Sorpmál

Sorpmál tilheyra Umhverfis- og skipulagsráði og falla undir Umhverfis- og framkvæmdasvið. 

Sorpflokkun
Í sorpeyðingastöð Vestmannaeyja er tekið við sorpi sem flokkað hefur verið á eftirfarandi máta:

Almennt sorp - Gráa tunnan
Almennt sorp er í raun blandaður úrgangur frá fyrirtækjum og heimilum. Þetta er að mestu úrgangur sem ekki getur flokkast í skilgreindan endurvinnsluferil og er þar af leiðandi óendurvinnanlegt. Dæmi um almennt sorp frá heimilum er t.d. bleyjur, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa o.fl.

Almennt heimilissorp er sett í Gráu tunnuna.

Lífrænt heimilissorp - Brúna tunnan
Lífrænn úrgangur er sá úrgangur sem er niðurbrjótanlegur af örverum (með eða án tilkomu súrefnis) t.d. matarleifar eins og ávexti, grænmeti, brauð, eggjaskurn, kjöt, fisk, pasta, hrísgrjón, tepoka, kaffikorg og annað þessháttar.

Það sem ekki á að fara í lífrænu tunnuna er t.d:

Ryksugupokar, bleyjur, gler, plast, aska, hunda- og kattasandur, málmar eða annar ólífrænn úrgangur.

Endurvinnanlegt sorp - Græna tunnan
Til endurvinnanlegs sorps teljast dagblöð, tímarit, bæklingar, pappi, mjólkurfernur og plastumbúðir.

Járn og ál fer í grænu tunnuna.

Hreinsið umbúðir vel og skolið fernur.

Athugið!
Gler fer í plastpoka sem er settur út fyrir framan ruslatunnur.

Járn og ál fer í grænu tunnuna.

Moltugerð / jarðgerðartunnur
Öll heimili geta á einfaldan máta hjálpað til við að halda eyjunni okkar fagurri, með því að taka lífrænt heimilissorp og gras og koma því fyrir í moltu þar sem að það brotnar niður á náttúrulegan máta svo úr verður mjög næringarrík og góð mold.

Á vef umhverfisstofnunnar er að finna leiðbeiningar um notkun jarðgerðartunna .

Hægt er að nálgast jarðgerðartunnur / moltukassa og upplýsingar um jarðgerð á vefsíðu Borgarplast ehf

Samþykktir, gjaldskrár o.fl.

 

 

Opnunartími Sorpeyðingarstöðvarinnar:

Virka daga, frá kl: 10:00 til 18:00.

Laugardaga og Sunnudaga frá kl: 11:00 til 16:00

Sími: 456-4166

Lög og reglugerðir:

 

 

Í stað mengunarvarnarreglugerðar komu sértækar reglugerðir árið 1999. Þar er fjallað um ýmisleg tæknileg atriði í sambandi við: sorphirðumál - úrgang - spilliefni - olíuúrgang - sorpbrennslu og margt fl. Þessar reglugerðir hafa númerin 785-810 / 1999, auk reglugerðar um hávaða sem er númer 933 / 1999. Reglugerðirnar er að finna á www.reglugerd.is.

Lög um meðhöndlun úrgangs voru samþykkt á Alþingi 10. mars 2003. Í kjölfar lagasetningarinnar var úrvinnslusjóður  stofnaður auk þess sem eftirfarandi reglugerðir voru samþykktar í september 2003.

 

 

Tenglar: