Félagsmiðstöð
Félagsmiðstöðin Rauðagerði er fyrir börn á aldrinum 11-16 ára.
Þar er stuðlað að jákvæðum þroska ungs fólks og sjálfstæði, bæði í verki og í félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið.
Áhersla er lögð á viðurkennt tómstundastarf, forvarnir, fræðslu, örvun félagsþroska og jákvæðra samskipta
Ýmislegt er í boði í félagsmiðstöðinni t.d. billiard, borðtennis, horfa á sjónvarpið, tölvuleiki o.fl. Skipulögð dagskrá er í hverjum mánuði og á henni eru ýmsir skemmtilegir viðburðir.
Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar er Breki Ómarsson og hægt að ná í hana í tölvupósti Breki@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882361 . Félagsmiðstöðin Rauðagerði er við Strandveg 50.