Ljós verða kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni fimmtudaginn 26.nóvember kl. 17.30. Tréið er í ár gjöf frá hjónunum Erni Ólafssyni og Hrefnu Hilmisdóttur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 
LESA MEIRA18.nóvember 2015 - 21:20
Unnið er að gerð nýrrar íbúaskrár 1. desember 2015 og eru þeir,

sem eiga eftir að tilkynna um breytt lögheimili, vinsamlega beðnir

að ganga frá skráningu hið fyrsta eða eigi síðan en 5. desember

nk.

LESA MEIRA6.nóvember 2015 - 14:03

Fimmtudagur 5. nóv.:

Kl. 14.00-16.00 Forspil ljósmynda í Ingólfsstofu í Safnahúsi. Kynning á nýjum vef Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.

LESA MEIRA3.nóvember 2015 - 08:21
Óskum eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu og frekari liðveislu. Starfið felur í sér aðstoð við einstaklinga inn á heimili þeirra og við athafnir daglegs lífs, þrif, matarinnkaup ofl. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða 50-70 % starfshlutfall í afleysingar, með möguleika á framtíðarstarfi. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Umsóknarfrestur til 6.nóvember.
LESA MEIRA28.október 2015 - 11:12
Vinna við Aðalskipulag Vestmannaeyja fyrir tímabilið 2015 - 2035 stendur nú yfir. Nýtt aðalskipulag mun leysa núv. aðalskipulagsáætlun úr gildi. Áætlað er að ferlið taki um 2 ár og hlýtur það meðferð samkvæmt
Skipulagslögum nr.123/2010.
 
Lýsing á vinnuferlinu
Samkvæmt lögunum skal fyrst vinna lýsingu á aðalskipulagsgerðinni þar sem fram kemur hvernig unnið verður að tillögunni, hverjar séu áherslur bæjarstjórnar, upplýsingar um fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli svo sem um kynningu og samráð við íbúa og hagsmunaaðlila. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti lýsingu aðalskipulaggerðarinnar þann 15. október 2015 og stendur kynning hennar nú yfir.
Gögn liggja frammi í safnahúsi Ráðhúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5 og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is/is/page/skipulagsmal
Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á bygg@vestmannaeyjar.is innan þriggja vikna frá auglýsingu þessari.
 
Nánari upplýsingar gefur Skipulags- og byggingarfulltrúi á skrifstofu sinni að Skildingavegi 5. Sími 4882530.
 
 
LESA MEIRA27.október 2015 - 13:47
Viljum minna á að í dag, fimmtudaginn 22.október er síðasti dagurinn til að skila inn erindum varðandi fjárhagsáætlun ársins 2016.
LESA MEIRA22.október 2015 - 16:22
Lýsing skipulagáætlana: Deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði í Eldfellshrauni (A-3)
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 15 okt. 2015 að kynna lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag á athafnasvæði í Eldfellshrauni (A-3) í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Í lýsingu koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, umhverfismat, fyrirliggjandi stefnu aðalskipulags og fyrirhugað skipulagsferli.
 
Gögn liggja frammi hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5 og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is/is/page/skipulagsmal
Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á bygg@vestmannaeyjar.is innan þriggja vikna frá auglýsingu þessari. 
 
Nánari upplýsingar gefur Skipulags- og byggingarfulltrúi á skrifstofu sinni að Skildingavegi 5. Sími 4882530.
 
LÝSING DEILISKIPULAGS - pdf
LESA MEIRA19.október 2015 - 14:15
Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsmanni til vinnu í Sambýlinu Vestmannabraut 58b. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfallið 70%. 

LESA MEIRA14.október 2015 - 11:32
Vestmannaeyjabær og Líkamsræktarstöðin hafa undirritað leigusamning um sal í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Líkamsræktarstöðin (Hressó) mun reka þar heilsuræktarstöð með æfingartækjum frá viðukenndum aðilum og bjóða jafnframt upp á vandaða leiðsögn og undirbúning um notkun tækja og þjálfun. Hressó ber alla ábyrgð á starfsemi heilsuræktarstöðvarinnar og starfsmönnum henni tengdri. Leigutíminn er frá ársbyrjun 2016 og gildir í fimm ár. 

LESA MEIRA9.október 2015 - 14:23

Í samræmi við aukna áherslu Vestmannaeyjabæjar á íbúalýðræði og aðgengi bæjarbúa að sjálfsögðum áhrifum hefur nú á ný verið opnað fyrir ábendingar og styrkumsóknir er lúta að fjárhagsáætlunum.

 

LESA MEIRA7.október 2015 - 13:31
 Auglýst er eftir starfsmanni á Bókasafni Vestmannaeyja
LESA MEIRA2.október 2015 - 13:27
Laus eru til umsóknar tvö störf í málefnum aldraðra. Annars vegar er um að ræða umsjón með félagslegri heimaþjónustu og hins vegar umsjónaraðila með dagdvöl á Hraunbúðum.
LESA MEIRA1.október 2015 - 10:32
Í dag, 30. september 2015, er síðasti vinnudagur Áka Heinz Haraldssonar í Ráðhúsinu. Áki hefur starfað í Ráðhúsinu öðrum lengur, hvorki meira né minna en í 42 ár. Sjálfur segir Áki að hann hafi valið daginn í dag sem síðasta vinnudag á vinnumarkaði þar sem faðir hans hefði orðið 104 ára í dag og því væri auðvelt fyrir hann að muna hvenær hann lét af störfum.
 
 
LESA MEIRA30.september 2015 - 11:49

Þjónusta

 Smelltu hér til að fá upplýsingar um þjónustu í Vestmannaeyjum.

Stjórnsýsla

Smelltu hér til að fá upplýsingar um stjórnsýslu í Vestmannaeyjum.

Ferðamenn

Smelltu hér til að fá upplýsingar um ferðaþjónustu og menningu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Kirkjuvegi 50 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159