Bæjarstjóri

Bæjarstjóri Vestmannaeyja er Íris Róbertsdóttir

Iris2_1729092503313Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er bæjarfulltrúi bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey.

Íris er menntaður grunnskólakennari og kenndi um árabil við Grunnskóla Vestmannnaeyja. Hún starfaði einnig á skólaskrifstofu Vestmannaeyjabæjar og síðast sem fjármálastjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki áður en hún tók við stöðu bæjarstjóra.

Íris hefur verið virk í þátttöku í hinum ýmsu félagsstörfum og var m.a. formaður ÍBV íþróttafélags frá 2015-2018. Íris hefur verið formaður skólanefndar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum frá 2017. Er formaður stjórnar sveitarfélaga á köldum svæðum, varaformaður í stjórn sjávarútvegssveitafélga og varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga. 

Íris tók sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 2018. Hún var í hinum ýmsu nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar frá 2004- 2014.

Íris var formaður Menningarráðs Suðurlands 2009-2015 og í stjórn Átaks til atvinnusköpunar frá 2014-2018.

Íris er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og er stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Hún er gift Eysteini Gunnarssyni og eiga þau þrjú börn.

Netfang Írisar er iris@vestmannaeyjar.is


Jafnlaunavottun Learncove