Skipulagsmál í kynningarferli

Í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér til kynningar deiliskipulagsgögn á vinnslustigi tillögunnar. 

 Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Viðlagafjöru – fyrirkomulag byggingarreita

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 13. júlí 2023 að auglýsa tillögu að á breyttu deiliskipulagi í Viðlagafjöru, skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.

Tillagan felur í sér breyttan byggingareit á lóð við Viðlagafjöru 1 vegna tilfærslu á stöðvarhúsi og útrásar á lóðinni. Ekki er reiknað með að önnur markvirki eða að umfang mannvirkja breytist umfram skilmála gildandi deiliskipulags.

UPPDRÁTTURAF BREYTTU DEILISKIPULAGI

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja Kirkjuvegi 50, frá og með 20. júlí til 31. ágúst 2023 og má einnig finna í skipulagsgátt sveitafélagsins.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 31. ágúst 2023 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is

Vidlagafjara_1689928965817

Fyrir breytingu                                           Eftir breytinguBreytt deiliskipulag – Miðbæjarskipulag, 2 áfangi, Standvegur 51

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 22. júní 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Miðbæjar, 2 áfangi, auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í meginatriðum í stækkun byggingarreits, auknu byggingarmagni og viðbættri 4. hæð við Strandveg 51.

Hámarksfjöldi íbúða er ekki tilgreindur á fyrra skipulagi en verður 8 íbúðir skv. tillögunni.

Þakform er með breyttum hætti, var mænisþak en verður nú einhalla þak. Skilgreind er hámarks vegghæð 3 hæðar 9,5 m. Fjórða hæð skal vera inndregin um að lágmarki um 1,2 m og verður hámarkshæð 4 hæðar 14,0 m en var 14,5 m.

Byggingarreitur er stækkaður og byggingarmagn eykst:

  • Byggingarreitur 1 hæð er 334,6 m2 og stækkaður í 455 m2.
  • Hámarks byggingarreitur 2 hæðar er nú 334,6 m2 og verður 320 m2, 3 íbúðir
  • Hámarks byggingarreitur 3 hæðar er nú 114.5 m2 og stækkar í 270 m2, 3 íbúðir
  • Bætt er við 4 hæð, hámarks byggingarreitur 240 m2, 2 íbúðir
  • Viðbygging fyrir bílageymslu og sorpgeymslu verða 65 m2 og 56 m2.
  • Heildar byggingarmagn var 514,6 m2 og verður 1.285 m2.

Krafa um atvinnustarfsemi á jarðhæð úr fyrra skipulagi helst óbreytt en á hluta hæðarinnar er gert ráð fyrir bílastæðahúsi fyrir 4 bíla. Samkomulag hefur verið gert um almenna notkun af bílastæðum við Strandveg 50 utan dagtíma.

SKIPULAGSUPPDRÁTTUR OG GREINAGERÐ

Samkvæmt deiliskipulagi skal ytra byrði hönnunar hússins vera samkvæmt innsendum teikningum. Þrívíddar teikningar af útliti hússins skv. tillögunni má sjá á eftirfarandi vefmyndbandi.

ÚTLIT HÚSS https://youtu.be/pmbg1qbnJ1c

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja Kirkjuvegi 50, frá og með 19. júlí til 30. ágúst 2023.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 30. ágúst 2023 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is