17. apríl 2025

Strandvegur 44 (Klettur) - Tillaga að breyttu deiliskipulagi Hafnarsvæðis H-1 Vestmannaeyjum

Bæjarstjórn vestmannaeyja samþykkti þann 9. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulag Hafnarsvæðis H-1 og Miðsvæðis M-1 norðan Strandvegar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Strandveg 44. Tillaga að breyttu deiliskipulagi er auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur í sér að núverandi bygging verði rifin og þess í stað reist nýbygging á fjórum hæðum ásamt bílakjallara með allt að 12 stæðum.

Hlutverk jarðhæðar mun vera þjónustutengdur atvinnurekstur en núverandi bensínstöð er víkjandi. Á annarri til fjórðu hæð verða íbúðir og mun bílakjallari þjóna íbúðum með innkeyrslu frá Skólavegi.

Áætlaður fjöldi íbúða er 10-12. Gert er ráð fyrir bílastæðum í bílakjallara og á lóð auk samnýtingu almennra bílastæða á miðsvæði. Stærð byggingarreitar eykst frá 56 m2 í 450 m2 og heildar byggingarmagn ofanjarðar verður 1700 m2.

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagsvefsjá sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Einnig er hægt að hafa samband við skipulagsfulltrúa vegna málsins í gegnum tölvupósfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882530.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 28. maí 2025 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.


Jafnlaunavottun Learncove