Gönguleiðir


Hiking routes in English

Dalfjall og Eggjarnar

Klukka
Fjall4 A - B
     
1 klst. 220 m 2.3 km   Boots Boots Boots Lundiklar

Gangan hefst í Herjólfsdal. Gengið er upp Dalfjall og eftir Eggjunum til austurs í átt að , upp á Molda. Þaðan er gengið niður í átt að Spröngunni þar sem gönguleiðin endar. Að ganga frá Spröngunni aftur í Herjólfsdal tekur 15 mín.

Dalfjall er um 150 metra hátt fjall sem gengur frá austri til vesturs og myndar Herjólfsdal, sem fjallið dregur nafn sitt af.

Vestasti hluti fjallsins kemur saman í hnjúk að nafni Blátindur sem er í 273 metra hæð.

Austast í fjallinu er lítið gil sem aðgreinir Dalfjall frá Molda að sunnan.

Efsti partur Dalfjalls að norðan kallast Eggjar og er samanlögð hækkun þar orðin 220 metrar, en þar fyrir neðan er Saltaberg sunnan megin og Ufsaberg norðan megin.

Í Herjólfsdal hefur verið haldin Þjóðhátíð árlega frá árinu 1901, að styrjaldarárunum 1914 og '15, í gosinu 1974 og 2020 sökum covid undanskildum.

Athugið að bannað er að vera með hunda í Herjólfsdal.

Þú ert á þína eigin ábyrgð.

Dalfjall-eggjar_ornefni_1597070434645



Jafnlaunavottun Learncove