Heilsuefling

Vestmannaeyjabær er með samning við Janus heilsuefling um verkefni sem stuðlar að bættri heilsu eldri borgara í Vestmannaeyjum. 

Verkefnið er í samstarfi við dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing og lektor við Háskóla Ísland.

Markmið þessa verkefnis er að skipulagðri heilsurækt fyrir eldri einstaklinga (65 ára og eldri) þannig að þeir geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er, geti búið lengur í sjálfstæðri búsetu, geti komið í veg fyrir eða seinkað innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili og eigi möguleika á því að starfa lengur á vinnumarkaði.

Þátttakendum er boðið að taka þátt í verkefninu gegn vægu mánaðargjaldi. Verkefnið haustið 2019 og er skipulagt til tveggja ára í senn. Núverandi samningur gildir til 2023 . Nýjum einstaklingum er boðið upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu og eldri þátttakendum er boðið upp á heilsueflingu með breyttu sniði.  Nánari upplýsingar gefur Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu bæði í tölvupósti á netfangið thelma@vestmannaeyjar.is  og í síma 4882048  .


Jafnlaunavottun Learncove