Skipulagsmál í kynningarferli
Í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér til kynningar deiliskipulagsgögn á vinnslustigi tillögunnar.
Deiliskipulagsbreying vegna spennustöðvar Ísfélags Vestmannaeyja við FES
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 30. júlí 2024 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna spennustöðvar Ísfélags Vestmannaeyja hf. við Strandveg 14.
Tillagan gerir ráð fyrir að lóðamörk við Strandveg 16 færist að austurgafli tengivirkis sem er á lóðinni. Ný lóð fyrir spennistöð verða skráð austan við Strandveg 16 með húsnúmerið 16A. Stærð lóðar verður 255m2, nýtingarhlutfall 1,0 og hámarkshæð 7 m.
Sjá tillögu
að breyttu deiliskipulagi hér að neðan:
TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI – UPPDRÁTTUR
Skipulagsgögn eru einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 16. ágúst 2024 til 27. september 2024.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 27. september 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2. áfangi við Strandveg 51 (Tölvun)
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. júlí 2024 að auglýsa tillögu að breyttu á Deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2 áfangi, aulgýst skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í meginatriðum í stækkun byggingarreits, auknu byggingarmagni og viðbættri 4. hæð á lóð við Strandveg 51. Grunnflötur byggingarreits stækkar frá 334,6 m2 í 456 m2 og hámark heildar byggingarmagns eykst frá 849,2 m2 í 1426 m2.
Hámarksfjöldi íbúða verður 8 íbúðir. Krafa er um atvinnustarfsemi á jarðhæð við Strandveg en við Herjólfsgötu er gert ráð fyrir bílastæðahúsi fyir allt að 4 bíla. Samkomulag hefur verið gert um almenna notkun af bílastæðum við Strandveg 50 utan dagtíma.
Þakform er með breyttum hætti, var mænisþak en verður hallandi eða flatt þak. Skilgreind er hámarks vegghæð 3. hæðar 9,5 m. Fjórða hæð skal vera inndregin um að lágmarki um 1,2 m og verður hámarkshæð 4. hæðar 14 en var 14,5. Gert er ráð fyrir inndregnum hliðum á suður- og austurhlið hússins, auk þess sem uppbrot verður skapað með útdregnum reitum á 2. og 3. hæð.
Uppdráttur gerir einnig grein fyrir áður samþykktum og þinglýstum breytingum á lóðarmörkum Strandvegar 55 og Miðstrætis 30. Skipulagsmörk upphaflegs deiliskipulags færast um 2 metra til norðurs frá Strandveg 43a til Strandvegs 63.
Skipulagsuppdrátt fyrir tillögu að breyttu deiliskipulagi má sjá í eftirfarandi skjali.
Skipulagsgögn
eru einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 18. júlí 2024 til 29. ágúst
2024.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 29. ágúst 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.