Skipulagsmál í kynningarferli

Hér fyrir neðan má finna skipulagsmál í kynningarferli.

Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Áshamars 1-75 - Breyting fyrirkomulagi lóða við Áshmar 75 og 77 og byggingarákvæðum við Áshmar 77

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 18. mars 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Áshamars 1-75 vegna fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulagi lóða fjölbýlishúsa við Áshamar 75 og 77 og breytinga á byggingarákvæðum við Áshamar 77. Gögnin eru auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að breyttu skipulagi gerir ráð fyrir að lóðir fjölbýlishúsa við Áshamar 75 og Áshamar 77 verði aðskildar og að bærinn leysi til sín land á milli fjölbýlishúsanna þar sem gert er ráð fyrir aðkomuvegi að inngangi fjölbýlishúsanna og að vesturhlið Hamarskóla.

Við Áshamar 77 er gert ráð fyrir að gerður verður bílakjallari með 27 bílastæðum. Þess í stað fellur út byggingarreitur fyrir bílskúra á lóð og fyrirkomulag bílastæðisins breytis. Hámarksfjölda íbúða er aukinn úr 18 íbúðum í 27 íbúðir. Gerð eru útskotum á byggingarreit til að auka uppbrot og gera ráð fyrir lyftuhúsi. Við þetta stækkar grunnflötur byggingar ofanjarðar um 95 fermetra og verður 810 fermetrar og grunnflötur kjallar verður 940 fermetrar. Svalir eru heimilar allt að 2 metra út fyrir byggingarreit.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi Áshamars 75-77 er í samræmi við Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 þar sem svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði og fellur ennþá að sömu markmiðum um íbúðabyggð. Þar sem ytra byrði Áshmars 77 breytist lítið í umfangi og uppbrot byggingarinnar er aukið, auk þess sem bílar eru færðir í bílakjallara er breytingin talin hafa jákvæð grenndaráhrif. Vegna breyttrar vegtengingar við Hamarskóla gæti umferð meðfram lóðunum tveimur þó aukist lítillega.

Skipulagsgögnin má sjá hér að neðan:

ÁSHAMAR 75-77 – DEILISKIPULAGSBREYTING – UPPDRÁTTUR

ÁSHAMAR 75-77 – DEILISKIPULAGSBREYTING – GREINARGERÐ

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 21. mars til 2. maí 2025.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin.  Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu þarf að skila skriflega í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar til og með 2. maí 2025. 


Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Austurbæjar vegna breytinga á skipulagi við Miðgerði 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 18. mars 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Austurbæjar vegna breytinga á skipulagi við Miðgerði. Skipulagsgögnin eru auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið Vestmannaeyjabæjar er að ný byggð myndi samfellt og eðlilegt framhald af aðliggjandi byggð og bjóði upp á eftirsóknarverða íbúðarreiti. Vanda skal sérstaklega til verka við hönnun bygginga á svæðinu þar sem verið er að byggja inn í rótgróið hverfi.

Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 11 íbúðum í 13 íbúðir. Ger er ráð fyrir lóðum fyrir raðhús við Helgafellsbraut, tveim lóðum fyrir parhús og sex lóðum fyrir einbýlishús í nýrri götu Miðgerði. Byggingarmagn er eftirfarandi:

  • Raðhús = Þrjár einingar, hámarks byggingarmagn 170 m2 hver íbúð, 1 hæð,
  • Tvíbýli = 2 hús, tvær einingar hvert, hámarks byggingarmagn 180 m2 hver eining, 2 hæðir,
  • Einbýlishús = 6 hús, hámarksbyggingarmagn 280 m2, 2 hæðir (sunnan við veg) eða hæð og kjallari (norðan við veg). 

Legu á götunnar er breytt til að sneiða hjá fornminjum á svæðinu.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi hefur grenndaráhrif fyrir núverandi íbúðir við Litlagerði og Stóragerði en til að draga úr þeim áhrifum hefur umfang byggingarreita verið minnkað, leitast við að tryggja fjarlægð á milli bygginga og settir hámarks þakkkótar. Leikvöllur sem gert er ráð fyrir á svæðinu minnkar en þess í stað verður grænt svæði þar sem grafnar eru húsminjar sem Minjastofnun Íslands metur að hafi hátt verndargildi.

