Sorpmál í Vestmannaeyjum
Sorpmál tilheyra Umhverfis- og skipulagsráði og falla undir Umhverfis- og framkvæmdasvið.
Opnunartími Söfnunarstöðvarinnar:
Virka daga, frá kl: 10:00 til 18:00.
Laugardaga og Sunnudaga frá kl: 11:00 til 16:00
Sími: 456-4166 og 853-6667
Fjórir flokkar heima
Með lögum um hringrásarhagkerfi varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír og pappa, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang.
Málmumbúðum, glerumbúðum og textíl þarf að skila á grenndarstöð eða á söfnunarstöð úrgangsefna.
Lyfjum og lyfjaumbúðum má skila í apótekum.
Hægt er að nálgast bækling hér
Blandaður úrgangur
Í tunnu fyrir blandaðan úrgang fer allur óendurvinnanlegur úrgangur, óhreint hráefni eða hráefni samsett úr ólíkum efnum.
Dæmi um það sem henda ætti í almennu tunnuna:
- Handþurrkur
- Bómullaskífur
- Eyrnapinnar
- Einnota hanskar
- Óhreinar umbúðir
- Bleyjur
- Tíðarvörur
- Bökunarpappír
- Tyggjó
- Ryksugupokar
- Stór bein
- Snyrtivöruafgangar
- Kattasandur og dýrasaur
Dæmi um það sem ekki má fara í tunnu fyrir blandaðan úrgang
- Spilliefni
- Raftæki
- Rafhlöður
Þegar úrgangur er ekki flokkaður tapast oftast auðlindir sem gætu annars verið endurnýttar og tekjur sem gætu komið frá sölu endurunninna hráefna. Urðun blandaðs úrgangs er kostnaðarsöm og með því að flokka er því hægt að draga úr kostnaði vegna sorpförgunar.
Urðun og brennsla blandaðs úrgangs losar einnig efni í umhverfið í formi gastegunda eða efnamengunar.
Matarleifar og lífrænn úrgangur
Matarleifar falla til í eldhúsum heimila og fyrirtækja. Dæmi um matarleifar sem má nota í moltugerð
Dæmi um það sem henda ætti í lífrænu tunnuna:
- Ávextir og grænmeti
- Pasta og kartöflur
- Brauð
- Hrísgrjón ofl. kornmeti
- Kaffikorgur og kaffifilter
- Eldaðir fiskiafgangar
- Eldaðir kjötafgangar
- Eggjaskurn
- Tepokar
- Tannstönglar
- Afskorin blóm
- Eldhúspappír
Dæmi um það sem ekki má fara í lífrænu tunnuna
- Plast
- Bleyjur
- Sláturúrgangur
- Dýrasaur
- Kattasandur
- Ryksugupokar
- Eyrnapinnar
- Bómullarhnoðrar
Matarleifum skal hent í bréfpoka.
Söfnun á matarleifum eða lífrænum úrgangi er mikilvæg til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Úr lífrænum úrgangi sem safnast við heimili er framleitt metangas og molta eða jarðvegsbætir. Metangas nýtist meðal annars sem bifreiðaeldsneyti og molta nýtist til landgræðslu.
Moltugerð / jarðgerðartunnur
Öll heimili geta á einfaldan máta hjálpað til við að halda eyjunni okkar fagurri, með því að taka lífrænt heimilissorp og gras og koma því fyrir í moltu þar sem að það brotnar niður á náttúrulegan máta svo úr verður mjög næringarríkur og góður jarðvegsbætir.
Á vef umhverfisstofnunnar er að finna leiðbeiningar um notkun jarðgerðartunna .
Tunna fyrir pappír og pappa
Í tunnu fyrir pappír og pappa má setja pappír, bylgjupappa, fernur, sléttan pappa, dagblöð og tímarit. Til að hægt sé að endurvinna umbúðir/hráefni þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matarleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með almennu sorpi.
Dæmi um það sem má fara í pappatunnuna:
- Dagblöð
- Tímarit
- Skrifstofupappír
- Minnismiðar
- Bækur án harðkápu
- Umslög
- Fernur
- Umbúðir úr pappa
- Pappahólkar
- Eggjabakkar
- Pizzakassar (án matarleifa og olíu)
- Kassar með bylgjaðar brúnir
Dæmi um það sem ekki má fara í pappa og pappírtunnuna
- Óhreinar umbúðir
- Handþurrkur
- Servíettur/munnþurrkur
- Bökunarpappír
- Pakkabönd
- Möppur
- Bókakápur
Mjólkurfernur og djúsfernur eru endurvinnanlegar þar sem til er aðskilinn endurvinnsluferill fyrir þær. Ekki þarf að rífa plasttappa eða álfilmur frá.
Ef pizzakassar eru mikið óhreinir er best að aðskilja óhreina og hreina hlutann og setja hreina hlutann í pappa.
Tunna fyrir plast
Til að hægt sé að endurvinna plast þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matar- og efnaleifar úr umbúðum, annars eiga þær heima með blönduðum úrgangi.
Dæmi um það sem má fara í tunnu fyrir plast:
- Plastbakkar
- Plastpokar
- ·Plastbrúsar
- Plastglös
- Áleggsbréf
- Skvísur
- Snakkpokar
- Plastdiskar
- Plastlok
- Plastbakkar með loki
- Plasttappar
Dæmi um það sem ekki má fara í plast tunnuna
- Óhreinar umbúðir
- Leikföng með rafhlöðum
- Raftæki
- Geisladiskar og DVD
- Tannburstar
- Plastmöppur
- Lyfjaspjöld
- Umbúðir undan spilliefnum
Meginreglan til að þekkja í sundur ál og plast er sú að plast sléttir aftur úr sér eftir að það er krumpað, ál helst hins vegar krumpað.
Með því að flokka pappa og plast í sitt hvora tunnuna, næst betri flokkun og líkur á endurvinnslu aukast heldur en með einni tunnu þar sem flokkarnir blandast saman.
Tvær grenndarstöðvar
Í vestmannaeyjum eru tvær grenndarstöðvar sem taka á móti málmi, gler og textíl.
Grenndarstöðvar eru staðsettar á eftirfarandi stöðum:
- Við Eyjahraun 1 og 3 (sjá á korti)
- Við Tangagötu (sjá á korti)
Samþykktir, gjaldskrár o.fl.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum frá 4. ágúst 2005
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum
Gagnlegir tenglar:
FENÚR - Fagráð um Endurnýtingu Úrgangs