11. janúar 2005

Auglýsing um Aðalskipulag Vestmannaeyja

Í samræmi við skipulags- og byggingarlög samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja þann 10.janúar 2005 tillögu að nýju Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 með breytingum.  Tillöguna ásamt breytingum má ná

Í samræmi við skipulags- og byggingarlög samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja þann 10.janúar 2005 tillögu að nýju Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 með breytingum.  Tillöguna ásamt breytingum má nálgast á vef bæjarins www.vestmannaeyjar.is  og á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs, Tangagötu 1.

Athugasemdir almennings og stofnana ásamt umsögnum Umhverfis- og skipulagsráðs og bæjarstjórnar um þær liggja frammi á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs.  Aðalskipulagið hefur fengið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum, mæla fyrir um og fer til yfirferðar Skipulagsstofnunar og staðfestingar Umhverfisráðherra.

Vestmannaeyjum, 11.janúar 2005
Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar

Athugasemdir sem komu inn  og afgreiðslu þeirra má finna í neðangreindum fundargerðum

Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi breytingar á fundi sínum þann 10.janúar 2005 og staðfesti einnig ofangreindar fundargerðir og þar með þær breytingar sem samþykktar voru þar.

?Lagt er til að inn í kafla 4.12.5 U-10 verði bætt eftirfarandi "ennfremur ræktuð tún, nytjuð af tómstundabændum samkvæmt núgildandi samningum og nýjum"

Í kafla 4.12.5 komi
U-10 ?Félagsvæði hestamanna við Dali, ennfremur ræktuð tún, nytjuð af tómstundabændum samkvæmt núgildandi samningum og nýjum. Stærð svæðis er 6,0 ha."

Lagt er til að eftirfarandi kafla verði bætt aftan við kafla 4.22.5.
Í kafla 4.22.6 og 4.22.7  komi

4.22.6 Mat á umhverfisáhrifum Hverfisverndarsvæði
Ekki er gert ráð fyrir að fram fari umhverfismat skipulagstillagnanna og skipulagstillögurnar eru ekki háðar mati samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

4.22.7 Framkvæmd skipulagstillögunnar, Hverfisverndarsvæði
Í samstarfi Umhverfis- og skipulagsráðs og Náttúrustofu Suðurlands verði settar reglur um hverfisverndun eins og fram kemur hér að framan. Stærð og mörk svæðanna koma fram skipulagsuppdráttum og í kafla 4.22.4 hér að framan.

Í hverfisverndarreglunum skal koma fram:

  • 1. Ákvæði um að nytjar svæðanna verði með svipuðu sniði og verið hefur m.t.t beitar, fugla- og eggjartekju, umferð takmörkuð um varptíma og skotveiði bönnuð.
  • 2.Ákvæði um að fótgangandi fólki er verði heimil för um svæðin og ekki má
  • hindra slíka för með girðingum nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili eða hlið.
  • 3. Ákvæði um friðun fornminja og annarra minja s.s hella,grjótgarða o.þ.h. og gosminja þar sem það á við.
  • 4. Ákvæði um uppgræðslu, ræktun, beitarstýringu og friðun gerð í samvinnu við Landgræðslu ríkisins.
  • 5. Ákvæði um að óheimilt sé að setja upp nýjar girðingar nema með leyfi Umhverfis- og skipulagsráðs.
  • 6. Ákvæði um takmörkun á framkvæmdum. Óheimilt sé að gera á svæðinu jarðrask nema með leyfi Umhverfis- og skipulagsráðs og í sérstökum tilfellum Umhverfisstofnunar þar sem það á við.
  • 7. Ákvæði um leigu á landi og öðrum  hlunnindum verði með svipuðu sniði og verið hefur samkvæmt ákvörðun Umhverfis- og skipulagsráðs, mælingum skipulags- og  byggingarfulltrúa og staðfestingu Bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
  • Gert er ráð fyrir að gert verði deiliskipulag á svæðunum HV-8 og HV-9 áður en framkvæmdir hefjast."

 


Jafnlaunavottun Learncove