Bætt þjónusta við bæjarbúa
Fræðslumiðstöð Vestmannaeyja - fm@vestmannaeyjar.is - framtíðarnafn.
Skólaskrifstofu Vestmannaeyjabæjar er ætlað að vera faglegt forystuafl í skólamálum bæjarins og hafa eftirlit með skólastarfinu í umboði Skólamálaráðs .
Unnið er að því að efla það starf sem fram fer á Skólaskrifstofunni gera sem skilvirkast og tengja betur við starfsmenn stofnana og bæjarbúa.
Liður í þeirri viðleitni er m.a. að auðvelda forráðamönnum, kennurum, nemendum og öðrum aðgang að ráðgjöfum Skólaskrifstofunnar.
Má þar nefna að Helga Tryggvadóttir námsráðgjafi verður framvegis með viðtalstíma í Ráðhúsinu á föstudögum frá klukkan 13:00-15:00. Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi verður einnig með viðtalstíma á föstudögum frá klukkan 13:00 - 15:00. Hún sinnir kennslu- og sérkennsluráðgjöf. Eigi menn erindi við aðra starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs s.s. íþrótta-og æskulýðsfulltrúa, leikskólafulltrúa, menningarfulltrúa eða framkvæmdastjóra nægir að hringja í þjónustuver, panta viðtalstíma, koma á staðinn nú eða senda skrifleg erindi á viðkomandi á netfang Fræðslumiðstöðvarinnar fm@vestmannaeyjar.is merkt ákveðnum starfsmanni. Viðtalstímar verða nánar auglýstir síðar.
Nú er hafin vinna meðal starfsmanna fræðslu og menningarsviðsins;
að endurskoða allt innra starf með það að markmiði að tengja menningarmál, fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmál betur saman en verið hefur, auka flæði upplýsinga og samþætta þannig að úr verði ein sterk og skilvirk heild sem tengist inn í skólana, söfnin, íþrótta-og æskulýðsstarfið og aðrar stofnanir bæjarins og verði aðgengilegri fyrir bæjarbúa.
Fræðslumiðstöðin verður framtíðarnafn þessarar heildar og verður með netfangið fm@vestmannaeyjar.is. Eins og áður segir með því að hringja, skrifa eða senda erindi í rafpósti á fyrrnefnt netfang merkt málaflokki er verið að reyna að tryggja sem best að bæjarbúar fái skjóta og góða þjónustu og svör við þeim spurningum sem á þeim brenna hverju sinni. Þjónustuver Ráðhússins beinir fólki á réttar brautir varðandi erindi þeirra og rétt er að benda á nýjan og lengri opnunartíma Ráðhússins, 8:15-12:00, og 12:30-16:00.
Helstu starfsmenn Fræðslumiðstöðvarinnar eru: Ólöf A. Elíasdóttir, íþrótta-og æskulýðsfulltrúi, Sigurgeir Jónsson, menningarfulltrúi, Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi, Auður Karlsdóttir, leikskólafulltrúi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs. Auk framantaldra eru Jón Pétursson sálfræðingur starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar svo og Helga Tryggvadóttir námsráðgjafi.
Við úrlausnir sértækra mála nýtur Fræðslumiðstöðin þjónustu og ráðgjafar Félags- og fjölskyldusviðs bæjarins sem og annarra er kunna að vera tilkallaðir.
Stefnt er að útgáfu fréttabréfs Fræðslumiðstöðvarinnar er fram líða stundir.
Að lokum viljum við vekja athygli á vef Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjar.is en þar geta bæjarbúar kynnt sér fréttir af ?Skólamálum", lesið nýjustu fréttir af starfsemi sviðsins, skoðað ?Athyglisverðar staðreyndir" og annað forvitnilegt.
Minni og á vefinn skolamal@vestmannaeyjar.is, sem er beintengdur við meðlimi stýrihópsins sem fer með endurskoðun skólamála
Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs.