Skipulagsmál í kynningarferli

Breytt deiliskipulag – Miðbæjarskipulag, 2 áfangi, Standvegur 51 (Tölvun)

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 7. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Miðbæjar, 2 áfangi, auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í meginatriðum í stækkun byggingarreits, auknu byggingarmagni og viðbættri 4. hæð á Strandvegi 51. Heildar byggingarmagn var 514,6 m2 og verður 1490,0 m2. Grunnflötur byggingarinnar er einnig stækkaður er nú 334,6 m2 og í 467,0 m2.

Þakform er með breyttum hætti, var mænisþak en verður nú einhalla þak. Hámarkshæð hússins helst óbreytt 14,5 m en hámarks vegghæð hækkar frá 9 m í 14,5 m.

Krafa um atvinnustarfsemi á jarðhæð helst óbreytt en á hluta hæðarinnar er gert ráð fyrir bílastæðahúsi fyrir 4 bíla. Lóðamörkum milli Strandveg 51 og Standaveg 55 er breytt og gert er ráð fyrir 2 bílastæðum fyrir Standveg 51 með innkeyrslu frá Miðstræti. Hámarksfjöldi íbúða verður 8 íbúðir.

Samkvæmt deiliskipulagi skal ytra byrði hönnunar hússins skal vera samkvæmt innsendum teikningum. Tillögu teikningar má sjá á vefmyndbandi

https://youtu.be/imXIJAGfb6gSkipulagsgögn liggja frammi hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5 á tímabilinu 28. apríl til 9. júní 2022 og má einnig finna í skipulagsgátt á vefsíðu sveitafélagsins.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 9. júní 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is


Breytt deiliskipulag hafnarsvæðis H-2 við Strandveg 104 í botni Friðarhafnar

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 24. mars 2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hafnasvæðis við Eiði, vesturhluti, auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helstu breytingar á svæðinu eru að lóða- og byggingarreitur við Strandveg 104 eru stækkuð en fyrirhugað er að byggja seiðaeldisstöð í húsinu. Lóð við Strandveg 104 er stækkuð til suðurs úr 5.666 m2 í 6.407 m2. Hámarkshæð hússins er lækkuð úr 18 m niður í 10-15 m mænishæð. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði að miklum hluta á tveimur hæðum og getur nýtingarhlutfall lóðarinnar því orðið allt að 2.0.

Breytt-deiliskipulag-hafnarsvaedis-H-2-vid-Strandveg-104-i-botni-Fridarhafnar1Breytt-deiliskipulag-hafnarsvaedis-H-2-vid-Strandveg-104-i-botni-Fridarhafnar2

Bílastæði við suðurenda lóðar við Standveg 104 minnkar í samræmi við stækkun á lóð, úr 43 stæðum í 15 stæði. Einnig er bætt við aðstöðu fyrir þrjá 40 feta gáma við hlið Strandvegs 111. Þessir gámar munu hýsa ljósavélar sem sjá um varaafl fyrir Vestmannaeyjar.

Breyting á skipulagi í botni Friðarhafnar

Skipulagsgögn verða til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 31. mars til 12. maí 2022.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 12. maí 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is

 

Miðstræti samráðsferli

Svæðið sem um ræðir markast af mótum Bárustígs, Miðstrætis, Kirkjuvegs og Vestmannabrautar. Samráðsferli þýðir að helstu atriði tillögunnar eru á vinnslustigi og eru kynntar íbúum fyrir frekari mótun. Hægt er að skoða gögnin fyrir tillöguna hér að neðan:


Midstraeti-samradsferli

Drög að lóðum og byggingarreitum

Kynning og samráð á vinnslustigi skipulagstillögu

Hagsmunaaðilum er boðið upp á kynningu á fyrirliggjandi gögnum á skrifstofu skipulagsfulltrúa. Skildingavegi 5. dagana 4/4 til 8/4 2022 á milli 10 og 12, eða samkvæmt samkomulagi.


Athugasemdir og eða ábendingar skulu hafa borist sveitafélaginu fyrir lok dags mánudaginn 28. apríl 2022, með tölvupósti dagny@vestmannaeyjar.is eða bréflega.