Félagslegt húsnæði

Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt fær um að sjá sér fyrir húsnæði. 

Ástæðurnar geta verið margar svo sem vegna: lágrar greiðslugetu til að kaupa sér íbúð, búa við óöryggi í húsnæðismálum eða ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu, eiga við félagslega erfiðleika að stríða, vegna heilsufars, skertrar vinnugetu, fjölskylduaðstæðna, fjölda barna, atvinnumissis eða annarra sérstakra ástæðna.

Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt fær um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágrar greiðslugetu til að kaupa sér íbúð, búa við óöryggi í húsnæðismálum eða ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu, eiga við félagslega erfiðleika að stríða, vegna heilsufars, skertrar vinnugetu, fjölskylduaðstæðna, fjölda barna, atvinnumissis eða annarra sérstakra ástæðna. Með félagslegri leiguíbúð er átt við hverja þá íbúð í eigu Vestmannaeyjabæjar sem skilgreind er sem leiguíbúð til félagslegra nota. Hluti félagslegra íbúða eru skilgreindar sem sérstakar leiguíbúðir fyrir 67 ára og eldri (sjá kafla um málefni eldri borgara).

Hægt er að sækja um félagslegt húsnæði í íbúagátt eða á þar til gerðum eyðublöðum á skrifstofu félagsþjónustu í Rauðagerði við Boðaslóð 8 – 10 (hægra megin).

Nánari upplýsingar gefa starfsmenn félagsþjónustu (felags@vestmannaeyjar.is) eða Margrét Rós Ingólfsdóttir ráðgjafi margret@vestmannaeyjar.is og í síma 488 2000 .