Samvinna eftir skilnað

Félagsþjónusta Vestmannaeyja býður upp á ráðgjöf og stuðning við foreldra sem eru að hugsa um að skilja, eru í skilnaðarferli eða hafa skilið fyrir einhverju síðan og vilja bæta samvinnu sín á milli.

Um er að ræða ráðgjöf sem ætluð er að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Markmiðið er að foreldrar fái aðstoð við að draga úr ágreiningi og verkfæri til að stuðla að betri foreldrasamvinnu með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Samvinna eftir skilnað var upphaflega þróað í Danmörku. Efnið byggist á nýjustu þekkingu, sem byggir á bæði rannsóknum fræðimanna og reynslu fagfólks. Rannsóknir hafa sýnt verulegan ávinning af því að nota þessa rafrænu fræðslu, auk ráðgjafar og námskeiðshalds fagfólks hjá sveitarfélögunum. Greina má marktækan mun á líðan þeirra sem taka þátt í verkefninu og þeirra sem ekki gera það.

 

Myndband

Foreldrum stendur til boða:

  • Rafrænt námskeið á www.samvinnaeftirskilnad.is - hér er um að ræða þrjá áfanga:
    1. Áhrif skilnaðar á foreldra
    2. Viðbrögð barna við skilnaði
    3. Samvinna foreldra við skilnað
  • Sérhæfð ráðgjöf hjá SES ráðgjöfum Vestmannaeyjabæjar
  • Hópnámskeið. Námskeið fyrir foreldra hjá SES ráðgjöfum Vestmannaeyjabæjar

 

Hefur þú áhuga á að kynna þér málið?

Hægt er að sækja um þjónustuna í gegnum mínar síður inn á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, senda póst á ses@vestmannaeyjar.is eða hafa samband við starfsmenn félagsþjónustu.


Jafnlaunavottun Learncove