Skipulagsgögnin má sjá í eftirfarandi skjölum:

DEILISKIPULAG AUSTURBÆJAR, BREYTING ÁDEILISKIPULAGI VEGNA MIÐGERÐIS

DEILISKIPULAG AUSTURBÆJAR - SKÝRINGARMYNDIR

Skipulagsgögn eru aðgengileg einnig aðgengileg í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 21. mars til 2. maí 2025.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu þarf að skila skriflega í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar til og með 2. maí 2025.


Skipulagsáætlanir vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára gosloka afmælis

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. janúar 2025 að auglýsa tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni að 50 ára gosloka afmæli og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Eldfell, ásamt sameiginlegu umhverfismati. Skipulagstillögurnar eru kynntar skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.

Listaverkið samanstendur af tveimur, að því er virðist, sjálfstæðum hlutum: litlu skjóli, eða skála, og göngustíg sem liggur upp og niður hlíðar Eldfell. Útsýnis punktur staðsettur í miðju skálans býður upp á ákveðið sjónarhorn til að skoða verkið í heild sinni. Frá þessum útsýnis punkti mætast hringlaga göngustígur fjallsins og þak skálans og mynda fullkominn hring um Eldfellsgíginn. Þessi sjónrænu áhrif nást með myndleysi (anamorphosis), gömlu sjónarhornsbragð þar sem ílangt form virðist öðruvísi þegar það er skoðað frá ákveðnu sjónarhorni.

Listaverkið dregur fram tvær mikilvægustu dagsetningum eldgossins: 23. janúar, daginn sem eldgosið hófst og 3. júlí, daginn sem lokum eldgossins og sigri yfir hrauninu var lýst yfir. Sýndarhringurinn sem umlykur norður hlið fjallsins gefur til kynna suður átt og rammar inn sólina á hæsta punkti 23. janúar. Hvolft loft skálans er með röð af hringlaga holum sem fylgja feril sólarinnar 3. júlí.

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna listaverks Ólafs Elíassonar við Eldfell

Auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að breyttu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að skilmálum landnotkunarreita Óbyggðs svæðis ÓB-3 og Hverfisverndarsvæðis H-9 er breytt til að gera ráð fyrir nýjum gönguleiðum og útsýnisstað.

Tillaga að nýju Deiliskipulagi Eldfells

Auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 . Í tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað á Eldfellshrauni þar sem horft er í átt til Eldfells auk tröppulögðum 1,5-2,5 breiðum göngustíg frá hrauninu og á topp Eldfells sem myndar hringlaga form séð frá útsýnisstaðnum. Deiliskipulag gerir einnig ráð fyrir bílastæðum, göngustígum og áningarstöðum auk frekari verndun hraunsins.

Umhverfismatsskýrsla

Sameiginleg umhverfismatsskýrsla unnin fyrir skipulagsáætlanirnar og er hún birt sem kafli greinargerð um tillögu að breyttu aðalskipulagi. Helstu niðurstöður umhverfismatsskýrslu er að ef vandað er til verks og passað að göngustígar raski ekki sérstæðum jarðmyndunum verði umhverfisáhrif af skipulagsbreytingunni og fyrirhuguðum framkvæmdum fyrst og fremst jákvæð borið er saman við núverandi

ástand. Þannig verður aðgengi bætt að útivistarperlu og náttúruupplifun þeirra sem heimsækja svæðið auðguð.

Skipulagsgögn má sjá hér að neðan:

LISTAVERK ÓLAFS ELÍASSONAR VIÐELDFELL – BREYTING Á AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035

DEILISKIPULAGELDFELLS– GREINARGERÐ

DEILISKIPULAGELDFELLS– UPPDRÁTTUR 

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 10. mars til 21. apríl 2025.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 21. apríl 2025 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.

_____________________________________________________________

Athafnasvæði við Ofanleiti – deiliskipulag og nýir byggingarreitir


Tillaga á vinnslustigi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. janúar 2025 að kynna á á vinnslustigi skipulagsáætlanir í Ofanleiti skv. Skipulagslögum 123/2010.

Samhliða er kynnt á vinnslustigi breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna breyttra marka landnotkunarreita við Ofanleiti, nýtt Deiliskipulag athafnasvæðis við Ofanleiti og breyting á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti, ásamt umhverfissmatsskýrslu.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Ofanleiti

Helstu breytingar sem fyrirhugaðar eru á Aðalskipulagi Vestmannaeyja, er að gert er ráð fyrir breyttum skipulagsmörkum Athafnasvæðis (AT-4) þar sem lóð við Ofanleitisveg 26 sem nú tilheyrir Frístundabyggð (F-1) og syðsti partur Landbúnaðarsvæða (L-4) færast yfir á landnotkunarreit AT-4. Skilmálar aðalskipulags breytast í samræmi við nýjar lóðir og byggingarreiti sem gerð er grein fyrir í Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleiti.

Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi er lögð fram sameiginleg umhverfismatsskýrsla fyrir skipulagsáætlanirnar.

Tillaga að nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofaneleitisveg

Tillaga að nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleitisveg gerir ráð fyrir að lóð við Ofanleitisveg 26 færist út fyrir mörk Deiliskipulags frístundabyggðar við Ofanleiti og verði hluti af Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleiti. Einnig verða stofnaðar tvær nýjar lóðir í suður enda svæðisins á landi sem nú tilheyrir Landbúnaðarsvæði (L-4).

Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreitum fyrir athafnasvæði sem hér segir:

  • Ofanleitisvegur 25 (Heildverslun Karls Kristmanns) - Gert ráð fyrir einum nýjum byggingarreitum, hámarks byggingarmagn samtals 464 m2 og hámarkshæð 5,0 m.
  • Ofanleitisvegur 26 (Emmuskemma/Friðarból) – Lóð færð af landnotkunarreit F-1 yfir á AT-4. Gert ráð fyrir fjórum nýjum byggingarreitum fyrir geymsluhúsnæði, hámarks byggingarmagn samtals 910 m2 og hámarkshæð 4,0 m.
  • Nýjar lóðir við Ofanleitisveg 30 og 30a – Landnotkun færist frá L-4 yfir á AT-4. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum byggingarreitum. Hámarksbyggingarmagn samtals 468 m2 og hámarkshæð 4,0 m.

Settir eru fram skilmálar varðandi umhverfisfrágang, svo sem manir, lýsingu, geymslu lausamuna og byggingarefni.

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti gerir ráð fyrir að lóð við Ofanelitisveg 26 færist út fyrir mörk Deiliskipulags frístundabyggðar í Ofaneliti og verði hluti af nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis í Ofanleiti. Auk þess eru fjarlægð svæði fyrir rotþró, sorp og sparkvöll.

Hér má sjá gögn vegna ofangreindra skipulagsáætlana:

TILLAGA AÐ BREYTTU AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035 VIÐ OFANLEITISVEG ÁSAMT UMHVERFISMATSSKÝRSLU – GREINARGERÐ

TILLAGA AÐ NÝJU DEILISKIPULAGI ATHAFNASVÆÐIS VIÐ OFANLEITI – GREINARGERÐ

TILLAGA AÐ NÝJU DEILISKIPULAGI ATHAFNASVÆÐIS VIÐ OFANLEITI – UPPDRÁTTUR

VIÐAUKI ÁSÝNDARMYNDIR VEGNA TILLÖGU AÐ NÝJU DEILISKIPULAGI ATHAFNASVÆÐIS VIÐ OFANLEITI

TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI FRÍSTUNDABYGGÐAR VIÐ OFANLEITI - UPPDRÁTTUR

Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og má einnig finna á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 10. – 27. febrúar 2025.

Opið hús verður hjá Skipulagsfulltrúa í Ráðhúsi Vestmannaeyja klukkan 10-12, dagna 17. - 20. febrúar 2025. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málið og hafa samband vegna málsins vakni spurningar.

Umsögnum við tillöguna skal skila skriflega í Skipulagsgátt eða með bréfi í Ráðhús Vestmannaeyja eigi síðar en 27. febrúar 2025.

  • Asyndarmynd-ad-ofan
  • Asyndarmynd-sud-vestur
  • Deiliskipulagsuppdrattur-skyringarmynd

Jafnlaunavottun Learncove