Skipulagsmál í kynningarferli
Í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér til kynningar deiliskipulagsgögn á vinnslustigi tillögunnar.
Baðlón og hótel við Skansinn
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 6. Nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 ásamt umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi við Skans og Skanshöfða vegna áforma um uppbyggingu baðlóns og hótels.Gert er ráð fyrir allt að 1.500 m2 baðlóni ásamt 2.300 m2 þjónustubyggingu með veitingastað fyrir allt að 50 gesti. Einnig er gert ráð fyrir allt að 90 herbergja hóteli á 4 hæðum sem snýr að Klettsvík í hlíðum Skanshöfða. Gert er ráð fyrir að lónið verði hitað með varmadælum sem nýta jarðsjó.
Gert er ráð fyrir að notkun jarðsjávar vegna vökvaendurnýjunar í lóninu verði að meðaltali 15 l/s og fyrir varmadælur allt að 400 l/s. Gert er ráð fyrir að 2 - 5 l/s þurfi af neysluvatni til viðbótar við jarðsjóinn. Miðað við 1.500 fermetra baðlón er áætluð varmaorkunotkun 21 GWhth á ári. Topp álag rafmagnsnotkun fyrir lónið er 2.100 kWe.
Íbúafundur verður haldinn 11. desember 2024 klukkan 17:30 í Ráðhúsi Vestmannaeyja.
Skipulagsgöng á vinnslustigi má sjá hér að neðan:
AÐALSKIPULAGSBREYTING FYRIR SKANSHÖFÐANN TILKYNNINGAR Á VINNSUSTIGI
DEILISKIPULAG SKANSINN OG SKANSHÖGÐA –UPPDRÁTTUR TIL KYNNINGAR Á VINNSLUSTIGI
DEILISKIPULAG SKANSINN OG SKANSHÖFÐA – GREINARGERÐTIL KYNNINGAR Á VINNSLUSTIGI
UMHVERFISMATSSKÝRSLA SKANSINN, HÓTEL OGBAÐLÓN – TILLAGA TIL KYNNINGAR Á VINNSLUSTIGI
Skipulagsgögn
verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyjabæjar, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins
og á Skipulagsgátt
Skipulagsstofnunar.
Umsögnum
við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 19. desember 2024 í
afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.
_____________________________________________________________
Skipulagsáætlanir vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára gosloka afmælis
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi vegna listaverks eftir Ólafs Elíassonar í tilefni að 50 ára gosloka afmælis. Skipulagstillögurnar eru kynntar skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Listaverkið samanstendur af tveimur, að því er virðist, sjálfstæðum hlutum: litlu skjóli, eða skála, og göngustíg sem liggur upp og niður hlíðar Eldfell. Útsýnis punktur staðsettur í miðju skálans býður upp á ákveðið sjónarhorn til að skoða verkið í heild sinni. Frá þessum útsýnis punkti mætast hringlaga göngustígur fjallsins og þak skálans og mynda fullkominn hring um Eldfellsgíginn. Þessi sjónrænu áhrif nást með myndleysi (anamorphosis), gömlu sjónarhornsbragð þar sem ílangt form virðist öðruvísi þegar það er skoðað frá ákveðnu sjónarhorni.
Listaverkið dregur fram tvær mikilvægustu dagsetningum eldgossins: 23. janúar, daginn sem eldgosið hófst og 3. júlí, daginn sem lokum eldgossins og sigri yfir hrauninu var lýst yfir. Sýndarhringurinn sem umlykur norður hlið fjallsins gefur til kynna suður átt og rammar inn sólina á hæsta punkti 23. janúar. Hvolft loft skálans er með röð af hringlaga holum sem fylgja feril sólarinnar 3. júlí.
