Barnaskóli Vestmannaeyja

Nemendur eru í 5. til 10. bekk og eru um 300 talsins en starfsmenn um 60. Þrír bekkir eru í hverjum árgangi að jafnaði. Skólinn hefur yfir að ráða öflugu neti stoðþjónustu. Skólastjóri er Anna Rós Hallgrímsdóttir og aðstoðarskólastjóri Einar Gunnarsson en þau veita jafnframt frekari upplýsingar um skólann í 488 2300 .

Saga Barnaskóla Vestmannaeyja

Barnaskóli Vestmannaeyja er elstur skóla í Vestmannaeyjum og hefur starfað samfellt frá árinu 1880 að talið er. Skólinn stendur við skólaveg og var elsti hluti hans tekinn í notkun árið 1917. Byggt hefur við skólann fjórum sinnum; fyrst var íþróttasalur byggður árið 1929, en nú er hann notaður sem samkomu- og matsalur; því næst sá hluti byggingarinnar þar sem anddyri og skólaskrifstofur eru til húsa, síðan sá hluti þar sem miðdeild skólans er með aðstöðu og loks sá hluti þar sem unglingadeildin er til húsa. Í elsta hluta byggingarinnar – gamla skólanum – eru yngstu bekkir með aðstöðu.

Árið 2006 voru Barnaskóli og Hamarsskóli sameinaðir í einn skóla, Grunnskóla Vestmannaeyja. Um 520 nemendur stunda nám í sameinuðum skólanum. Skólanum er skipt í þrjú stig; yngsta stigið (1. – 4. bekkur) er í Hamarsskóla en miðstig (5. – 7. bekkur) og unglingastig (8. – 10. bekkur) eru í Barnaskóla.