Skipulag



Skipulag og byggingarmál

Skipulagsmál í kynningarferli

Vestmannaeyjabæjar auglýsir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Ofanleiti vegna breyttra skipulagsmarka athafnasvæðis AT-4, Frístundabyggðar F-1 og Landbúnaðarsvæðis L-4. Samhliða er auglýst nýtt Deiliskipulag athafnasvæðis við Ofanleiti og breyting á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti, ásamt umhverfissmats skýrslu.

Skipulagsgögn má finna á útprentuðu formi í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Ofanleiti

Gert er ráð fyrir breyttum skipulagsmörkum Athafnasvæðis AT-4 þar sem lóð við Ofanleitisveg 26 sem nú tilheyrir Frístundabyggð F-1 og syðsti partur Landbúnaðarsvæða L-4 færast yfir á landnotkunarreit AT-4. Við þetta stækkar landnotkunarreitur AT-4 úr 0,7 í 1,3 ha. Í skilmálum aðalskipulags er gerð grein fyrir áherslum er varða umhverfis frágang.

Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi er lögð fram sameiginleg umhverfismatsskýrsla fyrir skipulagsáætlanirnar.

Mál nr. 973/2023 í Skipulagsgátt.

Tillaga að nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleitisveg

Tillaga að nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleitisveg gerir ráð fyrir að lóð við Ofanleitisveg 26 færist út fyrir mörk Deiliskipulags frístundabyggðar við Ofanleiti og verði hluti af Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleitisveg. Einnig verða stofnaðar tvær nýjar lóðir í suður enda svæðisins á landi sem nú tilheyrir Landbúnaðarsvæði L-4.

Frá vinnslutillögu hafa bæst við byggingarreitir við Ofanleitisveg 28 og við Ofanleitisveg 33-37. Gert er ráð fyrir eftirfarandi byggingarreitum á lóðum athafnasvæðisins.

  • Ofanleitisvegur 25 (Heildverslun Karls Kristmanns) - Gert ráð fyrir einum nýjum byggingarreitum, hámarks byggingarmagn samtals 464 m2 og hámarkshæð 5,0 m.
  • Ofanleitisvegur 26 (Emmuskemma/Friðarból) – Lóð færð af landnotkunarreit F-1 yfir á AT-4. Gert ráð fyrir fjórum nýjum byggingarreitum fyrir geymsluhúsnæði, hámarks byggingarmagn samtals 910 m2 og hámarkshæð 4,0 m.
  • Nýjar lóðir við Ofanleitisveg 30 og 30a – Landnotkun færist frá L-4 yfir á AT-4. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum byggingarreitum. Hámarksbyggingarmagn samtals 468 m2 og hámarkshæð 4,0m.
  • Ofanleitisvegur 28 – Gert er ráð fyrir byggingarreit 240 m2, hámarkshæð 4,0 m.
  • Ofanleitisvegur 33-37 – Gert er ráð fyrir tveim nýjum byggingarreitum, 6x15 metrar að stærð og 6 metra í hámarksvegghæð við suðvestur og norðaustur enda hússins.

Settir eru fram skilmálar varðandi umhverfisfrágang, svo sem manir, lýsingu, geymslu lausamuna og byggingarefni.

Mál nr.143/2025 í Skipulagsgátt.

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti gerir ráð fyrir að lóð við Ofanelitisveg 26 færist út fyrir mörk Deiliskipulags frístundabyggðar í Ofaneliti og verði hluti af nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis í Ofanleiti. Auk þess eru fjarlægð svæði fyrir rotþró, sorp og sparkvöll.

Mál nr.145/2025 í Skipulagsgátt.

Umsagnir skulu berast í gegnum Skipulagsgátt eða skriflega í afgreiðslu Ráðhúss. 

Veittur er frestur til og með 21. október 2025 til að skila athugasemdum vegna málsins.


Deiliskipulag við Rauðagerði

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. júní 2025 að kynna á vinnsustigi Deiliskipulag við Rauðagerði í Vestmannaeyjum skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Við Boðaslóð 8-10 starfaði áður starfaði leikskólinn Rauðagaerði. Ákvörðun hefur verið tekin um að húsnæðið muni verða rifið og þess í stað gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni. Lóðin tilheyrir svæði þar sem er rótgróin íbúðarbyggð en svæðið er ódeiliskipulagt. Nú er unnið nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem afmarkast af Hásteinsvegi, Boðaslóð, Bessastíg og Heiðarvegi.

Við Boðaslóð 8-10 er gert ráð fyrir fjórum litlum fjölbýlishúsum fyrir samtals 16-18 íbúðir. Gert er ráð fyrir bílakjallara í norðurenda lóðarinnar fyrir allt að 16 bíla, en auk þess er legu gangstéttar við Boðaslóð breytt þannig að hægt verði að koma fyrir skábílastæðum og koma þannig fyrir fleiri stæðum við götuna.

