Á næstunni hefst vinna við að fjarlægja númerslausar bifreiðar af lóðum og götum bæjarins.
Búið er að líma aðvörunarmiða á bifreiðarnar með lokafresti til að fjarlægja þær.
Fyrirtækið Vaka ehf, mun fjarlægja þær bifreiðar sem enn eru til staðar og það á kostnað eigenda bifreiðanna. Bifreiðarnar verða fluttar í Vökuportið í Reykjavík. Kostnaður við að fjarlægja eina bifreið er verulegur.
Skorað er á viðkomandi að klára sín mál svo ekki komi til aðgerða.
 
LESA MEIRA3.júlí 2015 - 08:15
Vestmannaeyjabær auglýsir eftir sálfræðingi til starfa hjá fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða afleysingu í eitt ár frá og með 1. september 2015. Starfið er á sviði skóla- og félagsþjónustu. 

LESA MEIRA25.júní 2015 - 09:11
Vestmannaeyjabæjar auglýsir laust til umsóknar starf fulltrúa á bæjarskrifstofur (fjölskyldu- og fræðslusvið). Starfshlutfallið er 50% og mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 15. ágúst n.k.
LESA MEIRA24.júní 2015 - 08:41
Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns búsetaþjónustu fatlaðs fólks. Starfshlutfall er 100% og mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf í síðasta lagi 1. september n.k.
LESA MEIRA11.júní 2015 - 13:27
Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir félagsráðgjafa til starfa við félagsþjónustu sveitarfélagsins.  Um er að ræða 100% afleysingarstöðu til eins árs frá og með hausti 2015.
LESA MEIRA11.júní 2015 - 11:59
 Vinna við goslokahátíð Vestmannaeyja, sem haldin er 2.-5.júlí, er nú langt á veg komin og dagskráin farin að taka á sig mynd. Hátíðin verður fjölbreytt og skemmtileg, eins og ávallt, og eitthvað í boði fyrir alla.

Fjölmargar listasýningar, fjölbreytt barnadagskrá og hefðbundið fjör á Skipasandi eru fastir liðir. Þá verður skemmtilegt að sjá lífið sem Sirkus Íslands mun koma með í bæinn, en um 30 sirkuslistamenn ferðast með sirkusnum en sýni...ngar þeirra verða í sirkustjaldi á Malarvellinum. 

LESA MEIRA10.júní 2015 - 08:27

Nú vantar fleiri daggæslupláss fyrir yndisleg Vestmannaeyjakríli.
Ef þú hefur áhuga og aðstæður til að gerast dagforeldri í heimahúsi hafðu þá endilega samband við Ernu Jóhannesdóttur fræðslufulltrúa í Ráðhúsi Vestmannaeyja í síma 488-2000.
Hér er gott atvinnutækifæri og tekjumöguleikar þar sem um sjálfstætt starfandi aðila er að ræða.

LESA MEIRA10.júní 2015 - 08:25
Fimmtudagur 4. júní
Kl. 22.00 Árni Johnsen og félagar í Akóges, margir góðir gestir, Pálmi Gunn, Maggi Eiríks ásamt Þeim sem detta inn um dyrnar. Hljóðfæri á staðnum.
LESA MEIRA5.júní 2015 - 11:18
Eyja'ppið

App um Eyjar

Heimaey í hendi þér

Nýtt snjallsímaforrit um sveitarfélagið og þá þjónustu sem það hefur upp á að bjóða er væntanlegt. Verkið er á lokastigum undirbúnings og nú stendur yfir allsherjar skráning á fyrirtækjum og þjónustu. Appið er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn sem leiðsögumaður í vasa.

LESA MEIRA29.maí 2015 - 13:42
Fimmtudaginn 28. maí í Sagnheimum, byggðasafni kl. 12.00.

LESA MEIRA27.maí 2015 - 12:00
Starfsmenn óskast í hlutastörf til að sinna umsjón á gæsluvellinum Strönd tímabilið frá 20. júlí til 14. ágúst  2015.
Gæsluvöllurinn verður opinn kl. 13 – 16  virka daga fyrrgreint tímabil fyrir börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð og áhuga á að starfa með börnum í útivist.
 
 
LESA MEIRA27.maí 2015 - 09:45
Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í verkið: Ægisgata 2, Vestmannaeyjum utanhússfrágangur.
LESA MEIRA26.maí 2015 - 10:33
sem ekki geta sinnt garðslætti án aðstoðar

Garðsláttur fyrir eftirlaunaþega og öryrkja

Vestmannaeyjabær niðurgreiðir garðslátt fyrir þá eftirlaunaþega og öryrkja sem ekki geta sinn garðslætti sjálfir. Alla jafna er boðið upp á slíka þjónustu þar sem allir fullorðnir heimilismenn eru lífeyrisþegar en annars ekki. Réttur til þjónustunnar miðast við garða þeirra húsa þar sem umsækjandi hefur fasta búsetu. Lóðir við fjöleignahús tilheyra ekki þessari þjónustu nema að allir íbúar þess séu lífeyrisþegar og falla undir ofangreindar forsendur.
 
LESA MEIRA19.maí 2015 - 11:32

Þjónusta

 Smelltu hér til að fá upplýsingar um þjónustu í Vestmannaeyjum.

Stjórnsýsla

Smelltu hér til að fá upplýsingar um stjórnsýslu í Vestmannaeyjum.

Ferðamenn

Smelltu hér til að fá upplýsingar um ferðaþjónustu og menningu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Kirkjuvegi 50 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159