Skipulagsmál í kynningarferli
Hér fyrir neðan má finna skipulagsmál í kynningarferli.
Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja og nýtt Deiliskipulag Skans og Skanshöfða vegna uppbyggingar hótels og baðlóns
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 14. maí 2025 að auglýsa, skv. 31 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Skanshöfða vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar baðlóns og hótels, ásamt umhverfisskýrslu. Einnig var samþykkt að auglýsa skv. 41 gr. sömu laga, nýtt Deiliskipulag Skans og Skanshöfða.
Breyting á Aðalskipulagi gerir ráð fyrir nýjum landnotkunarreit Verslunar og Þjónustu (VÞ-2) við Skannshöfða þar sem áður var óbyggt svæði, ÓB-3, sem minnkar að sama skapi. Ákvæði VÞ-2 gera m.a. ráð fyrir hóteli og baðlóni á Skanshöfð.
Nýtt deiliskipulag Skans og Skanshöfða gerir grein fyrir mannvirkjum og ákvæðum fyrirhugaðrar uppbyggingar á Skanshöfða sem felur í sér byggingu 4 hæða hótels með allt að 90 herbergjum og allt að 1.500 m2 baðlóns fyrir allt að 125 gesti ásamt veitingarstað fyrir allt að 50 gesti. Engin ný mannvirki eða byggingarreitir eru fyrirhuguð á Skansinum en gerð er grein fyrir skáðum minjum.
Meginmarkmið þróunarinnar er að stuðla að varðveislu núverandi menningar- og náttúruminja, samhliða uppbyggingu aðlaðandi svæðis fyrir útivist og nýs áfangastaðar á Heimaey með einstakri snertingu við einstakar náttúruperlur.
Breytingin er talin hafa jákvæð áhrif á efnahag og atvinnulíf Vestmannaeyja auk þess að hafa jákvæð áhrif fyrir ásýnd svæðisins. Nýja hraunið við Skansinn fellur undir 61. gr. náttúruverndarlaga, um sérstaka vernd vistkerfa og jarðminja. Breyitg á aðalskipulagi hefur neikvæð áhrif á vistkerfi og jarðmyndir en hins vegar hefur það jákvæð áhrif á hreinsa svæðið af lúpínu.
Gert er ráð fyrir að notkun jarðsjávar vegna vökvaendurnýjunar í lóninu og fyrir varmadælur að meðaltali 415 l/s samanlagt, auk 2 - 5 l/s af neysluvatni. Fyrir 1.500 fermetra baðlón er áætluð varmaorkunotkun 21 GWhth á ári og topp álag rafmagnsnotkunar er 2.100 kWe. Framkvæmdin er ekki talin hafa teljandi áhrif á jarðsjávarnotkun en notar teljanlegan hluta af flutningsgetu neysluvatns og heildarnotkun raforku. Notkunin ætti þó ekki að rúmast innan afhendingargetu og þörf Eyjanna.
Skipulagsgögnin má sjá hér að neðan:
TILLAGA AÐ BREYTTU AÐALSKIPULAGIVESTMANNAEYJAR 2015-2035 - GREINARGERÐTILLAGA AÐ NÝJU DEILIKSIPULAGISKANS OG SKANSHÖFÐA – GREINARGERÐ
TILLAGA AÐ NÝJU DEILISKIPULAGISKANS OG SKANSHÖFÐA – UPPDRÁTTUR
UMHVERFISMATSSKÝRSLAAÐALSKIPULAGSBREYTING OG DEILISKIPULAG
Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 8. ágúst til 19. september 2025. Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Ábendingum og athugasemdum við skipulagstillögurnar skal skila skriflega í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 19. september 2025.