Bókasafn

Bókasafn Vestmannaeyja var stofnað í júní árið 1862 og var það í byrjun nefnt Lestrarfélag Vestmannaeyja.

Aðalhvatamenn að stofnun safnsins voru Bjarni E. Magnússon sýslumaður, séra Brynjólfur Jónsson á Ofanleiti og J.P.T. Bryde kaupmaður. Var þetta fimmta lestrarfélagið sem stofnað var og var opið öllum almenningi, en var ekki einungis fyrir embættismenn. Til að byrja með var safnið staðsett í Landlyst. Árið 1977 flutti safnið í nýbyggt húsnæði Safnahúss og í dag er safnið með 56.000 útlán og 43.000 heimsóknir. 

Heimilisfang:
Safnahúsinu, Kirkjuvegi 52
900 Vestmannaeyjar
Sími:
488-2040
892-9286
Veffang:
http://www.safnahus.vestmannaeyjar.is
Netfang:
bokasafn@vestmannaeyjar.is

Forstöðumaður Bókasafns
Kári Bjarnason kari@vestmannaeyjar.is

Staðgengill:
Sigurhanna Friðþórsdóttir sigurhanna@vestmannaeyjar.is

Opnunartímar:
Sumar: 1. maí - 30. september, alla virka daga 10.00-17.00
Vetur: 1. október. - 31. apríl, mán - fös 10.00-17.00 lau 12.00-15.00