Skipulagsmál kynningu lokið

Hér fyrir neðan eru þau skipulagsmál sem hafa verið í kynningu en kynningartími er útrunninn.

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og Deiliskipulag Eldfells vegna minnisvarða í tilefni 50 ára gosloka afmælis Heimaeyjargoss.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 23. febrúar 2023 að auglýsa tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Eldfell vegna uppsetningar minnisvarða í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá lokum Heimaeyjargossins. Gögnin eru auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Með tillögu að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir uppsetningu minnisvarða og gerð grein fyrir staðsetningu hans á Óbyggðu svæði ÓB-3. Einnig er gert ráð fyrir nýjum gönguleiðum og útsýnisstöðum á Hverfisvernduðu svæði HV-9. Deiliskipulagið gerir grein fyrir byggingareit minnisvarðans, aðkomu gangandi og keyrandi vegfaranda og bílastæða. Einnig er gerð grein fyrir nýrri gönguleið á Eldfell sem skapar sjónrænt samspil við minnisvarðann sjálfan. Við uppsetningu nýrrar gönguleiðar verður lokað fyrir aðrar gönguleiðir og slóða. Auk þess er gert ráð fyrir takmörkun umferðar ökutækja á svæðinu.

Meginmarkmið uppsetningarinnar í heild er að skapa sjónarhorn og sýn á stórbrotna náttúruna, þar sem lögð verður áhersla á samspil gönguleiða og náttúrumynda.

Breytingin styður við meginmarkmið Aðalskipulags Vestmannaeyja um að sérkenni Vestmannaeyja, sem eru þeirra aðdráttarafl verði styrkt með því að draga enn frekar fram sérstöðu eyjanna í uppbyggingu aðstöðu, þróun afþreyingar og markaðssetningar auk þess að náttúruvernd verði í hávegum höfð.

Skipulagsgögn liggja í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja, að Kirkjuvegi 50 frá og með 14. mars til 25. apríl 2023 og má einnig finna hér að neðan.

Tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035

Tillaga að deiliskipulagi Eldfells

Deiliskipulagsuppdráttur

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 25. apríl 2023 í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.


Deiliskipulag Eldfells - Tillaga á vinnslustigi

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti þann 30. janúar að kynna á vinnslustigi, skv. skipulagslögum 123/2010, drög að deiliskipulagi Eldfells og Kirkjubæjarhrauns vegna minnisvarða í tilefni af 50 ára gosafmæli.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir minnisvarða sem verður settur upp á óbyggðu svæði sunnan við við Eldfellsveg. Einnig er gert nýjum gönguleiðum um Kirkjubæjarhraun og á Eldfell.

Meginmarkmið uppsetningarinnar í heild er að skapa sjónarhorn og sýn á stórbrotna náttúruna, þar sem lögð verður áhersla á samspil gönguleiða og náttúrumynda. Skilgreind eru svæði fyrir aðkomu gangandi og keyrandi gesta, bílastæði og aðkomu að verkinu. Einnig er lögð til breyting á vegslóðum á svæðinu og takmarkanir á umferð ökutækja.

Skipulagsgögnin eru til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, 10-17. febrúar 2023. Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér gögnin. Opið hús verður hjá skipulagsfulltrúa dagna 16-17 febrúar 2023 milli klukkan 10 og 12. Opið hús verður hjá skipulagsfulltrúa dagna 16-17 febrúar 2023 milli klukkan 10:00 og 12:00. Einnig er hægt að bóka viðræðu tíma, dagny@vetmannaeyjar.is.

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI GREINARGERÐ

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI UPPDRÁTTUR

Umsagnir og ábendingar berist skriflega til og með 17. febrúar 2023 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í Ráðhúsinu að Kirkjuvegi 50.


Stytting Hörgareyrargarðs - Skipulagslýsing

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 19. janúar 2023 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna styttingar Hörgaeyrargarðs.

