10. mars 2005

Styrkir til félaga- og félagasamtaka og starfslaun bæjarlistamanns 2005.

Menningar- og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki.  Umsóknafrestur rennur út 31. mars nk.  Leitið upplýsinga hjá fræðslu og menningarsviði. Menningar og tómstundaráð Vest

Menningar- og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki.  Umsóknafrestur rennur út 31. mars nk.  Leitið upplýsinga hjá fræðslu og menningarsviði.

Menningar og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til félaga og félagasamtak árið 2005.

Í gildandi reglum um úthlutun styrkjanna segir m.a.:

  • Sækja skal um styrkina hjá  Menningar og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar.  Einungis koma til greina félög og félagasamtök sem starfrækt eru í  Vestmannaeyjum.
  • Allir sem hljóta árlega fasta fjárstyrki skv. fjárhagsáætlun, skulu samningsbundnir og verkefnin skilgreind og greinargerðum um framkvæmd verkefna skilað inn í árslok þar sem við á.
  • Standi styrkþegar ekki við gerða samninga falla þeir út af næstu       fjárhagsáætlun.
  • Menningar- og tómstundaráð (MTV)  úthlutar tvisvar á ári starfsstyrkjum til annarra verkefna, í  mars og nóvember ár hvert.** 
  • Umsóknarfrestur er til 31. mars 2005.  Menningar og tómstundaráð velur úr framkomnum umsóknum og úthlutar á Sumardaginn fyrsta að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar. 

Starfslaun  bæjarlistamanns

Menningar og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum um starfslaun fyrir bæjarlistamann árið 2005.

Í gildandi reglum um úthlutun starfslaunanna segir m.a.:

 

  • Sækja skal um starfslaun til Menningar og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar.  Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum.
  • Listamaður skal í umsókn sinni gera grein fyrir því, sem hann hyggst vinna.  Hann skal einnig gera grein fyrir því hvenær hann ætli að vinna að verkinu.
  • Umsóknarfrestur er til 31. mars 2005.  Menningar og tómstundaráð velur úr framkomnum umsóknum og úthlutar á Sumardaginn fyrsta að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar. 

Umsókn skal skila til Menningar- og tómstundaráðs Vestmannaeybæjar fyrir 31. mars nk. Og skulu þær vera í samræmi við framangreindar reglur.

Reglurnar í heild er hægt að fá afhentar á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu eða lesa á www.vestmannaeyjar.is

Nánari upplýsingar veita Kristín Jóhannsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdarstjóri menningar og fræðslusviðs í síma 4882000 og 4813555

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja

Menningar- og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar

 

 


Jafnlaunavottun Learncove