13. nóvember 2024

Miðgerði – nýjar lóðir fyrir íbúðarhúsnæði

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu deiliskipulagi Austurbæjar vegna breytinga á  fyrirkomulagi íbúðarlóða við götuna Miðgerði skv. 3. mgr. 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 

Tillagan gerir ráð fyrir lóð fyrir raðhús við Helgafellsbraut, tveim lóðum fyrir parhús og sex lóðum fyrir einbýlishús í nýrri götu Miðgerði.

· Raðhús = Þrjár einingar, hámarks byggingarmagn 220 m2 hver eining, 2 hæðir

· Tvíbýli = 2 hús, hámarks byggingarmagn 180 m2 hver eining, 2 hæðir

· Einbýlishús = 6 hús, hámarksbyggingarmagn 240 m2, 2 hæðir eða hæð og kjallari.

Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals í opnu húsi þann 19.-21. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 4. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skiplagsgatt.is).

 


Jafnlaunavottun Learncove