Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Þannig miða ákvæði laganna að því að formfesta samstarf um veitingu þjónustu í þágu farsældar barna og skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða erfiðleikum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir. Þeir sem bera ábyrgð samkvæmt lögum þessum skulu fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu, bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur og hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra.
Með lögum þessum er fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning tryggður aðgangur að sérstökum tengilið eða málstjóra í nærumhverfi barnsins, gert er ráð fyrir að börn og fjölskyldur geti snúið sér til tengiliðar eða málstjóra sem leiði málið áfram. Aðgangur að tengilið og málstjóra er tryggður strax frá fæðingu barns og þar til barn er 18 ára, sams konar þjónusta er í boði fyrir foreldra á meðgöngu. Barn og/eða foreldrar þess geta óskað eftir því að komið sé á virku samstarfi milli þeirra sem veita barni þjónustu. Í samstarfinu felst meðal annars að þessum þjónustuveitendum er heimilt að skiptast á upplýsingum um aðstæður barnsins með það markmið að stuðla að farsæld barns.
Vestmannaeyjabær hefur unnið að innleiðingu laganna og geta foreldrar/forráðamenn í Vestmannaeyjum nú sótt um samþættingu þjónustu.
Tvær leiðir eru til að sækja um samþættingu þjónustu:
a) Óska eftir viðtali við tengilið sem metur í samráði við foreldra/barn þjónustuþörfina og kemur máli í feril.
Tengiliðir eru:
- Mæðaravernd: Gréta Hrund Grétarsdóttir, netfang:
- Ungbarnavernd: Guðrún María Bjarkardóttir, netfang: gudrun.m.bjarkadottir@hsu.is
- Kirkjugerði: Ása Sigurðardóttir, netfang: asa@vestmannaeyjar.is
Sóli: Hrefna Jónsdóttir, netfang: hrefnajons@hjalli.is
- Víkin: Linda Óskarsdóttir, netfang: lindao@grv.is
- Hamarsskóli: Eva Rut Gunnlaugsdóttir, netfang: eva@vestmannaeyjar.is og Rósa Hrönn Ögmundsdóttir, netfang: rosahronn@grv.is
- Barnaskóli: Eva Rut Gunnlaugsdóttir, netfang: eva@vestmannaeyjar.is
- FÍV: Ingibjörg Jónsdóttir, netfang ingibjorg@fiv.is
b) Sækja um þjónustuna á mínar síður hjá Vestmannaeyjabæ.
Upplýsingar um stigskiptaþjónustu samþættingar (mikilvægt að kynna sér áður en umsókn er fyllt út).