Sagnheimar Byggðasafn
Byggðasafn Vestmannaeyja var stofnað árið 1932. Frumkvöðull að stofnun safnsins og driffjöður í áratugi var Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Byggðasafnið hefur verið í Safnahúsinu frá 1978 þegar safnið var opnað aftur eftir gos.
Sýningarnar á Byggðasafni Vestmannaeyja einblína á sérstöðu Vestmannaeyja, Tyrkjaránið, hina sérstöku sögu Mormóna í Vestmannaeyjum, Þjóðhátíðina og tónlistina sem tengist henni ásamt helsta lífsviðurværi eyjaskeggja gegnum aldirnar, sjávarútvegi.
Heimilisfang:
Safnahúsinu við Ráðhúströð
900 Vestmannaeyjar
Sími:
488-2050
Veffang:
http://www.sagnheimar.is/
Netfang:
sagnheimar@sagnheimar.is
Forstöðumaður Sagnheima
Gígja Óskarsdóttir gigja@vestmannaeyjar.is
Opnunartímar:
Sumar: 1. maí - 30. september, alla virka daga 10.00-17.00
Vetur: 1. október til 30. apríl, mánudaga - laugardaga 12.00-15.00
Hægt er að hafa samband við safnstjóra ef auglýstur opnunartími hentar ekki.
Verðskrá
Fullt verð - 1.300 kr
Eldri borgarar - 1.000 kr
18 ára og yngri - Frítt
Hópar 10 eða fleiri - 1.000 kr
Hægt að semja um verð fyrir stærri hópa.