur í endurskoðun fráveitukerfisins skyldi vera hverning matvælaiðnaðarins í Vestmannaeyjum kæmi að því máli, þannig að skynsamlegt yrði fyrir alla aðila.
Mælingar og upplýsingaöflun s.s. rennslismælingar, efnagreiningar fráveituvatns, upplýsingar um strauma og lífríki viðtaka, botnrannsóknir við útrás og mengandi efni í fráveituvatn og viðtaka eru hluti af endurskoðun fráveitukerfisins.
Árið 1996 var samið við norska verkfræðifyrirtækið Reinertsen engineering ANS um að það ynni ýtarlega tillögum og endurskoðun á fráveitukerfis í Vestmannaeyja. Áður hafði fyrirtækið unnið sambærilega vinnu fyrir Reykjavík, Akureyri og Húsavík. Árið 2000 var Teiknistofa PZ fengin til ráðgjafar til að fylgja verkefninu eftir.
Í apríl árið 2000 skilaði Reinertsen tillögum sínum um endurskoðun fráveitukerfisins. Þann 27. apríl 1998 voru drög að nýjum tillögum kynnt fyrir Heilbrigðis- og umhverfisnefnd Vestmannaeyjabæjar. Þann 23. október 2001 var ný áætlun fráveitukerfisins kynnt á fundi Heilbrigðisnefndar Suðurland í Vestmannaeyjum, á fundinum voru engar athugasemdir gerðar við nýtt skipulag.
Gerðar hafa verið kostnaðaráætlanir vegna framkvæmdanna og hver yrði rekstrarkostnaður endurbætts fráveitukerfis. Einnig hafa verið gerðar tillögur að framkvæmdaáætlun með tilliti til einstakra verkþátta og skiptingu framkvæmda á lengri tímabil.
Endurskoðun fráveitukerfisins er fyrst og fremst mikilvægt vinnuplagg framtíðar fyrir pólitískt kjörna stjórnendur og starfsmenn bæjarins.
Hönnuðir nýs frárennsliskerfis munu síðan byggja sínar lausnir að miklu leiti á niðurstöðum sem fram koma í nýju endurskoðuðu fráveitukerfi.
Undirbúningsrannsóknir
sem unnar hafa verið og verða unnar við endurskoðun kerfisins.
- Rennslismælingar og efnagreiningar á fráveituvatni í stofnlögnum.
- Áætluð mengun og fráveiturennsli frá fiskvinnslufyrirtækjum út frá magni innvigtaðs hráefnis, ferskvatns og jarðsjávar í fiskvinnslunni.
- Botnrannsóknir norður af Eiðinu.
- Rannsóknir á gerlamengun á strandsvæðum við útrásir og í höfninni.
- Regnmælingar,
- Eldri frárennslislagnir í miðbænum myndaðar og skemmdagreindar.
Helstu þættir
endurskoðaðs fráveitukerfis:
Í Vestmannaeyjum eru 4.300 íbúar, umtalsverður iðnaður er í
Eyjum, sérstaklega tengdur fiskvinnslu. Megin hluti fráveituvatnsins kemur frá
fiskiðnaðinum (c.a. 55.000 persónueiningar) Iðnaðurinn notar mikið vatn í dag
og veldur óþarflega miklu álagi á fráveitukerfi bæjarfélagsins.
Bæjarfélagið á einnig við allmörg önnur vandamál í fráveitukerfinu að stríða:
- Mengun í höfninni.
- Ófullnægjandi burðargeta fráveitukerfisins í stórrigningu/snjóbráðnun.
- Á tíðum sjónræn- / gerlamengun við útrásirnar á Eiðinu og vestur á Hamri.
Endurskoðun fráveitukerfisins tekur til fyrirtækja sem menga vatn og annað lífríki nátúrunnar.
Endurskoðuð áætlun gefur yfirlit yfir núverandi ástand og leggur fram tillögur til úrbóta á skipulagstímanum. Úrbæturnar skulu framkvæmdar með tilvísun í markmið til að tryggja að réttar úrbætur verði framkvæmdar á réttum tíma, er nauðsynlegt að bæjarfélagið verði meðhöndlað sem ein heild.
Nauðsynlegar úrbætur þurfa einnig að skoðast í tengslum við kröfur ESB (Evrópubandalagsins) um úrbætur í fráveitumálum.
Vinnutilhögun við endurskoðun fráveitukerfisins er sem hér segir:
- Ástandslýsing
- Markmið
- E.t.v. endurmat markmiða
- Úrbætur/aðgerðir
- Framkvæmdaáætlun
Markmið
endurskoðunar á fráveitumálum Vestmannaeyjarbæjar
Í endurskoðun fráveitukerfisins eru lagðar megin línur
hvernig eigi að byggja sniðræsi og útrásir, þannig að náð sé þeim markmiðum sem
búið er að setja fyrir lagnamannvirki og skólp í útrásum.