Tillaga að breyttu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að skilmálum landnotkunarreita Óbyggðs svæðis ÓB-3 og Hverfisverndarsvæðis H-9 er breytt til að gera ráð fyrir nýjum gönguleiðum og útsýnisstað. Í tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað á Eldfellshrauni þar sem horft er í átt til Eldfells auk tröppulögðum 1,5-2,5 breiðum göngustíg frá hrauninu og á topp Eldfells sem myndar hringlaga form séð frá útsýnisstaðnum. Deiliskipulag gerir einnig ráð fyrir bílastæðum, göngustígum og áningarstöðum auk frekari verndun hraunsins.
Skipulagsgögn má sjá hér að neðan:
LISTAVERK ÓLAFS ELÍASSONAR VIÐ ELDFELL – BREYTING Á AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035– TILLAGA Á VINNSLUSTIGIDEILISKIPULAGELDFELLS – GREINARGERÐ - TILLAGA Á VINNSUSTIGI
DEILISKIPULAGELDFELLS – UPPDRÁTTUR – TILLAGA Á VINNSLUSTIGI
Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals á opnu húsi þann 26.-28. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.
Skipulagsgögn verða einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar . Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 11. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.
Athafnasvæði AT-2 verði iðnaðarsvæði I-4
Bæjarstjórn
Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu
að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 fyrir landnotkunarreit athafnasvæðis
AT-2 skv. 2. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan
gerir ráð fyrir að skilgreining landnotkunarreitsins verði breytt frá því að
vera athafnasvæði í að verða iðnaðarsvæði. Mörkum landnokunarreitsins er breytt
þannig að hann falli betur að aðliggjandi landsnlagi og stækkar við það úr 15,4
ha í 16,6 ha.
Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals í opnu húsi þann 19.-21. nóvember 2024 milli
klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.
Skipulagsgögn má sjá hér neðan:
ATHAFNASVÆÐIAT-2 BREYTT AÐALSKIPULAG – TILLAGA Á VINNSLUSTIGI
Skipulagsgögn
verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá
sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi
síðar en 4. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.
Miðgerði – nýjar lóðir fyrir íbúðarhúsnæði
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu deiliskipulagi Austurbæjar vegna breytinga á fyrirkomulagi íbúðarlóða við götuna Miðgerði skv. 3. mgr. 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir ráð fyrir lóð fyrir raðhús við Helgafellsbraut, tveim lóðum fyrir parhús og sex lóðum fyrir einbýlishús í nýrri götu Miðgerði.
· Raðhús = Þrjár einingar, hámarks byggingarmagn 220 m2 hver eining, 2 hæðir
· Tvíbýli = 2 hús, hámarks byggingarmagn 180 m2 hver eining, 2 hæðir
· Einbýlishús = 6 hús, hámarksbyggingarmagn 240 m2, 2 hæðir (sunnan við veg) eða hæð og kjallari (norðan við veg).
Legu á götu er breytt til að sneiða hjá fornminjum á svæðinu.
Tillögu á vinnslustigi fyrir deiliskipulag í Miðgerði má sjá hér að neðan:
MIÐGERÐI NÝTT DEILISKIPULAG – TILLAGA Á VINNSLUSTIGI
Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals í opnu húsi þann 19.-21. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.
Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 4. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt .
Strandvegur 89-97 heimild til íbúða á efri hæðum
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna sameiginlega lýsingu og tillögu á vinnslustigi vegna breytinga á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 -2035 fyrir landnotkunarreit athafnasvæðis AT-1 skv. 2. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir ráð fyrir breyttum skilmálum athafnasvæði AT-1 sem á við um lóðir við Strandveg 89- 97 þar sem heimild verður fyrir íbúðarhúsnæði á efri hæðum. Áfram er kvöð um athafnastarfsemi á fyrstu hæð.
Kvöð eru um að núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst að starfsemi á og við svæðið fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um.
Skipulagsgögn má sjá hér að neðan:
TILLAGA AÐ BREYTTU AÐALSKIPULAGI VESTMANNAEYJA 2015-2035 – BREYTTIR SKILMÁLAR Á ATHAFNASVÆÐI AT-1
Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals í opnu húsi þann 19.- 21. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.
Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagssvefsjá sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 4. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar .