Sérfræðiþjónusta skóla

Markmið með sérfræðiþjónustu skóla er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. 

Sérdeild leikskóla er hluti af sérfræðiþjónustu skóla.

Sérfræðiþjónustan sér um að greining fari fram, skilar tillögum til skólastjóra um hvernig skuli bregðast við, fylgist með úbótum og metur árangur. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun.

Markmið með sérfræðiþjónustu skóla er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Sérdeild leikskóla er hluti af sérfræðiþjónustu skóla. Sérfræðiþjónustan sér um að greining fari fram, skilar tillögum til skólastjóra um hvernig skuli bregðast við, fylgist með úbótum og metur árangur. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun.

Sérfræðiþjónustan vinnur að forvarnarstarfi með athugunum og greiningum til að tryggja nemendum kennslu og námsaðstoð við hæfi. Sérfræðiþjónusta gefur forráðamönnum kost á almennri ráðgjöf og fræðslu, svo sem vegna skólagöngu barna þeirra, samstarfs heimila og skóla og hegðunar. Jafnframt veitir sérfræðiþjónustan foreldrafélögum, foreldraráðum leikskóla og skólaráðum grunnskóla ráðgjöf og stuðning vegna lögbundinnar starfsemi þeirra.

Fjölskyldu- og fræðslusvið hefur yfir að ráða fjölda sérfræðinga sem veitir skólasamfélaginu ráðgjöf og þjónustu og stuðlar að því að slík þjónusta nýtist sem best í skólastarfi. Um er að ræða m.a. kennara, námsráðgjafa, stuðningsfulltrúa, sérkennslufulltrúa, kennsluráðgjafa, þroskaþjálfa, sálfræðing og félagsráðgjafa. Sérfræðingar veita forráðamönnum einnig kost á leiðsögn og leiðbeiningum um uppeldi nemenda eftir því sem aðstæður leyfa.