Grunnskóli

Í Vestmannaeyjum eru tveir grunnskólar undir nafni Grunnskólar Vestmannaeyja (GRV), GRV - Hamarsskóli og GRV - Barnaskóli Vestmannaeyja.

GRV-Hamarsskóli er með nemendur í 1. – 4. bekk; skólastjóri er Anna Rós Hallgrímsdóttir. GRV-Barnaskóli Vestmannaeyja er fyrir 5. – 10. bekk; skólastjóri er Einar Gunnarsson

Skólaskylda á grunnskólastigi er að jafnaði í tíu ár, en getur verið skemmri. Öllum börnum, að jafnaði á aldrinum 6 – 16 ára, er skylt að sækja grunnskóla. (3. gr laga um grunnskóla nr. 91/2008)

Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.

Í Vestmannaeyjum eru tveir grunnskólar undir nafni Grunnskólar Vestmannaeyja (GRV). Annars vegar er það GRV-Hamarsskóli þar sem nemendur í 1. – 4. bekk eru og hins vegar GRV-Barnaskóli Vestmannaeyja sem er fyrir 5. – 10. bekk. Þess má geta að fyrsti barnaskóli landsins var settur á stofn í Vestmannaeyjum árið 1745. Hann starfaði í u.þ.b. 10 ár, en þá voru ekki til peningar til frekari starfrækslu hans. Barnaskólinn hefur starfað samfleytt í Vestmannaeyjum frá 1880.

Grunnskólar Vestmannaeyja starfa eftir lögum og reglugerðum um grunnskóla og skólastefnu Vestmannaeyjabæjar. Gefin er út skólanámskrá í einu hefti sem gildir bæði fyrir GRV-Hamarsskóla og GRV-Barnaskóla Vestmannaeyja. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskráin gefur yfirlit yfir helstu áherslur og markmið skólans, innsýn í skólabrag, venjur og siði.

Tengt efni


GRV-Hamarsskóli

Nemendur eru í 1. til 4. bekk og eru um 220 talsins en starfsmenn um 50. Þrír bekkir eru í hverjum árgangi að jafnaði. Skólinn hefur yfir að ráða öflugu neti stoðþjónustu. Skólastjóri er Anna Rós Hallgrímsdóttir en hún veitir jafnframt frekari upplýsingar um skólann í 488 2200

Lesa meira

GRV-Barnaskóli Vestmannaeyja

Nemendur eru í 5. til 10. bekk og eru um 300 talsins en starfsmenn um 60. Þrír bekkir eru í hverjum árgangi að jafnaði. Skólinn hefur yfir að ráða öflugu neti stoðþjónustu. Skólastjóri er Einar Gunnarsson en hann veitir jafnframt frekari upplýsingar um skólann í 488 2300

Lesa meira

Jafnlaunavottun Learncove