Skipulagsmál í kynningarferli

Í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér til kynningar deiliskipulagsgögn á vinnslustigi tillögunnar. 

Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ, skipulagsdrög

Umhverfis- og skipulagsráð leggur fram til kynningar skipulagsdrög af skipulagi austurbæjar, norðurhluti.

Skipulagsferlið hófst í maí 2016 með auglýsingu á skipulagslýsingu. Í upphafi skipulagsvinnunnar var haldinn opinn fundur með helstu hagsmunaaðilum og íbúum hverfisins og þeim boðið að koma ábendingum á framfæri sem hafðar voru til hliðsjónar við mótun tillögunnar. Tillaga á vinnslustigi var kynnt 3.-28. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust og gerðar voru breytingar á tillögu til að kynningu lokinni.

Samkvæmt 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur tekið breytingum frá því hún var fyrst kynnt á vinnslustigi í apríl 2018 og er því nú kynnt að nýju á vinnslustigi. Hafa ber í huga að tillagan getur tekið breytingum áður en endanleg tillaga liggur fyrir og verður auglýst.

Skipulagsgögn eru unnin af skipulagshönnuðum ALTA ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ.

Athugasemdir og eða ábendingar skulu hafa borist umhverfis- og framkæmdasviði fyrir kl. 12.00 föstudaginn 23.10.2020. á email umhverfissvid@vestmannaeyjar.is eða bréflega til umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

13. okt. 2020

Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja


Nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna og fyrirhugaða brennslustöð á svæði I-1.

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi skv. 40. gr. laga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna á svæði I-1 (sem er sama svæði og núverandi sorpmóttöku svæði). Skipulagstillagan er nú kynnt fyrir hagsmunaaðilum, umsagnaraðilum og almenningi.

Það er stefna Vestmannaeyjabæjar að draga úr myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans eins og kostur er. Með því má draga úr þörf fyrir förgun á úrgangi. Meðhöndlun úrgangs er flókið ferli, sem felur í sér söfnun, flutning, flokkun, endurnýtingu, endurvinnslu og svo förgun þess úrgangs sem nýtist ekki.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

Auk þess má finna nánari gögn varðandi fyrirhugaða brennslustöð og frummatsskýrslu umhverfismats hennar á heimasíðu Alta https://kynning.alta.is/brennslustod.

Bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum er hægt að skila á netfang skipulagsfulltúra dagny@vestmannaeyjar.is eða bréflega til umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, 900 Vestmannaeyjum. Umsagnir skulu berast í síðasta lagi 9. okt. n.k.

16. september 2020

Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja