Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi á miðsvæði, um er að ræða 2. áfanga miðbæjarskipulags. 
 
Deiliskipulagið er síðasti hlekkurinn í deiliskipulagsvinnu Vestmannaeyjabæjar á miðsvæði bæjarins. Svæðið afmarkast af Strandvegi til norðurs, Heiðarvegi og Norðursundi til vesturs. Til suðurs og austurs afmarkast deiliskipulagssvæðið af Deiliskipulagi miðbæjar, samþykktu 2005. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 1.270 m2 byggingarreit fyrir verslunarhúsnæði við Miðstræti.
 
Hér er hægt að skoða kynningarefni skipulagstillögunar.
 
 
LESA MEIRA28.janúar 2015 - 11:31
S.l. ár var eitt besta ár í manna minnum þar sem ekkert útkall var vegna brunatjóna.
LESA MEIRA27.janúar 2015 - 09:28
Starfsmann vantar til afleysinga í eldhús Hraunbúða, um er að ræða vaktavinnu.

LESA MEIRA26.janúar 2015 - 13:43
Þar sem ítrekaðar auglýsingar eftir dagforeldrum hafa ekki skilað árangri auglýsir Vestmannaeyjabær  nú eftir starfsfólki til að vinna við daggæsluúrræði sem rekið verður til bráðabirgða  á Gæsluvellinum Strönd við Miðstræti kl. 8.00 – 15.00 virka daga fram á vor.
LESA MEIRA26.janúar 2015 - 11:27
Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2015 eru einungis sendir til eldri borgara 67 ára og eldri og fyrirtækja, aðrir fá álagningaseðilinn birtan rafrænt á island.is  á næstu dögum. 
LESA MEIRA21.janúar 2015 - 08:41
 Þann 1. febrúar nk. verður opnunartími þjónustuvers Ráðhússins sem hér segir:
Opið verður alla virka daga frá kl. 08.00 til 15.00. Opið verður í hádeginu. 
LESA MEIRA20.janúar 2015 - 15:16
Vestmannaeyjabær auglýsir nýja samþykkt um hunda- og kattahald í Vestmannaeyjabæ.
Samkvæmt nýju samþykktinni þá verður skylt að skrá alla hunda og ketti hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar og greiða af þeim leyfisgjald.
Samþykktin, ásamt gjaldskrá hefur þegar tekið gildi en skráning mun hefjast 15.janúar 2015 en skráningarfrestur verður til og með 15.júlí 2015. Er hunda- og kattaeigendum því gefin 6 mánaða frestur til þess m.a. að láta örmerkja dýrin samkvæmt reglugerð nr.1077/2004, um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni.
Umsóknareyðublöð má nálgast hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Skildingavegi 5 alla virka daga mili kl:08-00-12.00 og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar
 
 
LESA MEIRA9.janúar 2015 - 08:53

Fimmtudaginn 8. janúar

Kl. 21 | Blítt og létt hópurinn kemur fram á Eyjakvöldi á Kaffi Kró

 

Föstudaginn 9. janúar

Kl. 14 – 15.30 | Diskó - grímuball Eyverja í Höllinni

Jólasveinninn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá glaðning frá Eyverjum og nammipoka frá jólasveininum.

Kl. 19 | Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV

Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll og m.fl .

Kl. 00 | Þrettándaball

Stórsveitin BUFF leikur fyrir dansi.

 

LESA MEIRA6.janúar 2015 - 11:24
Þar sem veðurspá er því miður mjög óhagstæð næstu daga verða lendingalaug og leiklaug kældar niður í dag og lokaðar frá og með þriðjudeginum 6. janúar.

LESA MEIRA6.janúar 2015 - 08:27
Á undanförnum vikum hefur mikið verið rætt um samstarf kirkju og skóla.
LESA MEIRA15.desember 2014 - 11:20
Vestmannaeyjabær tilkynnir að frá og með 8. desember verður bæði leik- og lendingarlaug lokuð í óákveðin tíma. Þetta er gert til að mæta miklum aukakostnaði sem hlýst af varmatapi vegna veðurlags.  Vestmannaeyjabær mun á næsta ári kaupa yfirbreiðslu á hluta leiklaugar þannig að hægt sé að halda dýpri hlutanum opnum á þessum árstíma.

 
LESA MEIRA8.desember 2014 - 13:28
 Í Vestmannaeyjum er þörf fyrir fleiri dagforeldra í heimahúsum til að gæta yngstu Vestmannaeyinganna. Er það eitthvað fyrir þig? 

LESA MEIRA8.desember 2014 - 09:41
Eins og undanfarin ár stóð Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, fyrir eldvarnarviku í grunnskólum landsins. Sérstök áhersla var lögð á kynningu brunavarna fyrir 8 ára börn og fengu þau sérstakt heimaverkefni til úrlausnar með foreldrum sínum. 
 
LESA MEIRA8.desember 2014 - 08:38

Þjónusta

 Smelltu hér til að fá upplýsingar um þjónustu í Vestmannaeyjum.

Stjórnsýsla

Smelltu hér til að fá upplýsingar um stjórnsýslu í Vestmannaeyjum.

Ferðamenn

Smelltu hér til að fá upplýsingar um ferðaþjónustu og menningu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Kirkjuvegi 50 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159