Vestmannaeyjabær og Líkamsræktarstöðin hafa undirritað leigusamning um sal í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Líkamsræktarstöðin (Hressó) mun reka þar heilsuræktarstöð með æfingartækjum frá viðukenndum aðilum og bjóða jafnframt upp á vandaða leiðsögn og undirbúning um notkun tækja og þjálfun. Hressó ber alla ábyrgð á starfsemi heilsuræktarstöðvarinnar og starfsmönnum henni tengdri. Leigutíminn er frá ársbyrjun 2016 og gildir í fimm ár. 

LESA MEIRA9.október 2015 - 14:23

Í samræmi við aukna áherslu Vestmannaeyjabæjar á íbúalýðræði og aðgengi bæjarbúa að sjálfsögðum áhrifum hefur nú á ný verið opnað fyrir ábendingar og styrkumsóknir er lúta að fjárhagsáætlunum.

 

LESA MEIRA7.október 2015 - 13:31
 Auglýst er eftir starfsmanni á Bókasafni Vestmannaeyja
LESA MEIRA2.október 2015 - 13:27
Laus eru til umsóknar tvö störf í málefnum aldraðra. Annars vegar er um að ræða umsjón með félagslegri heimaþjónustu og hins vegar umsjónaraðila með dagdvöl á Hraunbúðum.
LESA MEIRA1.október 2015 - 10:32
Í dag, 30. september 2015, er síðasti vinnudagur Áka Heinz Haraldssonar í Ráðhúsinu. Áki hefur starfað í Ráðhúsinu öðrum lengur, hvorki meira né minna en í 42 ár. Sjálfur segir Áki að hann hafi valið daginn í dag sem síðasta vinnudag á vinnumarkaði þar sem faðir hans hefði orðið 104 ára í dag og því væri auðvelt fyrir hann að muna hvenær hann lét af störfum.
 
 
LESA MEIRA30.september 2015 - 11:49
Í gær var skrifað var undir Þjóðarsáttmála um læsi, var athöfnin haldin í Eldheimum. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Elliði Vignisson bæjarstjóri og Sigrún Alda Ómarsdóttir fyrir hönd Heimilis og skóla skrifuðu undir sáttmálann.

LESA MEIRA22.september 2015 - 13:23
Menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson kemur til Vestmannaeyja mánudaginn 21.september til að undirrita Þjóðarsáttmála um læsi  dagskráin verður í Eldheimum og hefst kl. 9:00.  
LESA MEIRA19.september 2015 - 11:44

Óskað er eftir kvenmanni í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.

Um er að ræða 100% starfshlutfall til framtíðar. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf þann 1. október nk.

LESA MEIRA8.september 2015 - 14:24
 Starfsmann vantar í ræstingar á Rauðagerði Frístundahúsi, 50% starfshlutfall.
LESA MEIRA28.ágúst 2015 - 11:58
Vestmannaeyjabær, Umhverfis- og framkvæmdasvið, óskar eftir tilboðum í vinnu við endurnýjun á þakklæðningum á Týsheimili við Hásteinsvöll, í Vestmannaeyjum, samkvæmt útboðslýsingu.
 
Verkinu á að ljúka eigi síðar en 16. Nóvember 2015.
Tilboðum skal skila til Bjarna Ólafs Marinóssonar í Umhverfis- og Framkvæmdarsviði Vestmannaeyja að Skildingavegi 5 fyrir mánudaginn 7. September 2015 kl. 11.00
 
Merkja skal tilboðin: “Týsheimili, Þakklæðning, endurnýjun - tilboð”
 
Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu hjá Umhverfis- og Framkvæmdarsviði Vestmannaeyja.
 
LESA MEIRA27.ágúst 2015 - 08:33
Þar sem ítrekaðar auglýsingar eftir dagforeldrum hafa ekki skilað árangri auglýsir Vestmannaeyjabær nú eftir starfsfólki til að vinna við daggæsluúrræði sem áætlað er að verði rekið til bráðabirgða  á Gæsluvellinum við Strönd,  Miðstræti kl.  7.45 – 15.00 virka daga fram á vor.

 

Auglýst er eftir  starfsfólki í 2 til 2,5 stöðugildi.  Laun eru  skv kjarasamningum STAVEY og  Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar og í  þjónustuveri Ráðhússins og skal skila þangað.  Umsóknarfrestur er til 10. september n.k.

 

Nánari upplýsingar fást hjá  Írisi Róbertsdóttur fulltrúa  Vestmannaeyjabæjar í síma  488-2000 eða á netfanginu iris@vestmannaeyjar.is

 

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja

LESA MEIRA26.ágúst 2015 - 15:23
Þann 25. ágúst sl. undirrituðu stjórnendur  leik- og grunnskólanna, bæjarstjóri og formaður fræðsluráðs sameiginlega  framtíðarsýn í menntamálum  sem felur í sér  að leggja beri áherslu  á að efla  læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjabæjar.  Áhersla er m.a. lögð á  að styrkja og efla samstarf  starfsmanna skólanna og  forráðamanna því  þar býr aflið sem  getur skapað  nemendum öruggt og styðjandi umhverfi til náms og  stuðlað að árangri  þeirra og vellíðan.   
 

Markmiðið er  að skólarnir í sveitarfélaginu verði meðal þeirra fremstu á landinu hvað varðar vellíðan nemenda, faglegt starf, kennslu og námsárangur. Nemendur  skólanna munu fá  skjal afhent,  þar sem  helstu áhersluatriði  framtíðarsýnarinnar eru tíunduð.  Þeir,  ásamt forráðamönnum, eru beðnir að skrifa undir skjalið og hengja það upp á heimilum sínum til  að staðfesta að þeir styðji framtíðarsýnina og vilji leggja sitt af mörkum til að  hún gangi eftir.   Bæjarbúar allir eru hvattir til að styðja við skólana með ráðum og dáð með jákvæðri og hvetjandi umfjöllun.  

 

Allir þeir, sem komu að gerð framtíðarsýnarinnar og lögðu til málanna, fá miklar þakkir fyrir áhugann sem þeir sýndu og  vinnuna sem þeir lögðu fram.   Óskin er sú að  þessi vinna  skili  börnum og ungmennum í Vestmannaeyjum  auknum  árangri, metnaði, og færni til framtíðar.

 

Erna Jóhannesdóttir

fræðslufulltrúi

 
LESA MEIRA26.ágúst 2015 - 14:27
Óskað er eftir starfsmanni í Týsheimili. Um er að ræða um. 50-60% starfshlutfall og er ráðningartími frá 15. september – 15. maí. Vinnutími á virkum dögum frá ca. 13-18 nema föstudaga frá ca. 13-15. Gæti hentað skólafólki og möguleiki á að ráða tvo starfsmenn sem skipta með sér vöktum. Einnig möguleiki á afleysingum í Íþróttamiðstöð meðfram starfinu og sumarvinnu. Í starfinu felst m.a hreingerningar, eftirlit, almenn þjónusta við notendur mannvirkisins o.fl.
LESA MEIRA13.ágúst 2015 - 13:12

Þjónusta

 Smelltu hér til að fá upplýsingar um þjónustu í Vestmannaeyjum.

Stjórnsýsla

Smelltu hér til að fá upplýsingar um stjórnsýslu í Vestmannaeyjum.

Ferðamenn

Smelltu hér til að fá upplýsingar um ferðaþjónustu og menningu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Kirkjuvegi 50 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159