20. september 2022

Skipulagstillögur vegna fiskeldis í Viðlagafjöru

Viðlagafjara, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, tillaga að deiliskipulagi og umhverfismat áætlana.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti þann 27. júlí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með tillögu að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður svæði í Viðlagafjöru skilgreint sem iðnaðarsvæði (I3) sem fellur að mestu innnan núverandi efnistöku- og efnislosunarsvæðis (E1).

Breytingin styður við meginmarkmið aðalskipulags Vestmannaeyja um öflugt atvinnusvæði þar sem sjávarútvegur er meginstoðin og er í samræmi við markmið um svæði fyrir fiskeldi á landi.

Tillaga að nýju deiliskipulagi vegna fiskeldis í Viðlagafjöru.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 15. september 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Viðlagafjöru í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir tveimur lóðum fyrir fiskeldi og svæði þar sem áfram verður sandvinnsla og efnistökusvæði. Gerð er grein fyrir aðkomuleiðum og helstu mannvirkjum ofanjarðar svo sem fiskeldistönkum, þjónustuhúsum, frágangi lóðar og ásýnd mannvirkja.

Umhverfismat Áætlana

Umhverfismat fyrir skipulagsáætlnair, metur áhrif breytts skipulags þ.e. breyttrar starfsemi og landnýtingar á umhverfið. Í Umhverfismatsskýrlsu vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags nýs iðnaðarsvæðis í Viðlagafjöru eru metin áhrif skipulagsbreytinganna á helstu umhverfisþætti.

Skipulagsgögn

Skipulagsgögn, þ.á.m. umhverfismatsskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana og framkvæmda nr. 111/2021, sem er sameiginleg fyrir báðar tillögurnar, liggja frammi í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5, frá og með 21. september til og með 1. nóvember 2022 og þau má einnig finna í skipulagsgátt á vef sveitarfélagsins (http://vestmannaeyjar.is/thjonusta/skipulag/skipulagsmal-i-kynningarferli).

Kynningarfundur verður haldinn í samstarfi við framkvæmdaraðila í AKÓGES þann 27. September klukkan 17:00.

Aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér gögnin. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 1. nóvember 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.

 


Skipulagsgogn

Skipulag-vidlagaf

Skipulag-vidlagafjoru