Gönguleiðir


Hiking routes in English

Nýja hraun

Klukka
Fjall4 A - B
     
45 mín. 200 m 1.7 km   Boots Fjolskylda1

Gönguleiðin hefst við stigann við gatnamót Kirkjuvegar og Miðstrætis. Þaðan liggur leiðin eftir merktum göngustíg í hrauninu sem liggur niður á Skans. Af Skansinum er gengið eftir öðrum stíg í hrauninu í átt að Eldheimum þar sem leiðin endar, en hægt er að fylgja vegvísum þangað. Hægt er að fara margar leiðir um nýja hraunið en mikilvægt er að halda sig innan stíga til að forðast átroðning.

Nýja hraunið varð til í eldgosinu á Heimaey 1973 þegar 417 af 1350 húsum bæjarins fóru undir hraun og önnur 400 skemmdust að einhverju eða miklu leyti. Á leiðinni um hraunið eru minnisvarðar um hús sem fóru undir hraun, sem og upplýsingaskilti til fræðslu um eldgosið á meðan göngu stendur. Einnig eru þar bekkir þar sem hægt er að setjast og virða fyrir sér útsýnið yfir bæinn og hraunið.

Ef göngufólk vill fara lengri vegalengd er tilvalið að fara gönguleiðina um nýja hraunið og þaðan upp á Eldfell.

Þú ert á þína eigin ábyrgð.

Nyjahraun-kort-2



Jafnlaunavottun Learncove