Íbúagátt
Vestmannaeyjabær vill vekja athygli bæjarbúa á því að hægt er að sækja rafrænt um ýmsa þjónustu á vegum bæjarins sem og fylgjast með afgreiðslu erinda sinna.
Meðal annars er hægt að sækja um frístundastyrk, heimagreiðslur, heimaþjónustu, ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks, sérstakan húsnæðisstuðning, byggingarleyfi, leikskólavistun o.fl. Fleiri umsóknir munu síðan bætast við í kerfið á næstu mánuðum.
Hægt er að smella á Mínar síður, í hægra horni efst á heimasíðunni eða fara inn á hlekkinn hér fyrir neðan.