12. nóvember 2024

Strandvegur 89-97 heimild til íbúða á efri hæðum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna sameiginlega lýsingu og tillögu á vinnslustigi vegna breytinga á  Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 -2035 fyrir landnotkunarreit athafnasvæðis AT-1 skv. 2. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 

Tillagan gerir ráð fyrir breyttum skilmálum athafnasvæði AT-1 sem á við um lóðir við Strandveg 89- 97 þar sem heimild verður fyrir íbúðarhúsnæði á efri hæðum. Áfram er kvöð um athafnastarfsemi á fyrstu hæð.

Kvöð eru um að núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst að starfsemi á og við svæðið fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um.

Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals í opnu húsi þann 19.- 21. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagssvefsjá sveitarfélagsins  og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar . Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 4. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

 


Jafnlaunavottun Learncove