Frístundastyrkur
Vestmannaeyjabær styrkir tómstundaiðkun allra barna á aldrinum 2 – 18 ára.
Börnin þurfa að hafa lögheimili í Vestmannaeyjum.
Markmiðið og tilgangur frístundastyrksins er að;
a) Styrkja börn á umræddum aldri til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag.
b) Ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku barna.
c) Vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópi iðkenda.
d) Auka virkni í frístundatíma barna.
Frístundastyrkurinn er 35.000 kr fyrir einstakling á aldrinum 2 – 18 ára og er úthlutaður til foreldra/forráðamanna sem greiða þátttökugjald hjá þeim félögum/fyrirtækjum/stofnunum sem hafa gildan samstarfssamning hjá Vestmannaeyjabæ.
Nánari upplýsingar veitir Erna Georgsdóttir ernag@vestmannaeyjar.is
Samstarfsaðilar vegna frístundastyrks eru:
-
Tónlistarskóli Vestmannaeyja (hafa þarf samband við ernag@vestmannaeyjar.is)
-
Hressó – skipulögð unglinganámskeið (hafa þarf samband við ernag@vestmannaeyjar.is )
Umsókn fyrir samstarfsaðila
Reglur um frístundastyrk