31. október 2025

Skipulagsáætlanir iðnaðarsvæðis í Viðlagafjöru

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 29. október 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytt skipulagsáform í Viðlagafjöru skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Vestmannaeyjabæjar auglýsir skipulagslýsingu vegna skipulagsáforma sem fela í sér breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna stækkunar iðnaðarsvæðis I3 í Viðlagafjöru á svæði sem áður var skilgreint sem efnisvinnslusvæði. Skipulagslýsingin er einnig fyrir breytt deiliskipulag í Viðlagafjöru sem er unnið og auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Laxey ehf. áformar að auka umfang framleiðslugetu úr 11.500 tonnum í 42.000 tonn á ári ásamt áformum að reisa seiðaeldisstöð í Viðlagafjöru. Hafið er ferli umhverfismats vegna stækkunar landeldisins og þær skipulagsbreytingar sem hér eru kynntar samræmast þeim áætlunum. Upplýsingar um matsferli vegna stækkunar landeldisstöðvarinnar má sjá í skipulagsgátt en þar var matsáætlun kynnt vorið 2025.

Með breytingu á aðalskipulagi er áætlað að stækka iðnaðarsvæðið í Viðlagafjöru til að auka við athafnasvæði fiskeldis sem þar er starfrækt. Með breytingu deiliskipulags verður deiliskipulagssvæðið stækkað, lóðir afmarkaðar til norðurs og byggingarheimildir auknar vegna stækkunar landeldisstöðvar Laxeyjar ehf.

Skipulagsgögn má finna á útprentuðu formi í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsvefsjá Vestmannaeyjabæjar og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Umsagnir skulu berast í gegnum Skipulagsgátt eða skriflega í afgreiðslu Ráðhúss.

Veittur er frestur til og með 14. nóvember 2025 til að skila athugasemdum vegna málsins.

Mynd-dagga-2


Jafnlaunavottun Learncove