Auk breytinga við Boðaslóð 8-10 er gert ráð fyrir viðbyggingu til suðurs við jarðhæð Hásteinsvegs 43. Að lokum eru settir fram almennir skilmálar m.a. fyrir girðangar og skjólveggi, garðskúra og fleira fyrir deiliskipulagssvæðið.

Skipulagsgögn má finna á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr: 1147/2025 og á útprentuðu formi í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja við Kirkjuveg 60.

Opið hús verður hjá skipulagsfulltrúa vegna málsins dagana 2-4 september auk þess sem íbúar geta óskað eftir fundi með skipulagsfulltrúa skv. samkomulagi um fundartíma.

Umsagnir skulu berast í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar eða skriflega í afgreiðslu Ráðhúss hafi íbúar ekki tök á að setja fram umsögn í Skipulagsgátt.

Veittur er frestur til og með 17. september 2025 til að skila umsögn vegna deiliskipulagsins.

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja og nýtt Deiliskipulag Skans og Skanshöfða vegna uppbyggingar hótels og baðlóns

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 14. maí 2025 að auglýsa, skv. 31 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Skanshöfða vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar baðlóns og hótels, ásamt umhverfisskýrslu. Einnig var samþykkt að auglýsa skv. 41 gr. sömu laga, nýtt Deiliskipulag Skans og Skanshöfða.

Breyting á Aðalskipulagi gerir ráð fyrir nýjum landnotkunarreit Verslunar og Þjónustu (VÞ-2) við Skannshöfða þar sem áður var óbyggt svæði, ÓB-3, sem minnkar að sama skapi. Ákvæði VÞ-2 gera m.a. ráð fyrir hóteli og baðlóni á Skanshöfð.

Nýtt deiliskipulag Skans og Skanshöfða gerir grein fyrir mannvirkjum og ákvæðum fyrirhugaðrar uppbyggingar á Skanshöfða sem felur í sér byggingu 4 hæða hótels með allt að 90 herbergjum og allt að 1.500 m2 baðlóns fyrir allt að 125 gesti ásamt veitingarstað fyrir allt að 50 gesti. Engin ný mannvirki eða byggingarreitir eru fyrirhuguð á Skansinum en gerð er grein fyrir skáðum minjum.

Meginmarkmið þróunarinnar er að stuðla að varðveislu núverandi menningar- og náttúruminja, samhliða uppbyggingu aðlaðandi svæðis fyrir útivist og nýs áfangastaðar á Heimaey með einstakri snertingu við einstakar náttúruperlur.

Breytingin er talin hafa jákvæð áhrif á efnahag og atvinnulíf Vestmannaeyja auk þess að hafa jákvæð áhrif fyrir ásýnd svæðisins. Nýja hraunið við Skansinn fellur undir 61. gr. náttúruverndarlaga, um sérstaka vernd vistkerfa og jarðminja. Breyitg á aðalskipulagi hefur neikvæð áhrif á vistkerfi og jarðmyndir en hins vegar hefur það jákvæð áhrif á hreinsa svæðið af lúpínu.

Gert er ráð fyrir að notkun jarðsjávar vegna vökvaendurnýjunar í lóninu og fyrir varmadælur að meðaltali 415 l/s samanlagt, auk 2 - 5 l/s af neysluvatni. Fyrir 1.500 fermetra baðlón er áætluð varmaorkunotkun 21 GWhth á ári og topp álag rafmagnsnotkunar er 2.100 kWe. Framkvæmdin er ekki talin hafa teljandi áhrif á jarðsjávarnotkun en notar teljanlegan hluta af flutningsgetu neysluvatns og heildarnotkun raforku. Notkunin ætti þó ekki að rúmast innan afhendingargetu og þörf Eyjanna.

Skipulagsgögnin má sjá hér að neðan:

TILLAGA AÐ BREYTTU AÐALSKIPULAGIVESTMANNAEYJAR 2015-2035 - GREINARGERÐ

TILLAGA AÐ NÝJU DEILIKSIPULAGISKANS OG SKANSHÖFÐA – GREINARGERÐ

TILLAGA AÐ NÝJU DEILISKIPULAGISKANS OG SKANSHÖFÐA – UPPDRÁTTUR

UMHVERFISMATSSKÝRSLAAÐALSKIPULAGSBREYTING OG DEILISKIPULAG

Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 8. ágúst til 19. september 2025. Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Ábendingum og athugasemdum við skipulagstillögurnar skal skila skriflega í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 19. september 2025.


Jafnlaunavottun Learncove