Helstu markmið eru:
- Krafa um fullnægjandi gæði og virkni. Þar með talið að leysa vandamál er tengjast ófullnægjandi burðargetu í hluta af frárennsliskerfinu. Jafnframt þarf að auki að endurnýja stóran hluta af frárennsliskerfinu.
- Uppfylla kröfur mengunarvarnarreglugerðar um útrásir, yfirföll og gerlamengun strandsvæða.
Þar með talið minnkun mengunar í höfninni og að byggja verður ristarmannvirki við stofnrás á Eiðinu.
Minnka magn skólps og ofanvatns sem berst fráveitukerfi bæjarfélagsins.
Þar með talið, að aftengja frá fráveitukerfinu regnvatn og leysingarvatn, sem rennur í fráveitur af húsþökum, götum, gangstéttum og öðru þéttu yfirborði. Einnig vatnssparandi aðgerðir, sérstaklega í iðnaði. Fiskiðnaðurinn verður að gera ráð fyrir að þurfa að byggja eigin hreinsivirki við fyrirtæki sín.
Kerfisgreiningar fráveitukerfissins er unnin í tölvulíkani (Nivanett) Greiningarnar eru unnar með 3 aðalmarkmið í huga:
Kortleggja lagnir með ófullnægjandi burðargetu (flöskuhálsar) til að finna þar m.a. svæði sem staðbundin frátenging ofanvatns hefur mest áhrif.
Framkvæma mengunarmælingar í útrásum frá hreinum yfirföllum og yfirföllum í dælustöðvum.
Auka skilning á uppbyggingu alls fráveitukerfisins.
Kerfisgreiningin sýndi fram á margar lagnir með ófullnægjandi burðargetu og að framkvæma þarf staðbundna frátengingu ofanvatns (LOD) eða að skoða þörf á að leggja nýjar lagnir með stærra þversniði og regnvatnslagnir. Kerfisgreiningin sýnir einnig að dælustöðvar og yfirfalls mannvirki virtust vera rétt hannaðar fyrir hámarksálag en minnkandi virkni vegna aldurs í dælum og lögnum veldur að miklu magni yfirfallsvatns er að nauðsynjalausu veitt um yfirfallslagnir frá dælustöðvum og yfirfallsmannvirkjum til viðtaka.
Úrbætur og
aðgerðir
Aðgerðum fráveitukerfi Vestmannaeyjabæjar er forgangsraðað á
neðangreindan hátt:
- Lágmarka ófullnægjandi burðargetu fráveitukerfisins, þannig að yfirfylling í lögnum verði í lágmarki og fullnægt verði kröfum um virkni þeirra.
- Lágmarka streymi skólps í höfnina, þannig að kröfur um fjölda E-Koli gerla sbr. mengunarvarnareglugerð og virkan tíma yfirfalla sé fullnægt.
- Fullnægja kröfum umhverfisráðuneytis um hreinsun skólps sem leitt er til útrásar, um er að ræða eins þreps hreinsun á rist með sand/fitugildru
Framkvæmdaáætlun
Hér að neðan er taldir upp helstu verkþættir sem fram koma í
framkvæmdaáætlun endurskoðaðs fráveitukerfis.
Endurnýja skolplagnir og nýjar regnvatnslagnir í Garðaveg, Kirkjuveg, Heiðarveg, Skildingaveg, Illugagötu, Ásaveg, Strandvegi, Hásteinsvegi og Vestmannabraut .
Nýr regnvatnssvelgur gerður neðan Sóleyjargötu og Kirkjugarðs
Endurnýjun yfirfalla í brunnum í Skildingavegi, Strandvegi, Heiðarvegi og við Brattagarð.
Staðbundin frátenging ofanvatns í elsta hluta bæjarins og við höfnina. Þ.e.a.s. aftengja frá fráveitukerfinu regnvatn og leysingarvatn, sem rennur í fráveitur af húsþökum, götum, gangstéttum og öðru þéttu yfirborði.
Endurbygging dælubrunns í Friðarhöfn
Staðbundin frátengin ofanvatns ásamt gerð drenskurða og regnvatnssvelgja neðan við nýju byggðina í vesturbænum.
Hreinsun dælulagna undir höfninni.
Frátenging regnvatns frá húsaskólpi í öllum íbúðarhúsum í bænum. Regnvatns svelgir/brunnar skulu gerðir á einkalóðum af húseigendum og regnvatni veitt í þá.
Nýtt sniðræsi lagt frá Stjórnsýsluhúsi að mótum Kirkjuvegs og Ásavegs.
Ný holræsaútrás lögð út frá Eiðinu.
Ný lögn lögð meðfram Hlíðavegi.
Ný dælulögn lögð meðfram Hamarsvegi frá Búhamri að mótum Hlíðarvegar og Brekkugötu
Endurtenging lagnar í Illugagötu. Beina skolpi frá efsta hluta bæjarins vestan Illugagötu ofan Kirkjuvegar sem í dag er tengt var við vesturbæjar stofnlögnina inn í sjálfrennsli tengt Eiðislögninni.
Byggja nýja dælu- og skólphreinsistöð/ristamannvirki á vestasta hluta Eiðisins.