Dagforeldrar
Rekstur og ábyrgð daggæslu í heimahúsum er í höndum dagforeldra sem hafa til þess tilskilin leyfi Vestmannaeyjabæjar.
Ákvörðun um vistun barns hjá dagforeldri er ætíð á ábyrgð foreldra og þeim skylt að kynna sér aðstæður hjá dagforeldrinu, hvernig daggæslunni verði háttað o.fl.
Niðurgreiðslur vegna vistunar hjá dagforeldri
Vestmannaeyjabær samþykkir niðurgreiðslur til barna sem eru í dagvistun í heimahúsum og eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Sækja þarf sérstaklega um niðurgreiðslu á þar til gerðu eyðublaði í þjónustuveri Ráðhúss v/Bárustíg eða í íbúagáttinni (ibuagatt.vestmannaeyjar.is). Niðurgreiðslan nær frá 9 mánaða aldri (6 mánaða aldri hjá einstæðum foreldrum). Niðurgreiðsla er veitt frá næstu mánaðamótum eftir að umsókn berst ef barn hefur náð tilskyldum aldri og umsókn um leikskólavist liggur fyrir. Niðurgreiðsla er aldrei afturvirk.
Niðurgreiðslur til foreldra vegna daggæslu í heimahúsum eru skattfrjálsar en framtalsskyldar.
Til foreldra sem nota þjónustu dagforeldra í Vestmannaeyjum
Rekstur og ábyrgð daggæslu í heimahúsum er í höndum dagforeldra sem hafa til þess tilskilin leyfi Vestmannaeyjabæjar, sjá reglugerð 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.
Fræðsluráð veitir leyfi fyrir starfseminni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hefur eftirlit með henni (sjá III og IV. kafla reglugerðarinnar).
Ákvörðun um vistun barns hjá dagforeldri er ætíð á ábyrgð foreldra og þeim skylt að kynna sér aðstæður hjá dagforeldrinu, hvernig daggæslunni verði háttað o.fl (sjá VIII kafla reglugerðar). Áður en gæsla hefst skal dagforeldri fara yfir með foreldri hver sé ábyrgð hvors aðila um sig meðan á dvöl barnsins í gæslunni stendur (sjá kafla IX um ábyrgð og skyldur dagforeldra).
Dagforeldrar og foreldrar barna í daggæslu eru eindregið hvattir til að kynna sér innihald reglugerðarinnar vandlega.
Dagforeldrar í Vestmannaeyjum geta sótt um aðstöðustyrk vegna daggæslu í heimahúsi.
Aðstöðustyrkur til starfandi dagforeldis með starfsleyfi í Vestmannaeyjum er kr. 75.000 á ári í tvö ár. Styrkur er bundinn eftirfarandi skilyrðum:
-
Dagforeldri fari að reglum um aðbúnað og öryggi sbr. reglur Vestmannaeyjabæjar og reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.
-
Fjöldi barna í daggæslu verði í samræmi við heimild daggæsluforeldrisins (4 – 5 börn).
-
Dagforeldri taki inn börn í daggæslu samkvæmt aldursröð barna á biðlistum í samráði við skólaskrifstofu.
-
Dagforeldri starfi við daggæslu í Vestmannaeyjum í a.m.k. 12 mánuði eftir móttöku styrks og í samræmi við dagsetningar á rekstri leikskóla bæjarfélagsins. Að öðrum kosti skal dagforeldri endurgreiða styrk í hlutfalli við starfstíma.