Skipulagsbreytingin felur í sér að stytta Hörgaeyargarð um allt að 90 m. Ráðgert er að nýta efnið sem taka þarf úr garðinum við viðhald á núverandi hafnarmannvirkjum og aðra uppbyggingu á Heimaey eftir þörfum.

Á þeim tíma þegar garðurinn var gerður var höfnin berskjaldaðari fyrir ágangi sjávar. Nú er svo komið að garðurinn þrengir að siglingu stórra skipa um höfnina og þegar skip liggja við Nausthamarsbryggju hafa myndast aðstæður þar sem tæpt hefur staðið á árekstri.

  • Horgaeyrargardur1
  • Horgareyrargardur2
  • Horgaeyrargardur3

Skipulagsgögnin eru til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 24. janúar 2023 til 8. febrúar 2023 og má einnig sjá í viðhengi hér að neðan.

STYTTING HÖRGAEYRARGARÐS –SKIPULAGSLÝSING FYRIR BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035

Umsagnir og ábendingar berist skriflega til og með 8. febrúar 2023 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í Ráðhúsinu að Kirkjuvegi 50.


Skipulagstillögur vegna fiskeldis í Viðlagafjöru

Viðlagafjara, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, tillaga að deiliskipulagi og umhverfismat áætlana.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti þann 27. júlí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur í sér að skilgreina nýtt iðnaðarsvæði í Viðlagafjöru með auðkenni I3, sem fellur að mestu innan núverandi efnistöku- og efnislosunarsvæðis (E1).

Breytingin styður við meginmarkmið aðalskipulags Vestmannaeyja um öflugt atvinnusvæði þar sem sjávarútvegur er meginstoðin og er í samræmi við markmið um svæði fyrir fiskeldi á landi.

TILLAGA AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI

Tillaga að nýju deiliskipulagi vegna fiskeldis í Viðlagafjöru.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 15. september 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Viðlagafjöru í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir tveimur lóðum fyrir fiskeldi og svæði þar sem áfram verður sandvinnsla og efnistökusvæði. Gerð er grein fyrir aðkomuleiðum og helstu mannvirkjum ofanjarðar svo sem fiskeldistönkum, þjónustuhúsum, frágangi lóðar og ásýnd mannvirkja.

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI VIÐLAGAFJÖRU - GREINAGERÐ

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI VIÐLAGAFJÖRU - DEILISKIPULAGUPPDRÁTTUR

Umhverfismat Áætlana

Umhverfismat fyrir skipulagsáætlnair, metur áhrif breytts skipulags þ.e. breyttrar starfsemi og landnýtingar á umhverfið. Í Umhverfismatsskýrlsu vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags nýs iðnaðarsvæðis í Viðlagafjöru eru metin áhrif skipulagsbreytinganna á helstu umhverfisþætti.

UMHVERFISMATSSKÝRSLA SKIPULAGSÁTÆLANA

Skipulagsgögn

Skipulagsgögn, þ.á.m. umhverfismatsskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana og framkvæmda nr. 111/2021, sem er sameiginleg fyrir báðar tillögurnar, liggja frammi í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5, frá og með 21. september til og með 1. nóvember 2022.

Aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér gögnin. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 1. nóvember 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.

  • Skipulagsgogn
  • Skipulag-vidlagaf
  • Skipulag-vidlagafjoru

Kynningartími umhverfismatsskýrslu er til 4. október 2022

Icelandic Land Farmed Salmon hafa lagt fram umhverfismatsskýrslu um eldisstöð laxfiska á landi í Vestmannaeyjum.

Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.

Umhverfismatsskýrslan og viðaukaheftið er aðgengileg hér og á skrifstofu Vestmannaeyjabæjar og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 4. október 2022 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Vakin er athygli á að niðurstöður umhverfismatsins verða kynntar af hálfu framkvæmdaraðila í Vestmannaeyjum á sameiginlegum kynningarfundi og fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Kynningarfundurinn verður auglýstur síðar.