Skipulagsmál í kynningarferli

Nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna og fyrirhugaða brennslustöð á svæði I-1.

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkt 28. janúar 2021 að kynna nýtt deiliskipulag skv. 41. gr. laga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna á svæði I-1 (sem er sama svæði og núverandi móttöku svæði).

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að móttökustöð fyrir almenning og aðkoma að svæðinu verði flutt á norðausturhluta svæðisins. Einnig er gert ráð fyrir að aðstaða á vinnusvæðinu sé bætt með frágengnu yfirborði og steyptum efnishófum. Einnig er gert ráð fyrir að húsnæði sorpvinnslustöðvarinnar geti stækkað til austurs. Svæði innan lóðar með óröskuðu hrauni er ekki raskað.

Það er stefna Vestmannaeyjabæjar að draga úr myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans eins og kostur er. Með því má draga úr þörf fyrir förgun á úrgangi. Meðhöndlun úrgangs er flókið ferli, sem felur í sér söfnun, flutning, flokkun, endurnýtingu, endurvinnslu og svo förgun þess úrgangs sem nýtist ekki.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

Auk þess má finna nánari gögn varðandi fyrirhugaða brennslustöð og frummatsskýrslu umhverfismats hennar á heimasíðu Alta https://kynning.alta.is/brennslustod

Tillagan verður til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 10. febrúar 2021 til og með 24. mars 2021.

Bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 24. mars 2021 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is

10. febrúar 2021

Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja

 


Auglýsing á breyttu deiliskipulagi Áshamars. Skipulagstillaga

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 28. janúar 2021 að auglýsa breytingatillögu á deiliskipulagi fyrir Áshamar (ÍB-4) skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingar á deiliskipulag fyrir Áshamar – íbúðarhverfis á reit ÍB-4 (sjá á kortavef Vestmannaeyjabæjar, ef hakað er í Aðalskipulag).

Breytingarnar sem gerðar eru á skipulaginu eru að bætt við lóð fyrir dreifistöð rafmagns, gerð er skilmálabreyting fyrir raðhúsareiti þ.a. hámarksstærð íbúða er breytt í 165 m2 en var 150 m2 og aðkoma stíg er komið fyrir milli aðliggjandi raðhúsa. Að lokum er skilgreindur fjöldi bílastæða á lóðum.

UPPDRÁTTUR

Tillagan verður til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 10. febrúar 2021 til og með 24. mars 2021.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 24. mars 2021 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is

10. febrúar 2021

Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja

 


Auglýsing á breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðis H-2 við Eiðið vesturhluti. Skipulagstillaga

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 28. janúar 2021 að auglýsa breytingatillögu á deiliskipulagi hafnarsvæðis H-2 við Eiðið vesturhluti skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingar á deiliskipulag hafnarsvæðis H-2 við Eiðið vesturhluti (sjá á kortavef Vestmannaeyjabæjar, ef hakað er í Aðalskipulag).

Um er að ræða breytingar, útbúin er ný byggingarlóð við Kleifar 3a. Sett eru inn tvö geymslusvæði fyrir Vestmannaeyjabæ sem staðsett eru norður við skipalyftu. Svæðismörkum skipulagsins er einnig breytt og mörkin færð austar, að vestur enda lóðamarka Kleifa 1 og Kleifa 6.

UPPDRÁTTUR

Tillagan verður til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 10. febrúar 2021 til og með 24. mars 2021.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 24. mars 2021 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is

10. febrúar 2021

Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja

 


Auglýsing á breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðis H-2 við Eiðið austurhluti. Skipulagstillaga

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 28. janúar 2021 að auglýsa breytingatillögu á deiliskipulagi hafnarsvæðis H-2 við Eiðið austurhluti skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingar á deiliskipulag hafnarsvæðis H-2 við Eiðið austurhluti (sjá á kortavef Vestmannaeyjabæjar, ef hakað er í Aðalskipulag).

Breytingarnar felast í að svæðismörkum skipulagsins er einnig breytt og mörkin færð austar vegna nýrra lóða á austurhluta skipulagssvæðisins, að vestur enda lóðamarka Kleifa 1 og Kleifa 6.

UPPDRÁTTUR

Tillagan verður til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 10. febrúar 2021 til og með 24. mars 2021.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 24. mars 2021 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is

10. febrúar 2021

Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja