Sóli

Leikskólinn Sóli er staðsettur við Ásaveg 11. Leikskólastjóri Sóla er Helga Björk Ólafsdóttir sem veitir jafnframt upplýsingar um skólann bæði í tölvupósti á netfangið helgabj@hjalli.is eða í síma 571 3250 .

Leikskólinn Sóli, eins og hann heitir í dag, var formlega tekinn í notkun 1. mars 2007 þegar leikskólinn Rauðagerði og leikskólinn Sóli (gamli) voru sameinaðir undir einu þaki í nýju húsnæði við Ásaveg 11.

Hjallastefnan ehf. og Vestmannaeyjabær gerðu með sér rekstrarsamning vorið 2012 og tók Hjallastefnan formlega við leikskólanum í ágúst 2012. Leikskólinn Sóli starfar því eftir Hjallastefnunni og eru í húsi 5 kjarnar. Í vesturhluta hússins eru drengir á aldrinum 2ja -5 ára á tveimur kjörnum, Gula og Rauða. Stúlkurnar eru svo í austurhluta hússins á Græna og Bláa kjarna. Yngsta kjarnan okkar köllum við Hvíta en þar er kynjunum blandað en þau eru í kynhreinum hópum.

Leikskólinn er fimm deilda skóli og deildarnar, voru aldursskiptar áður en Hjallastefnan tók við rekstri leikskólans og voru allar nefndar eftir húsum sem hurfu undir hraun í eldsumbrotunum 1973 og kallast þær Hof, Tún, Borg, Höfn og Gerði.

Í leikskólanum eru rúmlega 100 börn.

Leikskólastjóri Sóla er Helga Björk Ólafsdóttir sem veitir jafnframt upplýsingar um skólann bæði í tölvupósti á netfangið helgabj@hjalli.is eða í síma 571 3250.

Heimasíða skólans