Tónlistarskóli
Markmið og tilgangur Tónlistarskólans er sem fyrr að efla tónlistarlíf í Vestmannaeyjum og jafnframt að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga.
Boðið er upp á fjölbreytt tónlistarnám án tillitis til aldurs. Skólinn starfar samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskóla og greinanámskrám.
Upphaf Tónlistarskóla Vestmannaeyja má rekja aftur til 24. október 1946 en þá var stofnað Tónlistarfélag Vestmannaeyja. Í lögum félagsins, segi m.a. „Tilgangur félagsins er að efla tónlistarlíf í Vestmannaeyjum með því að fá hingað tónlistarmenn til hljómleikahalds, starfrækja tónlistarskóla og á annan hátt, sem ákveðinn kann að verða.” Í frétt um stofnun félagsins segir, „að það muni starfa með líku sniði og önnur tónlistarfélög landsins. Ekki sé vonlaust að fá kennara til Eyja. Þeir, sem æskja kennslu hafi samband við Oddgeir Kristjánsson.”
Markmið og tilgangur Tónlistarskólans er sem fyrr að efla tónlistarlíf í Vestmannaeyjum og jafnframt að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Boðið er upp á fjölbreytt tónlistarnám án tillitis til aldurs. Skólinn starfar samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskóla og greinanámskrám. Skólinn er aðili að Prófanefnd tónlistarskóla sem starfar samkvæmt aðalnámskrá. Húsnæði Tónlistarskólans er við Vesturveg 38.
Markmiðum hyggst skólinn ná meðal annars með því:
- að annast kennslu í hljóðfæraleik ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í námskrám tónlistarskólanna
- að búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska tónlistarhæfileika sína og sköpunargáfu
- að leggja áherslu á félagslegt gildi tónlistariðkunar með þátttöku nemenda í samleik og hljómsveitarstarfi
- að hafa samvinnu við aðra skóla, mennta- og uppeldisstofnanir um tónlistarfræðslu og eflingu tónlistarlífs
- að búa nemendur undir áframhaldandi nám í tónlist
- að gera íbúum í Vestmannaeyjum kleift að auðga tómstundir sínar með tónlistariðkun
Skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja er Jarl Sigurgeirsson sem veitir jafnframt nánari upplýsingar í tölvupósti á netfangið jarl@vestmannaeyjar.is og í síma 488 2250.