Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir

Heilbrigðisstofnun Suðurlands rekur hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir og hefur heimild fyrir 32 hjúkrunarrýmum og 2 dvalarrýmum. 

Til að fá inni á hjúkrunar- og dvalarheimili þarf að sækja um til sérstakrar vistunarmatsnefndar á vegum Landlæknis. Ekki er heimild til að taka einstakling inn á Hraunbúðir nema með samþykki vistunarmatsnefndar. 

Hraunbúðir

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir var tekið í notkun 1974. Ríkið ráðstafar Hraunbúðum heimild til að reka þar ákveðin fjölda hjúkrunar- og dvalarrýma auk fjárheimilda til rekstursins. Heimild er fyrir 32 hjúkrunarrýmum (þar af eitt skammtímarými) og 2 dvalarrýmum. 

Hjúkrunarrými er fyrir þá sem eru verulega veikir en dvalarrými fyrir þá sem þurfa minni umönnun. Á heimilinu starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar auk ófaglærðs starfsfólks. Læknir kemur reglulega og þjónustar heimilismenn.

Símanúmer Hraunbúða er 432-2650

 

 


Jafnlaunavottun Learncove