Skipulagsmál í kynningarferli

Samráðs kynning um drög að skipulagstillögu. Breyting á deiliskipulag í vinnslu miðbæjarsvæði M-1 við Hvítingaveg.

Vestmannaeyjabær hefur unnið að breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta miðbæjarsvæðis M-1 við Hvítingaveg. Upphaflegt deiliskipulag svæðisins er frá 2005 og hefur tekið nokkrum breytingum.

Nýtt Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 var samþykkt af Bæjarstjórn á vormánuðum 2018 og fjallar skipulagið um skipulagssvæðið með eftirfarandi hætti.

M-1: Miðbær (16 ha) Skipulagsákvæði:

Svæðið gegnir mikilvægu hlutverki sem tenging miðbæjarins við höfnina. Vihalda skal byggðamynstri sem er innan svæðisins með því að virða gyggingarstíl eldri húsa og tryggja að nýbyggingar og breytingar á eldri húsum falli vel að umhverfinu og stuðli að bættri götumynd. Æskilegt er að byggja í þær eyður sem eru í byggðinni og fjölga íbúðum, sérstaklega á efri hæðum. Í deiliskipulagi eru sett skilyrði, þegar við á, um að á jarðæðum skuli vera lifandi starfsemi opin fyrir almenning.

Hvítingavegur, nýjar lóðir – DRÖG AÐ SKILMÁLUM

Kynning og samráð á vinnslustigi skipulagstillögunar.

Hagsmunaaðilum er boðið upp á kynningu á fyrirliggjandi gögnum á skrifstofu skipulagsftr. Skildingavegi 5. dagana 11/10 til 14/10 2021 á mili 10 og 12, eða samkvæmt samkomulagi.


Athugasemdir og eða ábendingar skulu hafa borist sveitafélaginu fyrir kl. 15.00 mánudaginn

1. nóvember 2021. á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is eða bréflega.

  • Hvitingavegur-mynd1
  • Hvitingavegur-mynd2