Skipulagsmál í kynningarferli

Í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér til kynningar deiliskipulagsgögn á vinnslustigi tillögunnar. 

Auglýsing á deiliskipulagi Austurbæjar, norðurhluti við miðbæ. Skipulagstillaga

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 3. desember 2020 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir norðurhluta Austurbæjar skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir nyrsta hluta Austurbæjar og nær skipulagið inná tvo landnotkunar reyti, íbúðarsvæði ÍB-3 og miðsvæði M-1 (sjá á kortavef Vestmannaeyjabæjar, ef hakað er í Aðalskipulag).

Markmið deiliskipulagsins er að skapa skýra umgjörð um rótgróið íbúðarhverfi í nálægð við miðbæinn og hlúa að sögulegum byggingum og sérkennum þeirra. Helstu breytingar á svæðinu eru ein ný byggingarlóð, innan við bílastæði „Íslandsbanka hússins“, möguleg færsla á húsi við Kirkjuveg 35 og reitur fyrir tvö tveggja hæða fjölbýlishús við Sólhlíð með samtals allt að 22 íbúðum og bílakjallara.

Tillagan verður til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 7 des. 2020 til og með 18 janúar 2021.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 18. Janúar 2021 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

HÚSAKÖNNUN

7. des. 2020

Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja


Nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna og fyrirhugaða brennslustöð á svæði I-1.

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi skv. 40. gr. laga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna á svæði I-1 (sem er sama svæði og núverandi sorpmóttöku svæði). Skipulagstillagan er nú kynnt fyrir hagsmunaaðilum, umsagnaraðilum og almenningi.

Það er stefna Vestmannaeyjabæjar að draga úr myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans eins og kostur er. Með því má draga úr þörf fyrir förgun á úrgangi. Meðhöndlun úrgangs er flókið ferli, sem felur í sér söfnun, flutning, flokkun, endurnýtingu, endurvinnslu og svo förgun þess úrgangs sem nýtist ekki.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

Auk þess má finna nánari gögn varðandi fyrirhugaða brennslustöð og frummatsskýrslu umhverfismats hennar á heimasíðu Alta https://kynning.alta.is/brennslustod.

Bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum er hægt að skila á netfang skipulagsfulltúra dagny@vestmannaeyjar.is eða bréflega til Umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, 900 Vestmannaeyjum. Umsagnir skulu berast í síðasta lagi 9. okt. n.k.

16. september 2020

Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja