Hamarsskóli

Nemendur eru í 1. til 4. bekk og eru um 220 talsins en starfsmenn um 50. Þrír bekkir eru í hverjum árgangi að jafnaði. Skólinn hefur yfir að ráða öflugu neti stoðþjónustu. Skólastjóri er Anna Rós Hallgrímsdóttir og aðstoðarskólastjóri Einar Gunnarsson en þau veita jafnframt frekari upplýsingar um skólann í 488 2200 .

Saga Hamarsskóla

Hamarsskóli tók til starfa haustið 1982 og voru nemendur þá 250 á aldrinum 6 – 11 ára í þrettán bekkjardeildum. Skólinn átti að þjóna vestari hluta bæjarins en hann stendur miðsvæðis í vesturbænum. Með tímanum fjölgaði nemendum og varð heilstæður grunnskóli fyrir aldurinn 6 – 16 ára. Nemendafjöldinn varð mest um 330 nemendur í átján bekkjardeildum. Þremur kennslustofum var bætt við skólann um áramótin 2002/2003. Árið 2006 voru Barnaskóli og Hamarsskóli sameinaðir í einn skóla, Grunnskóla Vestmannaeyja. Um 520 nemendur stunda nám í sameinuðum skólanum. Skólanum er skipt í þrjú stig; yngsta stigið (1. – 4. bekkur) er í Hamarsskóla en miðstig (5. – 7. bekkur) og unglingastig (8. – 10. bekkur) eru í Barnaskóla. Árið 2009 var stofnuð leikskóladeild í húsnæði Hamarsskóla fyrir öll 5 ára börn og tilheyrir sú deild Grunnskóla Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove