Skipulagsmál í kynningarferli

Í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér til kynningar deiliskipulagsgögn á vinnslustigi tillögunnar. 

Íbúðabyggð við malarvöll og Löngulág – Skipulagslýsing

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 24. október 2023 að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð við malarvöll og Löngulág.

Malarv

Skipulagslýsingin gerir grein fyrir helstu markmiðum og áherslum við skipulag svæðisins. Fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum aðalskipulags fyrir landnotkunarreit íbúðabyggðar (ÍB-5) fela í sér að hámarks fjöldi íbúða er aukinn frá 40 í allt að 100 íbúðir og hámarkshæð er breytt frá að vera 2 hæðir í 3 hæðir með afmörkuðum reitum sem geta verið allt að 4 hæðir. Lögð er áhersla á að varðveita grænt útivistarsvæði í Löngulág.

SKIPULAGSLÝSING

Gert er ráð fyrir leikskóla á landnotkunarreit Samfélagsþjónustu (S-2) og munu skipulagsmörk milli landnotkunarreita ÍB-5 og S-2 því líklega taka breytingum. Mikilvæg veitumannvirki eru á svæðinu og tekið er tillit til framtíðarþróun þeirra.

Gerð er grein fyrir helstu umfjöllunarþáttum deiliskipulags og áherslum umhverfismats.

Malarv1

Skipulagsgögnin eru til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, frá og með 27. október 2023 til 20. nóvember 2023.

Umsagnir og ábendingar skulu berast skriflega til og með 20. nóvember 2023 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í Ráðhúsinu að Kirkjuvegi 50.