Gönguleiðir


Hiking routes in English

Helgafell

Klukka
Fjall4 A - B
     
30 mín. 140 m 1 km   Boots  Fjolskylda1

Gangan hefst við upplýsingaskilti neðan við Helgafellsvöll. Gengið er í átt að Hrafnaklettum og áfram eftir grasstíg upp frá klettunum til suðurs að rótum fjallsins. Þar er brattur og grófur göngustígur upp á fjallið.

Helgafell er 227 metra hátt eldfjall suðaustan á Heimaey. Nafngift Helgafells er sögð vera að írskur þræll að nafni Helgi, sem flúði eftir vígið á Hjörleifi hafi verið drepinn þar af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Það er algengur misskilningur að eitthvað sé heilagt við Helgafell.

Vörðurnar á brún fellsins eru leifar frá vaktstöðu heimamanna sem settar voru upp eftir Tyrkjaránið 1627.

Gangan er tilvalin fyrir fjölskyldufólk eða þá sem hafa ekki mikla reynslu af fjallgöngum.

Þú ert á þína eigin ábyrgð.

Helgafell-1-