Framkvæmdaleyfi
Skipulagsfulltrúi annast sérafgreiðslur framkvæmdaleyfisumsókna.
FRAMKVÆMDALEYFI
Samkvæmt skipulagslögum skal afla framkvæmdaleyfis vegna meiri háttar framkvæmda sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar á landslagi með aðfluttum jarðvegi eða efnistöku, sem og vegna annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Þó þarf ekki að afla slíks leyfis vegna framkvæmda sem háðar eru byggingarleyfi samkvæmt lögum um mannvirki.
Sem dæmi er öll efnistaka á landi, úr ám, vötnum og af eða úr hafsbotni innan netlagna háð framkvæmdaleyfi þar sem gerð er grein fyrir stærð efnistökusvæðis, vinnsludýpi, magni og gerð efnis, vinnslutíma og hvernig frágangi verður háttað á efnistökusvæði að framkvæmdum loknum.
Sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi skal senda inn rafræna umsókn ásamt nauðsynlegum gögnum í samræmi við kröfur reglugerðar. Sjá sérstaklega gr. 7 í reglugerð þar sem fjallað er um gögn.
Gildistími framkvæmdaleyfa er 12 mánuðir frá samþykki sveitarstjórnar.
(Upplýsingar fengnar af vef Skipulagsstofnunar)
Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi á dagny@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882530.
UMSÓKNARFERLI
Umsækjandi sendir umsóknina inn eða leggur hana inn til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráði ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Ráðið getur í einstökum tilvikum afgreitt umsóknir um framkvæmdaleyfi á grundvelli skýrslu og úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum og/eða deiliskipulags án þess að ákvæðum laga sé fullnægt, enda þyki þá fullnægjandi grein gerð fyrir framkvæmd. Skila skal umsóknum rafrænt.
- Umsókn skal berast skipulagsfulltrúa sem yfirfer hana og leggur fyrir Umhverfis- og skipulagsráð
- Umhverfis- og skipulagsráð tekur umsóknina til afgreiðslu.
- Bæjarstjórn staðfestir eða hafnar niðurstöðu Umhverfis- og skipulagsráðs.
- Skipulagsfulltrúi gefur út framkvæmdaleyfi.
- Umsókn um framkvæmdaleyfi skal vera rafræn.
FYLGIGÖGN MEÐ UMSÓKN
- Yfirlitsuppdráttur - Afstöðuuppdrættir - Lýsing á framkvæmd - Mat á framkvæmd m.t.t. gildandi skipulagsáætlana - Önnur umbeðin gögn