Deiliskipulagsbreyting vegna spennustöðvar Ísfélags Vestmannaeyja við FES
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkt þann 30. júlí 2024 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna spennustöðvar Ísfélags Vestmannaeyja hf. við Strandveg 14.
Tillagan gerir ráð fyrir að lóðarmörk við Strandveg 16 færist að austurgafli tengivirkis sem er á lóðinni. Ný lóð fyrir spennistöð verða skráð austan við Strandveg 16 með húsnúmerið 16A. Stærð lóðar verðu 255 m2, nýtingarhlutfall 1,0 og hámarkshæð 7 m.
Skipulagsgögn eru einnig til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagsvefjáá heimasíðu bæjarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 16. ágúst 2024 til 27. september 2024.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 27. september 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.