7 tinda gangan
|
A - B |
||||
---|---|---|---|---|---|
3-5 klst | 1150 m | 17 km |
7 tinda gangan er eins og nafnið gefur til kynna, ganga á 7 tinda í Vestmannaeyjum. Byrjað er við Klaufina, fyrst er farinn hringur um Stórhöfða, annar tindurinn er Sæfell, þriðji Helgafell, fjórði Eldfell, fimmti Heimaklettur, sjötti Há og sjöundi er Dalfjall, endað er í Herjólfsdal.
7 tinda gangan er einnig gengin árlega í stórum hóp í júní/júlí og er það einn af vinsælustu göngu- og hlaupa viðburðum í Vestmannaeyjum ásamt The Puffin Run og Vestmannaeyjahlaupinu.
Aðeins er mælt með þessari göngu fyrir vana göngugarpa sem þekkja vel til fjalla þar sem hún er vafasöm á köflum og krefst mikillar áreynslu.
Þú ert á þína eigin ábyrgð.