Ýmsar upplýsingar

Leiðbeiningar fyrir rafrænar umsóknir um byggingaráform og byggingarleyfi

Byggingaleyfi

Byggingarfulltrúinn í Vestmannaeyjum annast samþykkt og útgáfu byggingarleyfa fyrir mannvirki í Vestmannaeyjum.

Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir byggingarleyfisskyldar framkvæmdir samkvæmt byggingarreglugerð. Slíkt á við þegar fyrir liggur að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja. Eins þegar það á að breyta mannvirki, burðarkerfi þess eða lagnakerfum, og þegar breyta á notkun þess, útliti og formi. Hér að neðan má finna helstu upplýsingar um umsóknarferlið, hverju þarf að huga að áður en farið er af stað og hvað þarf til að framkvæmdir geti hafist.

Ef óskað er eftir almennum upplýsingum og leiðbeiningum vegna byggingarleyfa má senda fyrirspurn á bygg@vestmannaeyjar.is.

Rafrænt ferli byggingarleyfisumsókna

Frá og með 1. mars 2022 fara umsóknir um byggingarleyfi fram rafrænt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Rafrænar umsóknir er að finna í mínar síður

Leiðbeiningar fyrir hönnuði


Jafnlaunavottun Learncove