Félag eldri borgara

Félag eldri borgara í Vestmannaeyjum hefur það hlutverk að vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra. 

Koma fram fyrir hönd aðilarfélaganna gagnvart hinu opinbera og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. 

Rík áhersla er á að efla félagslegt samneyti eldri borgara og auðga líf þeirra með öflugu framboði á menningu, dægrastyttingu, hreyfingu og öllu því öðru sem bætt getur lífsgæði eldri borgara. Félagið er aðilarfélaga að Landssamtökum eldri borgara. Vestmannaeyjabær styrkir starfsemi félags eldri borgara. Á vegum félagsins eru m.a. haldnir vorfagnaður, haustfagnaður, jólafundur, þorrablót og farið í ferðir á sumrin. Boðið er upp á kórastarf, skipulagða dagskrá í hverjum mánuði, félagsvist og margt fleira.

Formaður Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum er Þór Í. Vilhjálmsson og varaformaður Leifur Gunnarsson. Aðstaða Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum er í Kviku við Heiðarveg 19, efsta hæð.Jafnlaunavottun Learncove