Frístundaverið

Foreldrum barna í 1. - 4. bekk gefst kostur á að hafa börn sín í lengdri viðveru eftir hefðbundinn skólatíma. 

Fötluð börn og börn í 1. bekk eru í forgangi. Forráðamenn fatlaðra barna í 5. – 10. bekk geta sótt um sértækt úrræði fyrir börn sín þar sem áhersla verður lögð á einstaklingsmiðuð úrræði. Heilsdagsvistun er starfrækt frá því að skóla lýkur á daginn og til kl. 16.30.

Lengd viðvera eftir skóla

Foreldrum barna í 1. - 4. bekk gefst kostur á að hafa börn sín í lengdri viðveru eftir hefðbundinn skólatíma á tímabilinu kl. 12.30 – 16.30. Fötluð börn og börn í 1. bekk eru í forgangi. Forráðamenn fatlaðra barna í 5. – 10. bekk geta sótt um sértækt úrræði fyrir börn sín þar sem áhersla verður lögð á einstaklingsmiðuð úrræði.

Heilsdagsvistun er starfrækt frá því að skóla lýkur á daginn og til kl. 16.30. Foreldrar ráða hve mikið af tímanum þeir nýta sér, en þeir þurfa að skrá og skila inn skipulagi yfir hvernig þeir ætla að nýta hann þegar þeir hafa séð hvernig skóladagur barna þeirra lítur út. Ef skipulag breytist þarf að láta vita um það með góðum fyrirvara.

Greitt er mánaðargjald fyrir þessa þjónustu auk kostnaðar við síðdegishressingu. Frístundaverið er stafrækt í Hamarsskóla.

Þann tíma sem börnin dvelja í frístundaverinu er reynt að hafa jákvæð uppeldisleg áhrif á þau, bæta andlega og líkamlega líðan þeirra og gera þeim kleift að njóta hæfileika sinna og ná sem bestum árangri í leik og starfi.

Forráðamenn barns eru þeir aðilar sem fyrst og fremst bera ábyrgð á uppeldi þess. Í starfsemi frístundavers er rík áhersla lögð á samstarf við forráðamenn. Frístundaverið leggur einnig áherslu á gott samstarf við grunnskólann, tónlistarskólann og aðra íþrótta- og æskulýðsstarfsemi.

Forstöðumaður Frístundaversins er Sigurleif Kristmannsdóttir og veitir hann upplýsingar um þjónustu frístundaversins bæði í tölvupósti á netfangið sigurleif@grv.is eða í síma  488 2240

Afsláttur vegna gjalda

Vestmannaeyjabær veitir systkinaafslátt sem gildir milli daggæslu í heimahúsi, leikskóla og/eða frístundavers. Sækja skal um systkinaafslátt í íbúagátt 

Sumarfjör

Vestmannaeyjabær býður upp á sumarúrræði fyrir börn í 1. til 4. bekk. Boðið er upp á þemaskiptar vikur með leikjum, íþróttum, tómstundum, sprelli og fjöri í samvinnu við íþrótta- og tómstundafélög. Fjörið er frá 9 – 16 og hægt að velja hálfan dag eða heilan. Sumarfjör er einnig í boði fyrir fötluð börn í 5. til 7. bekk.


Jafnlaunavottun Learncove