Gönguleiðir


Hiking routes in English

Sæfell/Sæfjall

Klukka
Fjall4 A - B
       
30 mín. 125 m 1.4 km   Boots  Lundiklar Fjolskylda1

Gangan hefst á bílastæðinu við Sæfell. Þaðan er hægt að ganga bæði beint upp á Sæfell af bílastæðinu eða hafa viðkomu í Lyngfellisdal og ganga þaðan upp á Sæfell.

IMG_0738-2-

Nafn fjallsins er nær alltaf ritað Sæfell en nafnið Sæfjall er til í eldri heimildum og því líklega hið upprunalega. Mikinn lunda er að finna í Sæfelli og í hlíðunum í kring og hefur lundaveiði lengi tíðkast í þar.

Sæfell stendur suður af Helgafelli og norður af Kervíkurfjalli og myndar ásamt því vesturbrún Stakkabótar. Norðan við Sæfell stendur flugvöllurinn.

Sunnan við Sæfell er Ræningjatangi þar sem sjóræningjarnir í Tyrkjaráninu komu á land. Af Sæfelli má sjá Lyngfellisdal, þar sem þeir settu upp búðir.

Gangan er tilvalin fyrir fjölskyldufólk eða þá sem hafa ekki mikla reynslu af fjallgöngum. Þó ber að hafa varann á því steinar og brattar brekkur geta verið sleipar í votviðri.

Þú ert á þína eigin ábyrgð.

Saefell-1-