Stuðnings­þjónusta

Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun.

Stuðningsþjónusta skal stefna að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi.

Ákvörðun um stuðningsþjónustu felur í sér að aðstoð sé að jafnaði veitt í tiltekinn fjölda klukkstunda í viku hverri á grundvelli mats á stuðingsþörf og þess almenna viðmiðs að aðstoð geti numið allt að 15 stundum á viku. Um aukna þjónustuþörf fer samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Sótt er um þessa þjónustu á þar til gerðum rafrænum eyðublöðum eða á skrifstofu félagsþjónustu Kirkjuvegi 23 eða hjá Kolbrúnu Önnu Rúnarsdóttur deildarstjóra stuðningsþjónustu í síma 488 2607 / 488 2600 eða kolla@vestmannaeyjar.is

 


Jafnlaunavottun Learncove