Skipulagsmál í kynningarferli

Í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér til kynningar deiliskipulagsgögn á vinnslustigi tillögunnar. 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2. áfangi við Strandveg 51 (Tölvun)

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. júlí 2024 að auglýsa tillögu að breyttu á Deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2 áfangi, aulgýst skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í meginatriðum í stækkun byggingarreits, auknu byggingarmagni og viðbættri 4. hæð á lóð við Strandveg 51. Grunnflötur byggingarreits stækkar frá 334,6 m2 í 456 m2 og hámark heildar byggingarmagns eykst frá 849,2 m2 í 1426 m2.

Hámarksfjöldi íbúða verður 8 íbúðir. Krafa er um atvinnustarfsemi á jarðhæð við Strandveg en við Herjólfsgötu er gert ráð fyrir bílastæðahúsi fyir allt að 4 bíla. Samkomulag hefur verið gert um almenna notkun af bílastæðum við Strandveg 50 utan dagtíma.

Þakform er með breyttum hætti, var mænisþak en verður hallandi eða flatt þak. Skilgreind er hámarks vegghæð 3. hæðar 9,5 m. Fjórða hæð skal vera inndregin um að lágmarki um 1,2 m og verður hámarkshæð 4. hæðar 14 en var 14,5. Gert er ráð fyrir inndregnum hliðum á suður- og austurhlið hússins, auk þess sem uppbrot verður skapað með útdregnum reitum á 2. og 3. hæð.

Uppdráttur gerir einnig grein fyrir áður samþykktum og þinglýstum breytingum á lóðarmörkum Strandvegar 55 og Miðstrætis 30. Skipulagsmörk upphaflegs deiliskipulags færast um 2 metra til norðurs frá Strandveg 43a til Strandvegs 63.

Skipulagsuppdrátt fyrir tillögu að breyttu deiliskipulagi má sjá í eftirfarandi skjali.

DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR

Deiliskipulag-Strandvegur-51

Strandvegur-51

Skipulagsgögn eru einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar  frá 18. júlí 2024 til 29. ágúst 2024.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 29. ágúst 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.



Tillaga að breyttu aðalskipulagi – nýir háspennustrengir Vestmannaeyjalínur 4 og 5

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 13. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og umhverfismat áætlana, vegna lagningu tveggja nýrra háspennustrengja til Vestmannaeyja, sbr. 31. gr Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir að tveir nýir 66 kV sæstrengir, Vestmannaeyjalínur 4 og 5 (VM4 og VM5) komi í land í gjábakkafjöru austan við þann stað þar sem Vestmannaeyjalína 3 (VM3) kemur nú í land. Eftir landtöku er gert ráð fyrir að strengirnir verði leiddir norður upp gil sem liggur í Gjábakkafjöru og áfram að Skansvegi.

Skansvegur verður þveraður og strengirnir þaðan leiddir í gegnum hraun að mestu um göngustíga sem eru þar fyrir. Því yfirborði sem verður raskað á þeim hluta leiðarinnar er að mestu þakið lúpínu sem er talið rýra verndargildi yfirborðs hraunsins. Strengjaleiðirnar verða nýttar til að búa til nýjar gönguleiðir.

VM4-VM5


Þó nokkrar leiðir að landi og að spennistöð voru skoðaðar og má sjá í skipulagsgögnum). Þótti leiðin sem lýst er að ofan fela í sér mest rekstraröryggi og minnst umhverfisrask, en leið sem gerð var  fyrir í tillögu á vinnslustigi reyndist ekki fýsileg vegna strengja sem fyrir eru.

Umhverfisáhrif sem hljótast af framkvæmd skipulagsins eiga að mestu við um rask á yfirborði lands sem er að hluta til ósnert hraun. Sértækir skilmálar hafa verið skilgreindir varðandi umgengni við framkvæmdir og endurnýjun umhverfis að þeim loknum.

Skipulagsgögn má nálgast hér:

VESTMANNAEYJALÍNUR 4 OG 5 (VM4 OGVM5). TILLAGA UM BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035.

VM4 OG VM5 LEIÐARVAL SKÝRSLA

MINNISBLAÐ UM FRÁGANG JARÐSTRENGJA


Tillagan er auglýst á tímabilinu 28. júní – 9. ágúst 2024. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skulu berast skriflega til og með 9. ágúst 2024 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.






Stytting Hörgeyrargarðs – Tillaga að deiliskipulagi og umsókn um framkvæmdaleyfi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 7. maí 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hörgeyrargarð og umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 40 m styttingu garðsins. Gögnin eru auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Hörgaeyrargarður er grjótgarður sem teygir sig þvert á innsiglingu Vestmannaeyjahafnar. Stærsti hluti garðsins var byggður á árunum 1928 til 1929 en þá var höfnin töluvert opnari fyrir ágangi sjávar. Nú er svo komið að garðurinn þrengir að siglingu skipa um höfnina og þegar skip liggja við bryggju andspænis garðinum hafa myndast aðstæður þar sem tæpt hefur staðið á að skip rekist saman. Meginmarkmið skipulagsins er því að auka öryggi skipasiglinga um Vestmannaeyjahöfn.

Með tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir að heimilt sé að stytta garðinn um allt að 40 metra og nýta efnið eftir föngum til uppbyggingar í Vestmannaeyjabæ. Ekki skal raska sjávarbotn umfram nauðsyn og áhersla skal lögð á vandaðan frágang.

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir styttingu Hörgeyrargarðs er auglýst samhliða deiliskipulagstillögu. Gert er ráð fyrir að efni úr garðinum verði fjarlægt með gröfu á pramma svo ekki þurfi að leggja veg að garðinum. Gert er ráð fyrri að fjalægja þurfi 4.900 m3 og að framkvæmdin taki um tvær vikur utan varptíma æðarfugls. Nýtanlegt efni verður haugsett á efnistökusvæði við Skansinn en gerð verður nánari grein fyrir meðferð efnisins í framkvæmdaleyfi.

Gögnin má sjá hér að neðan:

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI

UMSÓKN UM FRAMKVÆMDALEYFI

Breytingin styður við meginmarkmið Aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 um áherslu á að aðstaða fyrir útgerð og fiskvinnslu í landi og í höfn verði eins og best getur orðið á hverjum tíma.

Sem stendur á sér stað vinna að breytingum á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 þar sem gert er ráð fyrir nýjum landnotkunarreitum fyrir Vestmannaeyjahöfn og breytingum á Hörgaeyrargarði. Gildandi aðalskipulag gefur svigrúm fyrri að innan hafnir sé unnt að gera óverulegar breyting á hafnarbakka en að gera skuli grein fyrir slíkum breytingum í deiliskipulagi. Þar sem stytting Hörgaeyrargarðs um 40 er metið brýnt verkefni af öryggisástæðum og breytingin talin hafa óveruleg áhrif er gerð tillaga að deiliskipulagi samhliða vinnu að breytingum á aðalskipulagi.

Skipulagsgögn eru aðgengileg á skipulagsvefsjá á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 21. maí 2024 til 2. júlí 2024

Framkvæmdaleyfi er auglýst á tímabilinu 21. maí 2024 til 18. júní 2024.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu og/eða framkvæmdaleyfi þarf að skila skriflega á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is, í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. 



Jafnlaunavottun Learncove