Gönguleiðir


Hiking routes in English

Ofanleitishamar / Hamarinn

Klukka
Fjall4 A - B
       
1,5 klst. 15 m 3.5 km   Boots  Lundiklar Fjolskylda1

Ofanleitishamar eða Hamarinn eins og hann er oftast kallaður liggur meðfram vesturströnd Heimaeyjar, frá Kaplagjótu í norðri niður að Klauf í suðri, meðfram Torfmýri, Ofanleiti og Breiðabakka þar sem Þjóðhátíð var haldin 1973 og 1974. Hamarinn er um 60 metra hár þverhníptur og hann er víðast hvar talinn ókleifur.

Gönguleiðin er stikaður göngustígur í hrauni og grasbölum og er göngufólk hvatt til að halda sig á merktum stíg, ekki fara of nálægt hamarsbrúninni.

Hamarinn er skemmtileg gönguleið meðfram allri vesturstönd Heimaeyjar með fallegu útsýni til Álseyjar, Suðureyjar, Brands, Helliseyjar og Surtseyjar.

Gönguleiðin er svolítið löng en lítil hækkun er á leiðinni. Athugið að þessi leið er ekki hringur og þarf að ganga 3.5 km til baka til að skila sér á byrjunarreit.

Þú ert á þína eigin ábyrgð.

Hamarinn_ornefni